Innlent

Ráðherra svarar ekki fyrirspurn á Alþingi

Brjánn Jónasson skrifar
Flugvélar verða að hafa nægt eldsneyti til að lenda á varaflugvelli séu aðstæður þannig að ekki er hægt að lenda í Keflavík.
Flugvélar verða að hafa nægt eldsneyti til að lenda á varaflugvelli séu aðstæður þannig að ekki er hægt að lenda í Keflavík. Fréttablaðið/Valli
Á bilinu eitt til þrjú tilvik hafa komið upp árlega þar sem farþegaflugvélar hafa þurft að hætta við lendingar á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við spurningu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar á Alþingi.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra svarar ekki síðari hluta spurningar Sigríðar. Þar spurði hún hvar flugvélar sem hafi þurft að hætta við lendingu í Keflavík síðustu tíu árin hafi lent.

Í svari ráðherra er aðeins rætt almennum orðum að varaflugvellir séu í Reykjavík, á Egilsstöðum og á Akureyri, auk Glasgow og Prestwick í Skotlandi, en ekki tiltekið hvar þær flugvélar sem hafa hætt við að lenda í Keflavík hafa lent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×