Takk fyrir að standa með kristinni trú Sigurður Ragnarsson skrifar 17. desember 2013 07:00 Mig langar að þakka Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, fyrir að sýna mikið hugrekki með því að standa með kristinni trú í ræðu sinni á síðasta kirkjuþingi. Sumir þeirra sem aðhyllast ekki kristna trú hafa lýst yfir vanþóknun á orðum innanríkisráðherra. Það er í raun ótrúlegt að þurfa að verja kristna trú og kristin gildi því samfélag okkar byggir á þeim. Kirkjan vinnur mikilvægt starf og þjónar okkur í blíðu og stríðu, enda ein af meginstoðum samfélags okkar. En sumir sem trúa ekki innihaldi Biblíunnar vilja hafa hlutina öðruvísi og vilja breyta samfélaginu þannig að það fjarlægist kristin gildi. Ég fagna innilega orðum Hönnu Birnu vegna þess að hún er greinilega ekki sama sinnis. Mér fannst hún hitta margoft naglann á höfuðið í ræðu sinni en langar sérstaklega að minnast á orð hennar: „Kærleikurinn er kjarninn í kristinni trú og með kærleikann að leiðarljósi stígum við mörg skref í átt að betra samfélagi.“ Umburðarlyndi er dyggð og við þurfum að umbera hvert annað. Við erum ólíkir einstaklingar og höfum misjafnar skoðanir. Við verðum að fá að velja og vera frjáls. Trúfrelsi er hluti af því að leyfa fólki að velja og hafa sínar skoðanir. En að fara fram á að t.d. úthýsa kristinni trú og kristnum gildum, hvort heldur er úr skólum eða banna með öðrum hætti er of langt gengið. Við erum kristið samfélag og kristin trú er samofin menningu okkar og þjóðarsál. Þeir sem vilja iðka kristna trú eiga rétt á því, alveg eins og þeir sem vilja iðka aðra trú eða enga trúa eiga rétt á því. Hanna Birna vitnar í sr. Sigurbjörn heitinn Einarsson biskup í ræðu sinni sem sagði eitt sinn í samtali við hana og vinahóp hennar, aðspurður um hvað Guð væri fyrir honum: „Guð er allt hið góða sem birtist í gjörðum Jesú Krists.“ Kærleikurinn er kjarninn í kristinni trú og Jesú Kristur sýndi með boðskap sínum og gjörðum þennan kærleika. Við þurfum að virða kristnar rætur okkar sem og skoðun meirihluta þjóðarinnar, sem er jú kristin. En við þurfum líka að þakka fyrir hvað kirkjan og kristin trúfélög og þjónar hennar hafa gert fyrir okkur. Við þurfum að vera á varðbergi og verja okkar trúarlega jarðveg og rækta hann. Það að standa vörð um kristna trú stuðlar að meiri kærleika og hjálpar okkur að byggja upp enn betra og sanngjarnara samfélag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, þakka þér kærlega fyrir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Mig langar að þakka Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, fyrir að sýna mikið hugrekki með því að standa með kristinni trú í ræðu sinni á síðasta kirkjuþingi. Sumir þeirra sem aðhyllast ekki kristna trú hafa lýst yfir vanþóknun á orðum innanríkisráðherra. Það er í raun ótrúlegt að þurfa að verja kristna trú og kristin gildi því samfélag okkar byggir á þeim. Kirkjan vinnur mikilvægt starf og þjónar okkur í blíðu og stríðu, enda ein af meginstoðum samfélags okkar. En sumir sem trúa ekki innihaldi Biblíunnar vilja hafa hlutina öðruvísi og vilja breyta samfélaginu þannig að það fjarlægist kristin gildi. Ég fagna innilega orðum Hönnu Birnu vegna þess að hún er greinilega ekki sama sinnis. Mér fannst hún hitta margoft naglann á höfuðið í ræðu sinni en langar sérstaklega að minnast á orð hennar: „Kærleikurinn er kjarninn í kristinni trú og með kærleikann að leiðarljósi stígum við mörg skref í átt að betra samfélagi.“ Umburðarlyndi er dyggð og við þurfum að umbera hvert annað. Við erum ólíkir einstaklingar og höfum misjafnar skoðanir. Við verðum að fá að velja og vera frjáls. Trúfrelsi er hluti af því að leyfa fólki að velja og hafa sínar skoðanir. En að fara fram á að t.d. úthýsa kristinni trú og kristnum gildum, hvort heldur er úr skólum eða banna með öðrum hætti er of langt gengið. Við erum kristið samfélag og kristin trú er samofin menningu okkar og þjóðarsál. Þeir sem vilja iðka kristna trú eiga rétt á því, alveg eins og þeir sem vilja iðka aðra trú eða enga trúa eiga rétt á því. Hanna Birna vitnar í sr. Sigurbjörn heitinn Einarsson biskup í ræðu sinni sem sagði eitt sinn í samtali við hana og vinahóp hennar, aðspurður um hvað Guð væri fyrir honum: „Guð er allt hið góða sem birtist í gjörðum Jesú Krists.“ Kærleikurinn er kjarninn í kristinni trú og Jesú Kristur sýndi með boðskap sínum og gjörðum þennan kærleika. Við þurfum að virða kristnar rætur okkar sem og skoðun meirihluta þjóðarinnar, sem er jú kristin. En við þurfum líka að þakka fyrir hvað kirkjan og kristin trúfélög og þjónar hennar hafa gert fyrir okkur. Við þurfum að vera á varðbergi og verja okkar trúarlega jarðveg og rækta hann. Það að standa vörð um kristna trú stuðlar að meiri kærleika og hjálpar okkur að byggja upp enn betra og sanngjarnara samfélag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, þakka þér kærlega fyrir!
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar