Lífið

Myrkramessa á laugardag

Bjarki Ármannsson skrifar
Einar Már Guðmundsson er meðal þeirra sem flytja erindi á Myrkramessu 2013.
Einar Már Guðmundsson er meðal þeirra sem flytja erindi á Myrkramessu 2013. Mynd/Pjetur
„Myrkramessa er kaleikur sem ber að halda uppi,“ segir Ólafur Thorsson, einn skipuleggjenda Myrkramessu 2013 sem fer fram á skemmtistaðnum Paloma á laugardagskvöld. „Það er ævaforn siður að vera með hátíð 21. desember til að kveðja hið gamla og fagna hinu nýja.“

Á Myrkramessu koma fram alls konar ljóðskáld og fyrirlesarar, meðal annars Einar Már Guðmundsson rithöfundur. Síðar um kvöldið verður leikin lifandi tónlist fyrir dansi. Ólafur segir að þessi myrkramessa verði „óvenju dýnamísk og fjölbreytt“.

„Í okkur öllum eru öfl sem berjast, ljós og skuggi til dæmis,“ segir hann. „Þetta verður hátíð skugga og ljóss.“

Myrkramessa hefst stundvíslega klukkan 20 og er aðgangur ókeypis. Paloma er til húsa við Naustina 1-3, á efri hæð skemmtistaðarins The Dubliner.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.