Dýraverndarbarátta í molum Óskar H. Valtýsson skrifar 20. desember 2013 06:00 Umræða um dýravelferð er lágvær hér á landi. Dýraverndarsamband Íslands sem hefur það yfirlýsta markmið að berjast fyrir bættum aðbúnaði dýra er lítt áberandi, nánast ósýnilegt. Þrátt fyrir það eru verkefnin ærin og augljóst að áhrifarík leið til að stuðla að bættum aðbúnaði dýra er að láta í sér heyra, upplýsa almenning um aðstæður þeirra, segja frá og tala hátt. Vert er að benda á að Dýraverndarsambandið er bundið af því með lögum og setu í Dýraverndarráði að sinna þessum málaflokki af festu. Dýraverndarsamtök víða um heim beita áhrifaríkum aðferðum í baráttu sinni fyrir velferð skjólstæðinga sinna. Nýta minnstu tilefni til að koma hugsjónum sínum og baráttumálum á framfæri, láta einskis ófreistað í þágu dýra, eru fórnfúsir málsvarar. Alvöru dýraverndarsamtök þrýsta linnulaust á stjórnvöld, almenning og hagsmunaðila, upplýsa um þann mikla skaða og kvalræði sem maðurinn veldur í lífríkinu með athöfnum sínum og neysluvenjum. Hér er þessu þveröfugt farið, stjórn Dýraverndarsambands Íslands er ósýnileg. Þegir þunnu hljóði þegar brýn ástæða er til að öskra af lífs og sálar kröftum. Hvorki hósti né stuna þegar upp kemst um skelfileg níðingsverk og viðvarandi aðgerðaleysi eftirlitsaðila og yfirvalda að sinna þeim lögboðnum skyldum sínum að koma dýrum í nauðum til varnar. Á sama tíma og heimspressan upplýsir um árangursríka baráttu dýraverndarsamtaka í útlöndum, telur forysta Dýraverndarsambands Íslands óþarfa að láta í sér heyra vegna stórfelldra dýraníðsmála hér á landi. Ekkert haggar forystu sambandsins þrátt fyrir ítrekaða áeggjan félagsmanna þess.Fátt um svör Af hverju að tiltaka Dýraverndarsamband Íslands í þessu samhengi? Jú, þetta eru höfuðsamtök dýravelferðarmála hér á landi með lögbundna ábyrgð og eiga í ljósi merkrar sögu sinnar að vera áberandi og afgerandi sem málsvarar og verndarar dýra. Þess í stað er engu líkara en forysta Dýraverndarsambandsins telji hlutverk sitt vera að miðla málum, sætta andstæð sjónarmið hagsmunaaðila í dýraeldi og hugsjónafólks í eigin röðum. Á þeim örfáu fundum sem Dýraverndarsamband Íslands stendur fyrir eru fulltrúar eldisiðnaðarins einatt fyrirferðamiklir, mala þar um eigin hugðarefni óáreittir, verja purkunarlaust hagsmuni sem eru skelfilega andstæðir velferð dýra. Þegar kallað er eftir afstöðu stjórnar Dýraverndarsambandsins til tiltekinna mála, t.d. loðdýraeldis, verður fátt um svör og þá helst þau að sú iðja njóti velþóknunar sambandsins. Víðast hvar er það algjört forgangsmál dýraverndarsamtaka að berjast gegn fyrrnefndri óþurftariðju. Það er slíkri hugsjónabaráttu og engu öðru að þakka að nú þegar er loðdýraeldi aflagt í nokkrum löndum Evrópu og að settar hafa verið reglur um bættan aðbúnað eldisdýra almennt. Í þessum efnum eru Íslendingar svo sannarlega eftirbátar enda er dýraverndarstarf hér á landi í molum á meðan eldisiðnaðurinn fer sínu fram fyrirstöðulaust.Óþurftariðja Á síðastliðnum vetri bárust fréttir af óhuggulegum áformum um stóraukið loðdýraeldi hér á landi. Hingað ætluðu útlenskir loðdýraræktendur að leita skjóls með óþurftariðju sem annarstaðar er úthýst af siðferðisástæðum. Sömu fréttir sögðu frá stórkarlalegum áformum Kínverja um risaiðnað af þessu tagi á Íslandi, griðastað loðdýraræktenda sem vita að ekki þarf að óttast harða andstöðu dýraverndarsinna hér á landi. Undirritaður sendi stjórn Dýraverndarsambandsins fyrirspurn um afstöðu þess til framangreindra áforma. Svarið var rýrt: Jú, málið yrði náðarsamlegast tekið til skoðunar á næsta stjórnarfundi. Nú eru liðnir tíu mánuðir án þess að bóli á svari og stjórnin hætt að svara fyrirspurnum undirritaðs. Er stjórn Dýraverndarsambandsins virkilega ófær um að taka hreina og klára afstöðu með dýrunum? Þætti eflaust tíðindi í útlöndum ef fréttist, að stjórnarmenn hugsjónasamtaka á borð við Dýraverndarsamband Íslands hiki við að standa með skjólstæðingum sínum. Hvers vegna þessi ærandi þögn um jafn brýnt dýravelferðarmálefni sem barátta gegn loðdýraeldi er? Hvaða hagsmuni er verið að verja? Erum við eftirbátar annarra þegar taka þarf afstöðu til siðferðislegra álitamála? Er það fámennið og nálægðin? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Umræða um dýravelferð er lágvær hér á landi. Dýraverndarsamband Íslands sem hefur það yfirlýsta markmið að berjast fyrir bættum aðbúnaði dýra er lítt áberandi, nánast ósýnilegt. Þrátt fyrir það eru verkefnin ærin og augljóst að áhrifarík leið til að stuðla að bættum aðbúnaði dýra er að láta í sér heyra, upplýsa almenning um aðstæður þeirra, segja frá og tala hátt. Vert er að benda á að Dýraverndarsambandið er bundið af því með lögum og setu í Dýraverndarráði að sinna þessum málaflokki af festu. Dýraverndarsamtök víða um heim beita áhrifaríkum aðferðum í baráttu sinni fyrir velferð skjólstæðinga sinna. Nýta minnstu tilefni til að koma hugsjónum sínum og baráttumálum á framfæri, láta einskis ófreistað í þágu dýra, eru fórnfúsir málsvarar. Alvöru dýraverndarsamtök þrýsta linnulaust á stjórnvöld, almenning og hagsmunaðila, upplýsa um þann mikla skaða og kvalræði sem maðurinn veldur í lífríkinu með athöfnum sínum og neysluvenjum. Hér er þessu þveröfugt farið, stjórn Dýraverndarsambands Íslands er ósýnileg. Þegir þunnu hljóði þegar brýn ástæða er til að öskra af lífs og sálar kröftum. Hvorki hósti né stuna þegar upp kemst um skelfileg níðingsverk og viðvarandi aðgerðaleysi eftirlitsaðila og yfirvalda að sinna þeim lögboðnum skyldum sínum að koma dýrum í nauðum til varnar. Á sama tíma og heimspressan upplýsir um árangursríka baráttu dýraverndarsamtaka í útlöndum, telur forysta Dýraverndarsambands Íslands óþarfa að láta í sér heyra vegna stórfelldra dýraníðsmála hér á landi. Ekkert haggar forystu sambandsins þrátt fyrir ítrekaða áeggjan félagsmanna þess.Fátt um svör Af hverju að tiltaka Dýraverndarsamband Íslands í þessu samhengi? Jú, þetta eru höfuðsamtök dýravelferðarmála hér á landi með lögbundna ábyrgð og eiga í ljósi merkrar sögu sinnar að vera áberandi og afgerandi sem málsvarar og verndarar dýra. Þess í stað er engu líkara en forysta Dýraverndarsambandsins telji hlutverk sitt vera að miðla málum, sætta andstæð sjónarmið hagsmunaaðila í dýraeldi og hugsjónafólks í eigin röðum. Á þeim örfáu fundum sem Dýraverndarsamband Íslands stendur fyrir eru fulltrúar eldisiðnaðarins einatt fyrirferðamiklir, mala þar um eigin hugðarefni óáreittir, verja purkunarlaust hagsmuni sem eru skelfilega andstæðir velferð dýra. Þegar kallað er eftir afstöðu stjórnar Dýraverndarsambandsins til tiltekinna mála, t.d. loðdýraeldis, verður fátt um svör og þá helst þau að sú iðja njóti velþóknunar sambandsins. Víðast hvar er það algjört forgangsmál dýraverndarsamtaka að berjast gegn fyrrnefndri óþurftariðju. Það er slíkri hugsjónabaráttu og engu öðru að þakka að nú þegar er loðdýraeldi aflagt í nokkrum löndum Evrópu og að settar hafa verið reglur um bættan aðbúnað eldisdýra almennt. Í þessum efnum eru Íslendingar svo sannarlega eftirbátar enda er dýraverndarstarf hér á landi í molum á meðan eldisiðnaðurinn fer sínu fram fyrirstöðulaust.Óþurftariðja Á síðastliðnum vetri bárust fréttir af óhuggulegum áformum um stóraukið loðdýraeldi hér á landi. Hingað ætluðu útlenskir loðdýraræktendur að leita skjóls með óþurftariðju sem annarstaðar er úthýst af siðferðisástæðum. Sömu fréttir sögðu frá stórkarlalegum áformum Kínverja um risaiðnað af þessu tagi á Íslandi, griðastað loðdýraræktenda sem vita að ekki þarf að óttast harða andstöðu dýraverndarsinna hér á landi. Undirritaður sendi stjórn Dýraverndarsambandsins fyrirspurn um afstöðu þess til framangreindra áforma. Svarið var rýrt: Jú, málið yrði náðarsamlegast tekið til skoðunar á næsta stjórnarfundi. Nú eru liðnir tíu mánuðir án þess að bóli á svari og stjórnin hætt að svara fyrirspurnum undirritaðs. Er stjórn Dýraverndarsambandsins virkilega ófær um að taka hreina og klára afstöðu með dýrunum? Þætti eflaust tíðindi í útlöndum ef fréttist, að stjórnarmenn hugsjónasamtaka á borð við Dýraverndarsamband Íslands hiki við að standa með skjólstæðingum sínum. Hvers vegna þessi ærandi þögn um jafn brýnt dýravelferðarmálefni sem barátta gegn loðdýraeldi er? Hvaða hagsmuni er verið að verja? Erum við eftirbátar annarra þegar taka þarf afstöðu til siðferðislegra álitamála? Er það fámennið og nálægðin?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar