Úr félagsráðgjöf í eldhús Jamie Oliver Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. desember 2013 08:00 Hér er Fanney Dóra með Jamie Oliver þegar hann heimsótti Ísland fyrir nokkrum árum. „Ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að segja við Jamie Oliver ef ég hitti hann aftur, ætli við tölum ekki um mat eins og síðast,“ segir Fanney Dóra Sigurjónsdóttir sem fyrir ótrúlega röð atvika fékk draumastarfið í eldhúsi í eigu stjörnukokksins Jamie Oliver. Á einu og hálfu ári fór Fanney úr því að vera félagsráðgjafi á Akureyri í að vera kokkur í Brighton á Englandi, með viðkomu í norsku eldhúsi. „Ég er menntaður félagsráðgjafi og var að starfa sem slíkur á Akureyri. Ég hef alltaf haft rosalega mikinn áhuga á matargerð, alveg frá því að ég man eftir mér og ætlaði í raun að læra kokkinn líka, en hafði hvorki haft tíma né rúm til þess eftir að ég útskrifaðist sem félagsráðgjafi,“ útskýrir Fanney. Einn viðburðaríkan sumardag fékk hún símtal frá vini sínum í Noregi sem bauð henni vinnu. „Ég hélt fyrst að þetta væri eitthvað grín. Þetta var fyrrverandi maður frænku minnar í símanum, svo langsótt var það. Hann var verkfræðingur úti í Noregi og sagðist vera með starf fyrir mig. Spurði mig hvort ég væri ekki kokkur, sem ég neitaði auðvitað,“ rifjar Fanney upp. Skortur á kokkamenntun skipti engu máli, Fanney fékk símaviðtal við yfirmenn þessa norska eldhúss. „Þeir spurðu mig ýmissa spurninga, til dæmis hvort ég kynni að flaka fisk og vinna með norskan humar. Ég svaraði þessu öllu neitandi. En þeir svöruðu alltaf: „Við kennum þér það þá.“ Mér fannst þetta ótrúlega fyndið viðtal. En þeir vildu fá mig út og ég sló til.“ Fanney þakkar þáverandi yfirmanni sínum, sem veitti henni launalaust leyfi til þess að elta drauminn; Fanneyju langaði að verða kokkur. „Í Noregi gekk allt eins og í sögu. Ég vann tólf til fjórtán klukkustundir á sólarhring og naut þess. Ég hugsaði alltaf að þetta væri tækifærið og ég yrði að grípa það.“ Eftir eins og hálfs árs veru í Noregi ákvað Fanney að sækja um vinnu í Englandi. „Þetta var í raun bara algjört grín. Ég var að vafra á netinu og var bara í forvitni minni að skoða laus störf. Ég sá að það var laust starf í eldhúsi í eigu Jamie Oliver og ákvað að sækja um bara til þess að geta sagst hafa sótt um hjá honum, hélt að það yrði fyndin saga,“ segir Fanney. Viðbrögðin komu henni mjög á óvart. „Ég fékk strax svar frá yfirkokkinum sem bað mig að koma í prufur og að þeir væru ánægðir með vitneskju mína á mat. Ég trúði þessu ekki og þurfti að fletta nafni mannsins upp á netinu til þess að sannreyna að hann væri í raun til.“ Fanney notaði þriggja daga frí sem hún átti í Noregi til þess að fara til Englands og kanna möguleikana á nýju starfi. „Fyrsta vaktin gekk svo vel að mér var strax boðið starf og í raun strax boðin stöðuhækkun. Ég þótti of hæf í starfið sem ég sótti um,“ útskýrir Fanney en segist samt hafa þurft að hugsa sig um, launin í Noregi hafi verið mjög góð. „En maður verður að færa fórnir til að ná markmiðum sínum. Draumur minn er að opna minn eigin veitingastað, eða vera í forsvari fyrir fínt eldhús. Ég hef rosalegan áhuga á matargerð. Þegar ég kem heim úr vinnunni les ég matreiðslubækur og horfi á matreiðsluþætti í sjónvarpinu. Ég er heltekin af þessu. Ég vil geta labbað inn í hvaða eldhús sem er og hjálpað til.“ Hún segir að Jamie Oliver hafi ekki komið á veitingahúsið síðan hún hóf störf í september. „Ég á von á því að hann komi hingað í febrúar, þá verður staðurinn fimm ára. Ég hitti hann á Íslandi fyrir átta eða níu árum og þá ræddum við lengi saman. Við ræddum um íslenska fiskinn lengi. Hann er hrikalega skemmtilegur, ótrúlega jarðbundinn. Allir sem hafa hitt hann virðast sammála um það,“ segir Fanney. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
„Ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að segja við Jamie Oliver ef ég hitti hann aftur, ætli við tölum ekki um mat eins og síðast,“ segir Fanney Dóra Sigurjónsdóttir sem fyrir ótrúlega röð atvika fékk draumastarfið í eldhúsi í eigu stjörnukokksins Jamie Oliver. Á einu og hálfu ári fór Fanney úr því að vera félagsráðgjafi á Akureyri í að vera kokkur í Brighton á Englandi, með viðkomu í norsku eldhúsi. „Ég er menntaður félagsráðgjafi og var að starfa sem slíkur á Akureyri. Ég hef alltaf haft rosalega mikinn áhuga á matargerð, alveg frá því að ég man eftir mér og ætlaði í raun að læra kokkinn líka, en hafði hvorki haft tíma né rúm til þess eftir að ég útskrifaðist sem félagsráðgjafi,“ útskýrir Fanney. Einn viðburðaríkan sumardag fékk hún símtal frá vini sínum í Noregi sem bauð henni vinnu. „Ég hélt fyrst að þetta væri eitthvað grín. Þetta var fyrrverandi maður frænku minnar í símanum, svo langsótt var það. Hann var verkfræðingur úti í Noregi og sagðist vera með starf fyrir mig. Spurði mig hvort ég væri ekki kokkur, sem ég neitaði auðvitað,“ rifjar Fanney upp. Skortur á kokkamenntun skipti engu máli, Fanney fékk símaviðtal við yfirmenn þessa norska eldhúss. „Þeir spurðu mig ýmissa spurninga, til dæmis hvort ég kynni að flaka fisk og vinna með norskan humar. Ég svaraði þessu öllu neitandi. En þeir svöruðu alltaf: „Við kennum þér það þá.“ Mér fannst þetta ótrúlega fyndið viðtal. En þeir vildu fá mig út og ég sló til.“ Fanney þakkar þáverandi yfirmanni sínum, sem veitti henni launalaust leyfi til þess að elta drauminn; Fanneyju langaði að verða kokkur. „Í Noregi gekk allt eins og í sögu. Ég vann tólf til fjórtán klukkustundir á sólarhring og naut þess. Ég hugsaði alltaf að þetta væri tækifærið og ég yrði að grípa það.“ Eftir eins og hálfs árs veru í Noregi ákvað Fanney að sækja um vinnu í Englandi. „Þetta var í raun bara algjört grín. Ég var að vafra á netinu og var bara í forvitni minni að skoða laus störf. Ég sá að það var laust starf í eldhúsi í eigu Jamie Oliver og ákvað að sækja um bara til þess að geta sagst hafa sótt um hjá honum, hélt að það yrði fyndin saga,“ segir Fanney. Viðbrögðin komu henni mjög á óvart. „Ég fékk strax svar frá yfirkokkinum sem bað mig að koma í prufur og að þeir væru ánægðir með vitneskju mína á mat. Ég trúði þessu ekki og þurfti að fletta nafni mannsins upp á netinu til þess að sannreyna að hann væri í raun til.“ Fanney notaði þriggja daga frí sem hún átti í Noregi til þess að fara til Englands og kanna möguleikana á nýju starfi. „Fyrsta vaktin gekk svo vel að mér var strax boðið starf og í raun strax boðin stöðuhækkun. Ég þótti of hæf í starfið sem ég sótti um,“ útskýrir Fanney en segist samt hafa þurft að hugsa sig um, launin í Noregi hafi verið mjög góð. „En maður verður að færa fórnir til að ná markmiðum sínum. Draumur minn er að opna minn eigin veitingastað, eða vera í forsvari fyrir fínt eldhús. Ég hef rosalegan áhuga á matargerð. Þegar ég kem heim úr vinnunni les ég matreiðslubækur og horfi á matreiðsluþætti í sjónvarpinu. Ég er heltekin af þessu. Ég vil geta labbað inn í hvaða eldhús sem er og hjálpað til.“ Hún segir að Jamie Oliver hafi ekki komið á veitingahúsið síðan hún hóf störf í september. „Ég á von á því að hann komi hingað í febrúar, þá verður staðurinn fimm ára. Ég hitti hann á Íslandi fyrir átta eða níu árum og þá ræddum við lengi saman. Við ræddum um íslenska fiskinn lengi. Hann er hrikalega skemmtilegur, ótrúlega jarðbundinn. Allir sem hafa hitt hann virðast sammála um það,“ segir Fanney.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira