Innlent

Báturinn ekki með gilt skírteini

mynd/ Landhelgisgæslan.
Handfærabáturinn sem áhöfn þyrlu Gæslunnar stóð að meintum ólöglegum veiðum úti af Garðskaga í gær, reyndist ekki heldur hafa gilt haffærisskírteini.

Hann má því ekki fara aftur á veiðar fyrr en búið að að koma öllum hlutum í lag um borð.

Lögregla tók skýrslu af skipverjanum þegar hann kom í lands, en hann var að veiðum í hólfi, sem hefur verið lokað, til að gefa þorskinum næði til að hrygna þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×