Telja kannabis valda geðrofssjúkdómum Sunna Valgerðardóttir skrifar 31. janúar 2013 06:00 Andrés Magnússon geðlæknir Mikil kannabisneysla getur orsakað og komið af stað einkennum geðrofssjúkdóma hjá ungu fólki. Því yngra sem fólk er þegar það byrjar að reykja kannabis þeim mun meiri líkur eru á því að það endi inn á geðdeild síðar meir. Þetta er mat og reynsla Andrésar Magnússonar, geðlæknis á Landspítalanum. „Ef fólk er í áhættuhópi lítur allt út fyrir að kannabis geti valdið geðrofi," segir hann. „Þetta hefur verið mikið rannsakað og svo virðist sem þeim sem byrja ungir að reykja kannabis sé hættara við að lenda inni á geðdeild með alvarlega geðrofssjúkdóma." Hann segir samhengið mikið rannsakað úti í heimi og vísar sér í lagi í eina rannsókn sem gerð var á sænskum nýliðum í hernum og fylgt var eftir í fimmtán ár. Í ljós kom að þeir sem notuðu kannabis oftar en fimmtíu sinnum sexfölduðu líkurnar á geðklofa. „Það er verið að skoða alla mögulega vinkla á þessu. En mín klíníska reynsla er sú að þetta kemur fram hjá fólki sem byrjar að reykja ungt, svo hættir það og eftir fimm til sjö daga þróar það með sér geðrofseinkenni og er oft mjög lengi inni á geðdeild," segir hann. Guðrún Dóra Bjarnadóttir, umsjónardeildarlæknir á geðsviði LSH, tekur undir orð Andrésar en undirstrikar að orsakasamhengið hafi enn ekki verið fullsannað. „Það er urmull af greinum til um tengsl geðrofssjúkdóma og kannabis, en það er ekki algjörlega búið að sanna að kannabis geti stuðlað að geðrofi en það virðist allt vera að stefna í þá átt með nýjustu rannsóknum," segir hún. Það sé þó alveg skýrt að með neyslu kannabisefna geti einkenni geðrofssjúkdóma komið fram allt að tveimur árum fyrr en ella þegar fólk í áhættuhópi á í hlut. „Það skiptir miklu máli. Það munar hvort einstaklingur er átján ára eða tuttugu þegar sjúkdómurinn kemur fram upp á þroska og innsæi í sjúkdóminn," segir hún. Andrés og Guðrún Dóra halda erindi á málþingi um kannabis með áherslu á geðræn áhrif í Háskóla Íslands í dag á vegum Lýðheilsufélags læknanema. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Mikil kannabisneysla getur orsakað og komið af stað einkennum geðrofssjúkdóma hjá ungu fólki. Því yngra sem fólk er þegar það byrjar að reykja kannabis þeim mun meiri líkur eru á því að það endi inn á geðdeild síðar meir. Þetta er mat og reynsla Andrésar Magnússonar, geðlæknis á Landspítalanum. „Ef fólk er í áhættuhópi lítur allt út fyrir að kannabis geti valdið geðrofi," segir hann. „Þetta hefur verið mikið rannsakað og svo virðist sem þeim sem byrja ungir að reykja kannabis sé hættara við að lenda inni á geðdeild með alvarlega geðrofssjúkdóma." Hann segir samhengið mikið rannsakað úti í heimi og vísar sér í lagi í eina rannsókn sem gerð var á sænskum nýliðum í hernum og fylgt var eftir í fimmtán ár. Í ljós kom að þeir sem notuðu kannabis oftar en fimmtíu sinnum sexfölduðu líkurnar á geðklofa. „Það er verið að skoða alla mögulega vinkla á þessu. En mín klíníska reynsla er sú að þetta kemur fram hjá fólki sem byrjar að reykja ungt, svo hættir það og eftir fimm til sjö daga þróar það með sér geðrofseinkenni og er oft mjög lengi inni á geðdeild," segir hann. Guðrún Dóra Bjarnadóttir, umsjónardeildarlæknir á geðsviði LSH, tekur undir orð Andrésar en undirstrikar að orsakasamhengið hafi enn ekki verið fullsannað. „Það er urmull af greinum til um tengsl geðrofssjúkdóma og kannabis, en það er ekki algjörlega búið að sanna að kannabis geti stuðlað að geðrofi en það virðist allt vera að stefna í þá átt með nýjustu rannsóknum," segir hún. Það sé þó alveg skýrt að með neyslu kannabisefna geti einkenni geðrofssjúkdóma komið fram allt að tveimur árum fyrr en ella þegar fólk í áhættuhópi á í hlut. „Það skiptir miklu máli. Það munar hvort einstaklingur er átján ára eða tuttugu þegar sjúkdómurinn kemur fram upp á þroska og innsæi í sjúkdóminn," segir hún. Andrés og Guðrún Dóra halda erindi á málþingi um kannabis með áherslu á geðræn áhrif í Háskóla Íslands í dag á vegum Lýðheilsufélags læknanema.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira