Takk fyrir að standa með kristinni trú Sigurður Ragnarsson skrifar 17. desember 2013 07:00 Mig langar að þakka Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, fyrir að sýna mikið hugrekki með því að standa með kristinni trú í ræðu sinni á síðasta kirkjuþingi. Sumir þeirra sem aðhyllast ekki kristna trú hafa lýst yfir vanþóknun á orðum innanríkisráðherra. Það er í raun ótrúlegt að þurfa að verja kristna trú og kristin gildi því samfélag okkar byggir á þeim. Kirkjan vinnur mikilvægt starf og þjónar okkur í blíðu og stríðu, enda ein af meginstoðum samfélags okkar. En sumir sem trúa ekki innihaldi Biblíunnar vilja hafa hlutina öðruvísi og vilja breyta samfélaginu þannig að það fjarlægist kristin gildi. Ég fagna innilega orðum Hönnu Birnu vegna þess að hún er greinilega ekki sama sinnis. Mér fannst hún hitta margoft naglann á höfuðið í ræðu sinni en langar sérstaklega að minnast á orð hennar: „Kærleikurinn er kjarninn í kristinni trú og með kærleikann að leiðarljósi stígum við mörg skref í átt að betra samfélagi.“ Umburðarlyndi er dyggð og við þurfum að umbera hvert annað. Við erum ólíkir einstaklingar og höfum misjafnar skoðanir. Við verðum að fá að velja og vera frjáls. Trúfrelsi er hluti af því að leyfa fólki að velja og hafa sínar skoðanir. En að fara fram á að t.d. úthýsa kristinni trú og kristnum gildum, hvort heldur er úr skólum eða banna með öðrum hætti er of langt gengið. Við erum kristið samfélag og kristin trú er samofin menningu okkar og þjóðarsál. Þeir sem vilja iðka kristna trú eiga rétt á því, alveg eins og þeir sem vilja iðka aðra trú eða enga trúa eiga rétt á því. Hanna Birna vitnar í sr. Sigurbjörn heitinn Einarsson biskup í ræðu sinni sem sagði eitt sinn í samtali við hana og vinahóp hennar, aðspurður um hvað Guð væri fyrir honum: „Guð er allt hið góða sem birtist í gjörðum Jesú Krists.“ Kærleikurinn er kjarninn í kristinni trú og Jesú Kristur sýndi með boðskap sínum og gjörðum þennan kærleika. Við þurfum að virða kristnar rætur okkar sem og skoðun meirihluta þjóðarinnar, sem er jú kristin. En við þurfum líka að þakka fyrir hvað kirkjan og kristin trúfélög og þjónar hennar hafa gert fyrir okkur. Við þurfum að vera á varðbergi og verja okkar trúarlega jarðveg og rækta hann. Það að standa vörð um kristna trú stuðlar að meiri kærleika og hjálpar okkur að byggja upp enn betra og sanngjarnara samfélag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, þakka þér kærlega fyrir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að þakka Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, fyrir að sýna mikið hugrekki með því að standa með kristinni trú í ræðu sinni á síðasta kirkjuþingi. Sumir þeirra sem aðhyllast ekki kristna trú hafa lýst yfir vanþóknun á orðum innanríkisráðherra. Það er í raun ótrúlegt að þurfa að verja kristna trú og kristin gildi því samfélag okkar byggir á þeim. Kirkjan vinnur mikilvægt starf og þjónar okkur í blíðu og stríðu, enda ein af meginstoðum samfélags okkar. En sumir sem trúa ekki innihaldi Biblíunnar vilja hafa hlutina öðruvísi og vilja breyta samfélaginu þannig að það fjarlægist kristin gildi. Ég fagna innilega orðum Hönnu Birnu vegna þess að hún er greinilega ekki sama sinnis. Mér fannst hún hitta margoft naglann á höfuðið í ræðu sinni en langar sérstaklega að minnast á orð hennar: „Kærleikurinn er kjarninn í kristinni trú og með kærleikann að leiðarljósi stígum við mörg skref í átt að betra samfélagi.“ Umburðarlyndi er dyggð og við þurfum að umbera hvert annað. Við erum ólíkir einstaklingar og höfum misjafnar skoðanir. Við verðum að fá að velja og vera frjáls. Trúfrelsi er hluti af því að leyfa fólki að velja og hafa sínar skoðanir. En að fara fram á að t.d. úthýsa kristinni trú og kristnum gildum, hvort heldur er úr skólum eða banna með öðrum hætti er of langt gengið. Við erum kristið samfélag og kristin trú er samofin menningu okkar og þjóðarsál. Þeir sem vilja iðka kristna trú eiga rétt á því, alveg eins og þeir sem vilja iðka aðra trú eða enga trúa eiga rétt á því. Hanna Birna vitnar í sr. Sigurbjörn heitinn Einarsson biskup í ræðu sinni sem sagði eitt sinn í samtali við hana og vinahóp hennar, aðspurður um hvað Guð væri fyrir honum: „Guð er allt hið góða sem birtist í gjörðum Jesú Krists.“ Kærleikurinn er kjarninn í kristinni trú og Jesú Kristur sýndi með boðskap sínum og gjörðum þennan kærleika. Við þurfum að virða kristnar rætur okkar sem og skoðun meirihluta þjóðarinnar, sem er jú kristin. En við þurfum líka að þakka fyrir hvað kirkjan og kristin trúfélög og þjónar hennar hafa gert fyrir okkur. Við þurfum að vera á varðbergi og verja okkar trúarlega jarðveg og rækta hann. Það að standa vörð um kristna trú stuðlar að meiri kærleika og hjálpar okkur að byggja upp enn betra og sanngjarnara samfélag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, þakka þér kærlega fyrir!
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar