Lífið

Engiferbjór, Sigur Rós og karókí

Bjarki Ármannsson skrifar
Steindór Grétar segir vinsældir Harlem vonum framar.
Steindór Grétar segir vinsældir Harlem vonum framar. Fréttablaðið/Vilhelm
„Þetta er búið að ganga vonum framar,“ segir Steindór Grétar Jónsson, einn eigenda skemmistaðarins Harlem við Tryggvagötu. Harlem fagnar um þessar mundir eins árs afmæli sínu, en staðurinn er strax orðinn með þeim vinsælli í Reykjavík. Af því tilefni verður vegleg dagskrá viðburða um helgina.

„Við erum með FM Belfast að ‚dj-a‘, en þeir spiluðu einmitt á opnunarkvöldinu,“ segir Steindór. Einnig koma fram um helgina Steed Lord, Lay Low, plötusnúðurinn Hermigervill og fleiri góðir gestir. Athygli vekur að einnig verða á tilboði áfengu drykkirnir Crabbies og grænt Gajol, sem Steindór segir hálfgerða einkennisdrykki staðarins.

„Það er kannski sérstaklega Crabbies sem hefur verið mjög vinsæll hérna,“ segir Steindór, en Crabbies er óvenjulegur, skoskur engiferbjór. „Hvort það hefur eitthvað með bragðlauka ‚hipstera‘ í miðbænum að gera veit ég ekki.“

Spurður hvað standi upp úr á fyrsta ári Harlems, nefnir Steindór þegar meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar þeyttu skífum við gríðargóðar undirtektir. „Það vildi enginn missa af þessu, þannig að staðurinn var pakkaður frá því að við opnuðum klukkan sex þar til þeir byrjuðu klukkan sirka tvö.“

Hann segir regluleg karókíkvöld staðarins einnig með skemmtilegustu viðburðum ársins. „Þetta er allt öðruvísi en svona venjulegt, einmanalegt, gráta-oní-glasið karókí.“

Steindór segir starfsfólk Harlem gríðarlega þakklátt fyrir vinsældir og ómetanlega hjálp á árinu við tónleikahald og fleira. „Þetta sýnir hvað það er ótrúlega mikið af kreatífu og hæfileikaríku fólki í þessari senu,“ segir hann. „Það er engin leið héðan nema upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.