Innlent

Ríkisendurskoðun einbeitir sér að stærstu ráðuneytunum

Brjánn Jónasson skrifar
Stjórnsýsluúttekt verður meðal annars gerð á sendiráðum Íslands, þar með talið sendiráði Íslands í Berlín.
Stjórnsýsluúttekt verður meðal annars gerð á sendiráðum Íslands, þar með talið sendiráði Íslands í Berlín. Fréttablaðið/Arndís

Stjórnsýsluúttektir Ríkisendurskoðunar á næsta ári munu aðallega beinast að málaflokkum sem falla undir fjögur stærstu ráðuneytin.

Fyrirhugað er að gera stjórnsýsluúttektir á Ferðamálastofu, Framkvæmdasýslu ríkisins, sendiráðum, Útlendingastofnun, sendiráðum Íslands og samningamálum ríkisins, að því er fram kemur í starfsáætlun stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar.

Markmiðið með úttektunum er að kanna meðferð og nýtingu almennafjár, og hvort hagkvæmni og skilvirkni sé gætt í rekstri stofnana og fyrirtækja ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×