Lífið

Flóamarkaður Dillon haldinn um helgina

Bjarki Ármannsson skrifar
Skemmtistaðurinn Dillon  boðar til flóamarkaðs á sunnudag.
Skemmtistaðurinn Dillon boðar til flóamarkaðs á sunnudag. Mynd/Pjetur
Skemmtistaðurinn Dillon heldur úti flóamarkaði í húsnæði sínu að Laugavegi 30 næstkomandi sunnudag. Húsið opnar á hádegi og um kvöldið stíga á svið þjóðlagasöngkonan Adda og hljómsveitin Sexy Time.

Á markaðnum mun kenna ýmissa grasa, en meðal annars mun útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson selja gamlar vínylplötur.

„Þetta er búið að vera það erfiðasta sem ég hef gert, að velja plötur til að selja,“ segir Andri. „Gott að maður er að selja þetta á bar svo að maður geti drekkt sorgunum um leið.“



Auk Andra mun tónlistarmaðurinn Krummi Björgvinsson selja af sér föt og kvikmyndagerðarmaðurinn Frosti Jón Runólfsson bæði plötur og flíkur, svo einhverjir séu nefndir.

Í tilkynningu frá Dillon er jólaglöggi og piparkökum lofað á meðan birgðir endast. Einnig kemur fram að 'Jólahóran' Dráttarsníkir muni halda uppi fjörinu, meðal annars með því að syngja nokkur jólalög fyrir fullorðna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.