Innlent

Þjófnaðir ekki færri í eitt ár

Freyr Bjarnason skrifar
Innbrotum í ökutæki og fyrirtæki fækkaði á sama tíma og innbrotum á heimili fjölgaði nokkuð.
Innbrotum í ökutæki og fyrirtæki fækkaði á sama tíma og innbrotum á heimili fjölgaði nokkuð.
Tilkynnt var um 276 þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu í nóvember, sem er fækkun þriðja mánuðinn í röð og jafnframt minnsti fjöldi þjófnaða síðustu tólf mánuði. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem var birt í gær.

Tilkynningum um þjófnaði á farsímum, eldsneyti og skráningarmerkjum fjölgaði nokkuð en á sama tíma fækkaði reiðhjólaþjófnuðum, innbrotum og þjófnuðum á ökutækjum. Tilkynningar um reiðhjólaþjófnaði hafa ekki verið færri í einum mánuði síðan í desember 2011.

Alls var tilkynnt um 57 innbrot í nóvember sem er svipaður fjöldi og síðustu tvo mánuði. Innbrotum í ökutæki og fyrirtæki fækkaði á sama tíma og innbrotum á heimili fjölgaði nokkuð. Tilkynningum um eignaspjöll fækkaði verulega á milli mánaða og voru 77 talsins í nóvember.

Skráð voru 69 ofbeldisbrot á höfuðborgarsvæðinu í nóvember sem er fækkun frá síðasta mánuði. Á sama tíma fjölgaði tilkynningum um ofbeldisbrot í miðborginni.

Skráðir hafa verið 3.887 þjófnaðir það sem af er árinu 2013, 801 innbrot, 1.149 eignaspjöll og 691 ofbeldisbrot. Umferðarslys eru 352 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×