Lífið

Barnaplata við ljóð Þórarins

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ingi Gunnar Jóhannsson samdi fimmtán lög við ljóð Þórarins Eldjárn, Grannmeti og átvextir.
Ingi Gunnar Jóhannsson samdi fimmtán lög við ljóð Þórarins Eldjárn, Grannmeti og átvextir. fréttablaðið/daníel
Út er kominn hljómdiskur sem ber titilinn Alltaf eitthvað að gerast. Á honum eru fimmtán lög eftir tónlistarmanninn Inga Gunnar Jóhannsson. Öll lögin eru samin við jafn mörg ljóð Þórarins Eldjárns úr vinsælu ljóðabók hans Grannmeti og átvextir.

Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Ingi Gunnar Jóhannsson, Hilmar Sverrisson, Ómar Ragnarsson og Örn Árnason syngja lögin á plötunni.

Um er að ræða bráðskemmtilegt efni sem höfðað getur til barna á öllum aldri. Lögin eru bæði einföld og grípandi, og þannig ættu flestir að geta lært þau fljótt og sungið svo með.

Í lögunum á þessum diski kynnumst við mörgum af þeim skondnu karakterum sem Þórarinn Eldjárn hefur gert skil í kveðskap sínum, en þar á meðal eru til dæmis Rugludallur, Latasti hundur í heimi, Eldgamla Ísafold, Veran Vera, Hamlet, Kjarval og Kiljan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.