Hvað gerir þú á daginn? Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 21. desember 2013 06:00 –„Ég starfa sem alþingismaður.“ –„Já, já. En eruð þið bara ekki að rífast í þingsal alla daga? Er þetta ekki hundleiðinlegt?“ Svona spurningar fær nýr þingmaður gjarnan. Það má segja að gjá hafi myndast milli þings og þjóðar og þá á ég við að það virðist óljóst í hverju starf þingmannsins felst. Þessi greinarstúfur er veikburða tilraun til að hefja brúarsmíði yfir gjána.Venjulegur dagur En hvað varðar dagleg störf þingmannsins þá er kannski enginn dagur venjulegur. Starfið er mjög erilsamt en yfirleitt gefandi og ánægjulegt. Svo ég taki bara dæmi af venjulegum þriðjudegi, þá hófst dagurinn með nefndarfundi kl. 9 og þeim fundi lauk kl. 12. Á nefndarfundum hittum við fulltrúa ráðuneyta, sveitarfélaga og ýmissa hagsmunahópa vegna mála sem eru til umræðu á þingi. Að fundi loknum kom ég mér fyrir á skrifstofunni og skrifaði ræðu fyrir þingfundinn sem hófst kl. 13.30. Á þingfundinum var lífleg og málefnaleg umræða, m.a. um sæstreng og almannatryggingar. Enginn að rífast og enginn með dónaskap. Fólk skiptist á skoðunum í mesta bróðerni. Um fimmleytið fór ég aftur á skrifstofuna og lauk við að undirbúa þingmál sem ég mun flytja á morgun. Á venjulegum degi svara ég tölvupósti inni á milli og les mig í gegnum skýrslur og ýmsar upplýsingar sem nauðsynlegar eru fyrir umræðuna hverju sinni. Ég fæ talsvert af beiðnum frá fólki sem vill hitta mig, sem er mjög jákvætt, og þá reyni ég að finna tíma í stundaskránni fyrir slíka fundi. Einnig er ætlast til að þingmenn mæti á vissa viðburði í kjördæminu, sem er bæði sjálfsagt og skemmtilegt. Enda byggist starf stjórnmálamannsins fyrst og fremst á að rækta tengsl við fólk og miðla upplýsingum frá þeim til Alþingis og öfugt. Nú er klukkan rúmlega níu um kvöld og ég er að hugsa um að leggja af stað heim á leið innan skamms, þ.e. þegar ég hef lokið við að skrifa þessa grein. En það er ekki nóg að funda, tala og lesa, það verður að framkvæma og skila árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
–„Ég starfa sem alþingismaður.“ –„Já, já. En eruð þið bara ekki að rífast í þingsal alla daga? Er þetta ekki hundleiðinlegt?“ Svona spurningar fær nýr þingmaður gjarnan. Það má segja að gjá hafi myndast milli þings og þjóðar og þá á ég við að það virðist óljóst í hverju starf þingmannsins felst. Þessi greinarstúfur er veikburða tilraun til að hefja brúarsmíði yfir gjána.Venjulegur dagur En hvað varðar dagleg störf þingmannsins þá er kannski enginn dagur venjulegur. Starfið er mjög erilsamt en yfirleitt gefandi og ánægjulegt. Svo ég taki bara dæmi af venjulegum þriðjudegi, þá hófst dagurinn með nefndarfundi kl. 9 og þeim fundi lauk kl. 12. Á nefndarfundum hittum við fulltrúa ráðuneyta, sveitarfélaga og ýmissa hagsmunahópa vegna mála sem eru til umræðu á þingi. Að fundi loknum kom ég mér fyrir á skrifstofunni og skrifaði ræðu fyrir þingfundinn sem hófst kl. 13.30. Á þingfundinum var lífleg og málefnaleg umræða, m.a. um sæstreng og almannatryggingar. Enginn að rífast og enginn með dónaskap. Fólk skiptist á skoðunum í mesta bróðerni. Um fimmleytið fór ég aftur á skrifstofuna og lauk við að undirbúa þingmál sem ég mun flytja á morgun. Á venjulegum degi svara ég tölvupósti inni á milli og les mig í gegnum skýrslur og ýmsar upplýsingar sem nauðsynlegar eru fyrir umræðuna hverju sinni. Ég fæ talsvert af beiðnum frá fólki sem vill hitta mig, sem er mjög jákvætt, og þá reyni ég að finna tíma í stundaskránni fyrir slíka fundi. Einnig er ætlast til að þingmenn mæti á vissa viðburði í kjördæminu, sem er bæði sjálfsagt og skemmtilegt. Enda byggist starf stjórnmálamannsins fyrst og fremst á að rækta tengsl við fólk og miðla upplýsingum frá þeim til Alþingis og öfugt. Nú er klukkan rúmlega níu um kvöld og ég er að hugsa um að leggja af stað heim á leið innan skamms, þ.e. þegar ég hef lokið við að skrifa þessa grein. En það er ekki nóg að funda, tala og lesa, það verður að framkvæma og skila árangri.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar