Lífið

Friðrik Ómar á ferð og flugi

Friðrik Ómar hefur haft nóg að gera í desember.
Friðrik Ómar hefur haft nóg að gera í desember. Mynd/Gassi
Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður hefur haft í nægu að snúast í desember og lauk fyrir skömmu við tónleikaferð með hópnum Jólin alls staðar. Þá mun hann koma fram með Frostrósum í Laugardalshöllinni í kvöld.

Á sunnudaginn mun hann svo árita nýútkomna plötu sína í Smáralind, Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri. Eftir annasaman mánuð mun hann svo fara á æskuslóðirnar á Dalvík þar sem hann mun meðal annars skella sér í skötuveislu hjá góðum nágranna, en hann hefur sótt umrædda skötuveislu í um tuttugu ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.