Innlent

Mega urða 200 tonn af rusli á ári

Brjánn Jónasson skrifar
Sorpbrennslunni á Kirkjubæjarklaustri var lokað vegna mengunar og nú þarf að urða sorpið í stað þess að brenna því.
Sorpbrennslunni á Kirkjubæjarklaustri var lokað vegna mengunar og nú þarf að urða sorpið í stað þess að brenna því. Fréttablaðið/Vilhelm
Umhverfisstofnun hefur endurnýjað starfsleyfi fyrir urðun sorps á urðunarstað Skaftárshrepps á Stjórnarsandi. Þar má nú taka við sorpi til urðunar, í stað ösku frá brennslu. Loka þurfti sorpbrennslunni á Kirkjubæjarklaustri vegna mengunar.

Taka má við óbreyttu magni af sorpi, allt að 200 tonnum á ári, til urðunar, kurlunar og geymslu, að því er segir á vef Umhverfisstofnunar.

Mælingar sýna ekki merki um mengun frá urðunarstaðnum. Breytingar á leyfinu munu að mati Umhverfisstofnunar ekki hafa umtalsverð umhverfissáhrif.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×