Lífið

Tvö íslensk tónskáld gætu keppt um Óskarsverðlaunin

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Atli Örvarsson samdi tónlistina fyrir The Mortal Instruments: City of Bones og Hansel & Gretel Witch Hunters.
Atli Örvarsson samdi tónlistina fyrir The Mortal Instruments: City of Bones og Hansel & Gretel Witch Hunters. Mynd/Anton Brink
Tvö íslensk tónskáld, Atli Örvarsson og Jóhann Jóhannsson, eiga verk á lista yfir 114 bestu kvikmyndatónverk ársins sem birtur var á hinni virtu bandarísku vefsíðu Variety fyrir skömmu.

Atli er tilnefndur fyrir tónverk sín í kvikmyndunum The Mortal Instruments: City of Bones og Hansel & Gretel Witch Hunters og Jóhann fyrir tónverk sín í kvikmyndinni Prisoners, sem var ein vinsælasta kvikmynd ársins á Íslandi.

Á listanum er að finna nokkur af virtustu og þekktustu tónskáldum samtímans líkt og John Williams, James Newton Howard, Danny Elfman, Howard Shore og Hans Zimmer svo nokkrir séu nefndir.

Þessi 114 tónverk keppast um að fá tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu kvikmyndatónlistina en aðeins fimm kvikmyndir komast í tilnefningapottinn.

Tilnefningarnar verða kynntar hinn 16. janúar næstkomandi. 86. Óskarsverðlaunahátíðin fer fram 2. mars í Dolby Theatre í Los Angeles.

Jóhann Jóhannsson samdi tónlistina fyrir Prisoners





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.