Innlent

Í gæsluvarðhaldi fyrir að nauðga og axlarbrjóta konu

Akranes. Fimmtán kynferðisbrotamál hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni á Akranesi frá áramótum.
Akranes. Fimmtán kynferðisbrotamál hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni á Akranesi frá áramótum.
Tveir menn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna kynferðisbrota sem framin voru í umdæmi lögreglunnar á Akranesi. Annar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 15. mars vegna kynferðisbrota en hinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald laugardaginn 6. apríl vegna gruns um nauðgun og líkamsárás.

Kona lagði fram kæru á hendur manni sem hún þekkti ekki. Var konan töluvert slösuð eftir atvikið en hún er meðal annars axlarbrotin.

Í tilkynningu lögreglu segir að með því að rekja ferðir konunnar og með aðstoð vitna, hafi verið unnt að bera kennsl á þann sem hafði verið að verki. Var maðurinn handtekinn síðastliðinn föstudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 12. apríl næstkomandi. Að auki við þetta eru enn til rannsóknar nokkur kynferðisbrotamál sem lengra eru komin í rannsókn auk annarra mála á borð við fjársvik og líkamsárásir.

Í fréttum undanfarið hefur verið fjallað um mikla fjölgun kæra vegna kynferðisbrota um allt land. Á Akranesi hafa nú verið til umfjöllunar 15 kynferðisbrotamál það sem af er þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×