Að dæma börn til dauða Hlynur Áskelsson skrifar 18. desember 2013 07:00 Orð okkar og gerðir lýsa innra manni. Þannig hefur Jón Kalman Stefánsson rithöfundur grein sína í Fréttablaðinu þann 11. desember síðastliðinn. Hann er ósammála Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra hvað varðar framlög Íslands til þróunarmála og kemur því skýrt til skila. Innlegg hans í umræðuna um þróunaraðstoð einkennist af mjög hvössum spurningum sem og fullyrðingum. Drepum niður í grein Jóns:Spurning 1: „Að dæma börn til dauða í Afríku svo heilbrigðiskerfið hér á Íslandi fái meiri fjármuni; er það virkilega svona sem Bjarni Benediktsson horfir á heiminn?“Spurning 2: „Geta þeir [þingmenn stjórnarflokkanna] samþykkt tillögu Bjarna Benediktssonar, farið síðan heim, horft kinnroðalaust í augu barna sinna – vitandi það að þeir hafi verið að samþykkja ef ekki dauðadóm yfir börnum í fjarlægum löndum, þá þverrandi möguleika þeirra til að eignast mannsæmandi líf?“Fullyrðing 1: „Það er sama hvaða mælikvarða við notum: ekkert getur réttlætt það að gjalda jáyrði sitt við þessum niðurskurði.“Fullyrðing 2: „Og það er ekki góðmennska að skera niður framlög til þróunarmála. Það er ekki leiðin að betri heimi. Það er eitthvað allt annað. Það er eiginlega andstæða þess, það er kuldi sem er hugsanlega annað orð yfir grimmd; það er háskalegur skortur á sæmdartilfinningu.“ Hvernig Jón Kalman stillir upp orðum sínum og horfir á heiminn er eitthvað sem hann vegur og metur sjálfur. En þessi nálgun á þróunaraðstoð er svo órafjarri þeirri sem erlendir sérfræðingar, sem láta sig málið varða, halda á lofti. Einn af þeim er George Ayittey en hann er hagfræðiprófessor ættaður frá Ghana og er ófeiminn við að viðra skoðanir sínar á stjórnmálum í Afríku. Honum hefur orðið tíðrætt um þróunaraðstoð Afríku til handa þar sem hann líkir álfunni við betlara sem réttir fram götótta skál og þiggur ölmusu. Götin í skálinni eru orsök spillingar sem kostað hafa þessa fátæku heimsálfu milljarða á milljarða ofan í glötuðu fé. George Ayittey spyr: Hvert er forgangsatriðið? Á að laga lekann eða halda áfram að hella í götótta skál? Hann leggur það til að laga lekann. Það sjái hvert grunnskólabarn í hendi sér. Annað sé hrein vitleysa. Það er fróðlegt að kynna sér skoðanir heimamanna á þeirra eigin vandamálum. Þeirra sýn skarast oftar en ekki við utanaðkomandi lausnir. Samtal þeirra og orðfæri er á tíðum svo miklu málefnalegra, faglegra og gáfulegra heldur en sú orðræða sem berst manni til eyrna og augna hér á landi. Getum við ekki vandað okkur meira? Yrði okkur ekki sómi að því? Orð okkar og gerðir lýsa innri manni og því hvernig við horfum á heiminn. Í lokin vil ég benda á upplýsandi heimasíðu fyrir þá sem vilja kynna sér hugmyndir um þróunaraðstoð (http://www.povertycure.org/). Þar leggur málsmetandi fólk sem starfar í eldlínunni lóð sitt á vogarskálarnar til að færa umræðuna um fátækt til betri vegar. Svo er George Ayittey flottur fyrirlesari og mikill hugsuður sem ég mæli með að Jón Kalman Stefánsson og Bjarni Benediktsson gúgli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Orð okkar og gerðir lýsa innra manni. Þannig hefur Jón Kalman Stefánsson rithöfundur grein sína í Fréttablaðinu þann 11. desember síðastliðinn. Hann er ósammála Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra hvað varðar framlög Íslands til þróunarmála og kemur því skýrt til skila. Innlegg hans í umræðuna um þróunaraðstoð einkennist af mjög hvössum spurningum sem og fullyrðingum. Drepum niður í grein Jóns:Spurning 1: „Að dæma börn til dauða í Afríku svo heilbrigðiskerfið hér á Íslandi fái meiri fjármuni; er það virkilega svona sem Bjarni Benediktsson horfir á heiminn?“Spurning 2: „Geta þeir [þingmenn stjórnarflokkanna] samþykkt tillögu Bjarna Benediktssonar, farið síðan heim, horft kinnroðalaust í augu barna sinna – vitandi það að þeir hafi verið að samþykkja ef ekki dauðadóm yfir börnum í fjarlægum löndum, þá þverrandi möguleika þeirra til að eignast mannsæmandi líf?“Fullyrðing 1: „Það er sama hvaða mælikvarða við notum: ekkert getur réttlætt það að gjalda jáyrði sitt við þessum niðurskurði.“Fullyrðing 2: „Og það er ekki góðmennska að skera niður framlög til þróunarmála. Það er ekki leiðin að betri heimi. Það er eitthvað allt annað. Það er eiginlega andstæða þess, það er kuldi sem er hugsanlega annað orð yfir grimmd; það er háskalegur skortur á sæmdartilfinningu.“ Hvernig Jón Kalman stillir upp orðum sínum og horfir á heiminn er eitthvað sem hann vegur og metur sjálfur. En þessi nálgun á þróunaraðstoð er svo órafjarri þeirri sem erlendir sérfræðingar, sem láta sig málið varða, halda á lofti. Einn af þeim er George Ayittey en hann er hagfræðiprófessor ættaður frá Ghana og er ófeiminn við að viðra skoðanir sínar á stjórnmálum í Afríku. Honum hefur orðið tíðrætt um þróunaraðstoð Afríku til handa þar sem hann líkir álfunni við betlara sem réttir fram götótta skál og þiggur ölmusu. Götin í skálinni eru orsök spillingar sem kostað hafa þessa fátæku heimsálfu milljarða á milljarða ofan í glötuðu fé. George Ayittey spyr: Hvert er forgangsatriðið? Á að laga lekann eða halda áfram að hella í götótta skál? Hann leggur það til að laga lekann. Það sjái hvert grunnskólabarn í hendi sér. Annað sé hrein vitleysa. Það er fróðlegt að kynna sér skoðanir heimamanna á þeirra eigin vandamálum. Þeirra sýn skarast oftar en ekki við utanaðkomandi lausnir. Samtal þeirra og orðfæri er á tíðum svo miklu málefnalegra, faglegra og gáfulegra heldur en sú orðræða sem berst manni til eyrna og augna hér á landi. Getum við ekki vandað okkur meira? Yrði okkur ekki sómi að því? Orð okkar og gerðir lýsa innri manni og því hvernig við horfum á heiminn. Í lokin vil ég benda á upplýsandi heimasíðu fyrir þá sem vilja kynna sér hugmyndir um þróunaraðstoð (http://www.povertycure.org/). Þar leggur málsmetandi fólk sem starfar í eldlínunni lóð sitt á vogarskálarnar til að færa umræðuna um fátækt til betri vegar. Svo er George Ayittey flottur fyrirlesari og mikill hugsuður sem ég mæli með að Jón Kalman Stefánsson og Bjarni Benediktsson gúgli.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar