Telja kannabis valda geðrofssjúkdómum Sunna Valgerðardóttir skrifar 31. janúar 2013 06:00 Andrés Magnússon geðlæknir Mikil kannabisneysla getur orsakað og komið af stað einkennum geðrofssjúkdóma hjá ungu fólki. Því yngra sem fólk er þegar það byrjar að reykja kannabis þeim mun meiri líkur eru á því að það endi inn á geðdeild síðar meir. Þetta er mat og reynsla Andrésar Magnússonar, geðlæknis á Landspítalanum. „Ef fólk er í áhættuhópi lítur allt út fyrir að kannabis geti valdið geðrofi," segir hann. „Þetta hefur verið mikið rannsakað og svo virðist sem þeim sem byrja ungir að reykja kannabis sé hættara við að lenda inni á geðdeild með alvarlega geðrofssjúkdóma." Hann segir samhengið mikið rannsakað úti í heimi og vísar sér í lagi í eina rannsókn sem gerð var á sænskum nýliðum í hernum og fylgt var eftir í fimmtán ár. Í ljós kom að þeir sem notuðu kannabis oftar en fimmtíu sinnum sexfölduðu líkurnar á geðklofa. „Það er verið að skoða alla mögulega vinkla á þessu. En mín klíníska reynsla er sú að þetta kemur fram hjá fólki sem byrjar að reykja ungt, svo hættir það og eftir fimm til sjö daga þróar það með sér geðrofseinkenni og er oft mjög lengi inni á geðdeild," segir hann. Guðrún Dóra Bjarnadóttir, umsjónardeildarlæknir á geðsviði LSH, tekur undir orð Andrésar en undirstrikar að orsakasamhengið hafi enn ekki verið fullsannað. „Það er urmull af greinum til um tengsl geðrofssjúkdóma og kannabis, en það er ekki algjörlega búið að sanna að kannabis geti stuðlað að geðrofi en það virðist allt vera að stefna í þá átt með nýjustu rannsóknum," segir hún. Það sé þó alveg skýrt að með neyslu kannabisefna geti einkenni geðrofssjúkdóma komið fram allt að tveimur árum fyrr en ella þegar fólk í áhættuhópi á í hlut. „Það skiptir miklu máli. Það munar hvort einstaklingur er átján ára eða tuttugu þegar sjúkdómurinn kemur fram upp á þroska og innsæi í sjúkdóminn," segir hún. Andrés og Guðrún Dóra halda erindi á málþingi um kannabis með áherslu á geðræn áhrif í Háskóla Íslands í dag á vegum Lýðheilsufélags læknanema. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Mikil kannabisneysla getur orsakað og komið af stað einkennum geðrofssjúkdóma hjá ungu fólki. Því yngra sem fólk er þegar það byrjar að reykja kannabis þeim mun meiri líkur eru á því að það endi inn á geðdeild síðar meir. Þetta er mat og reynsla Andrésar Magnússonar, geðlæknis á Landspítalanum. „Ef fólk er í áhættuhópi lítur allt út fyrir að kannabis geti valdið geðrofi," segir hann. „Þetta hefur verið mikið rannsakað og svo virðist sem þeim sem byrja ungir að reykja kannabis sé hættara við að lenda inni á geðdeild með alvarlega geðrofssjúkdóma." Hann segir samhengið mikið rannsakað úti í heimi og vísar sér í lagi í eina rannsókn sem gerð var á sænskum nýliðum í hernum og fylgt var eftir í fimmtán ár. Í ljós kom að þeir sem notuðu kannabis oftar en fimmtíu sinnum sexfölduðu líkurnar á geðklofa. „Það er verið að skoða alla mögulega vinkla á þessu. En mín klíníska reynsla er sú að þetta kemur fram hjá fólki sem byrjar að reykja ungt, svo hættir það og eftir fimm til sjö daga þróar það með sér geðrofseinkenni og er oft mjög lengi inni á geðdeild," segir hann. Guðrún Dóra Bjarnadóttir, umsjónardeildarlæknir á geðsviði LSH, tekur undir orð Andrésar en undirstrikar að orsakasamhengið hafi enn ekki verið fullsannað. „Það er urmull af greinum til um tengsl geðrofssjúkdóma og kannabis, en það er ekki algjörlega búið að sanna að kannabis geti stuðlað að geðrofi en það virðist allt vera að stefna í þá átt með nýjustu rannsóknum," segir hún. Það sé þó alveg skýrt að með neyslu kannabisefna geti einkenni geðrofssjúkdóma komið fram allt að tveimur árum fyrr en ella þegar fólk í áhættuhópi á í hlut. „Það skiptir miklu máli. Það munar hvort einstaklingur er átján ára eða tuttugu þegar sjúkdómurinn kemur fram upp á þroska og innsæi í sjúkdóminn," segir hún. Andrés og Guðrún Dóra halda erindi á málþingi um kannabis með áherslu á geðræn áhrif í Háskóla Íslands í dag á vegum Lýðheilsufélags læknanema.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira