Innlent

228 hópuppsagnir frá hruni

39 var sagt upp í hópuppsögn hjá RÚV fyrir skemmstu en gert er ráð fyrir að starfsmönnum fækki um 60 í heildina.
39 var sagt upp í hópuppsögn hjá RÚV fyrir skemmstu en gert er ráð fyrir að starfsmönnum fækki um 60 í heildina.
Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa stofnuninni borist samtals 228 tilkynningar um hópuppsagnir frá ársbyrjun 2008 til loka nóvember 2013 þar sem samtals 8.940 einstaklingum hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í svari félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur um þennan málaflokk.

Af þessum 228 tilkynningum var um að ræða sjö tilkynningar frá opinberum fyrirtækjum eða stofnunum þar sem 252 einstaklingum var sagt upp störfum og 221 tilkynning frá fyrirtækjum á almennum vinnumarkaði þar sem 8.688 einstaklingum var sagt upp störfum.

Flestar tilkynningar um hópuppsagnir á umræddu tímabili bárust Vinnumálastofnun á árinu 2008, eða 103 talsins, þar sem samtals 5.074 einstaklingum var sagt upp störfum.

Hlutfallslega flestar uppsagnir voru á höfuðborgarsvæðinu og náðu þær hámarki árið 2009 og 2012, voru þá 84% hópuppsagna á landsvísu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×