Innlent

Skjálftavirkni eykst við Grímsey

Skjálftavirkni færðist aftur í aukana norðaustur af Grímsey í gærkvöldi og á tólfta tímanum varð þar skjálfti upp á fjögur stig, sem fannst víða.

Á fjórða tímanum í nótt varð svo annar upp á 3,2 stig og margir minni skjálftar hafa mælst á svæðinu. Jarðvísindamenn sjá ekki fyrir endan á hrynunni og vilja engu spá um það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×