Telja kannabis valda geðrofssjúkdómum Sunna Valgerðardóttir skrifar 31. janúar 2013 06:00 Andrés Magnússon geðlæknir Mikil kannabisneysla getur orsakað og komið af stað einkennum geðrofssjúkdóma hjá ungu fólki. Því yngra sem fólk er þegar það byrjar að reykja kannabis þeim mun meiri líkur eru á því að það endi inn á geðdeild síðar meir. Þetta er mat og reynsla Andrésar Magnússonar, geðlæknis á Landspítalanum. „Ef fólk er í áhættuhópi lítur allt út fyrir að kannabis geti valdið geðrofi," segir hann. „Þetta hefur verið mikið rannsakað og svo virðist sem þeim sem byrja ungir að reykja kannabis sé hættara við að lenda inni á geðdeild með alvarlega geðrofssjúkdóma." Hann segir samhengið mikið rannsakað úti í heimi og vísar sér í lagi í eina rannsókn sem gerð var á sænskum nýliðum í hernum og fylgt var eftir í fimmtán ár. Í ljós kom að þeir sem notuðu kannabis oftar en fimmtíu sinnum sexfölduðu líkurnar á geðklofa. „Það er verið að skoða alla mögulega vinkla á þessu. En mín klíníska reynsla er sú að þetta kemur fram hjá fólki sem byrjar að reykja ungt, svo hættir það og eftir fimm til sjö daga þróar það með sér geðrofseinkenni og er oft mjög lengi inni á geðdeild," segir hann. Guðrún Dóra Bjarnadóttir, umsjónardeildarlæknir á geðsviði LSH, tekur undir orð Andrésar en undirstrikar að orsakasamhengið hafi enn ekki verið fullsannað. „Það er urmull af greinum til um tengsl geðrofssjúkdóma og kannabis, en það er ekki algjörlega búið að sanna að kannabis geti stuðlað að geðrofi en það virðist allt vera að stefna í þá átt með nýjustu rannsóknum," segir hún. Það sé þó alveg skýrt að með neyslu kannabisefna geti einkenni geðrofssjúkdóma komið fram allt að tveimur árum fyrr en ella þegar fólk í áhættuhópi á í hlut. „Það skiptir miklu máli. Það munar hvort einstaklingur er átján ára eða tuttugu þegar sjúkdómurinn kemur fram upp á þroska og innsæi í sjúkdóminn," segir hún. Andrés og Guðrún Dóra halda erindi á málþingi um kannabis með áherslu á geðræn áhrif í Háskóla Íslands í dag á vegum Lýðheilsufélags læknanema. Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Mikil kannabisneysla getur orsakað og komið af stað einkennum geðrofssjúkdóma hjá ungu fólki. Því yngra sem fólk er þegar það byrjar að reykja kannabis þeim mun meiri líkur eru á því að það endi inn á geðdeild síðar meir. Þetta er mat og reynsla Andrésar Magnússonar, geðlæknis á Landspítalanum. „Ef fólk er í áhættuhópi lítur allt út fyrir að kannabis geti valdið geðrofi," segir hann. „Þetta hefur verið mikið rannsakað og svo virðist sem þeim sem byrja ungir að reykja kannabis sé hættara við að lenda inni á geðdeild með alvarlega geðrofssjúkdóma." Hann segir samhengið mikið rannsakað úti í heimi og vísar sér í lagi í eina rannsókn sem gerð var á sænskum nýliðum í hernum og fylgt var eftir í fimmtán ár. Í ljós kom að þeir sem notuðu kannabis oftar en fimmtíu sinnum sexfölduðu líkurnar á geðklofa. „Það er verið að skoða alla mögulega vinkla á þessu. En mín klíníska reynsla er sú að þetta kemur fram hjá fólki sem byrjar að reykja ungt, svo hættir það og eftir fimm til sjö daga þróar það með sér geðrofseinkenni og er oft mjög lengi inni á geðdeild," segir hann. Guðrún Dóra Bjarnadóttir, umsjónardeildarlæknir á geðsviði LSH, tekur undir orð Andrésar en undirstrikar að orsakasamhengið hafi enn ekki verið fullsannað. „Það er urmull af greinum til um tengsl geðrofssjúkdóma og kannabis, en það er ekki algjörlega búið að sanna að kannabis geti stuðlað að geðrofi en það virðist allt vera að stefna í þá átt með nýjustu rannsóknum," segir hún. Það sé þó alveg skýrt að með neyslu kannabisefna geti einkenni geðrofssjúkdóma komið fram allt að tveimur árum fyrr en ella þegar fólk í áhættuhópi á í hlut. „Það skiptir miklu máli. Það munar hvort einstaklingur er átján ára eða tuttugu þegar sjúkdómurinn kemur fram upp á þroska og innsæi í sjúkdóminn," segir hún. Andrés og Guðrún Dóra halda erindi á málþingi um kannabis með áherslu á geðræn áhrif í Háskóla Íslands í dag á vegum Lýðheilsufélags læknanema.
Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira