Innlent

Harður árekstur við Kaplakrika

Ökumaður bifhjóls slasaðist alvarlega þegar hann lenti í hörðum árekstri við pallbíl á Reykjanesbraut, á móts við íþróttahúsið í Kaplakrika um klukkan hálf átta í gærkvöldi.

Hann var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild, en fréttastofu er ekki nánar kunnugt um líðan hans. Brautinni var lokað á meðan lögregla og sjúkraflutningamenn athöfnuðu sig á vettvangi. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×