Eru undanskot frá skatti stundum liðin? Elías Ólafsson skrifar 14. desember 2013 07:00 Stundum heyrist í fjölmiðlum að ýmis fyrirtæki og einstaklingar séu sótt til saka fyrir undanskot frá sköttum. Við skattalagabrotum eru þung viðurlög í formi hárra sekta og jafnvel fangelsisvistar. Þessi lög gilda líka um opinbera aðila eins og Reykjavíkurborg og önnur sveitafélög. Allir eru jafnir fyrir lögunum eða er ekki svo? Fyrir um það bil sex árum hóf Gámaþjónustan að bjóða íbúum Reykjavíkur upp á Endurvinnslutunnuna en í hana má setja sjö flokka endurvinnsluefna. Tunnan er síðan losuð á fjögurra vikna fresti. Fyrir það greiða notendur fast gjald auk virðisaukaskatts. Nokkrum misserum síðar hóf Reykjavíkurborg að bjóða upp á bláa tunnu fyrir pappír og fleira og innheimti fyrir þjónustuna með hækkuðum fasteignagjöldum og var enginn virðisaukaskattur lagður á. Gámaþjónustan benti yfirvöldum samkeppnismála á þetta en ekkert var aðhafst á þeim tíma. Fyrir tæpum tveimur árum vakti Gámaþjónustan aftur máls á þessu, nú í bréfi til Ríkisskattstjóra. Í svari Ríkisskattstjóra frá í október sl. segir m.a.: „…fellur söfnun sveitarfélaga á efni til endurvinnslu undir skattskyldusvið laga nr. 50/1988, þegar sveitarfélög inna þjónustuna sjálf af hendi og teljast vera í samkeppni við atvinnufyrirtæki. Af því tilefni ritaði ríkisskattstjóri bréf dags. 27. september 2013, þar sem Reykjavíkurborg er greint frá framangreindri niðurstöðu ríkisskattstjóra varðandi virðisaukaskattskyldu umræddrar starfsemi.“Viðbrögð borgarinnar Hver skyldu viðbrögð Reykjavíkurborgar vera við þessu bréfi Ríkisskattstjóra? Þau koma líklega best fram í nýlegri fjárhagsáætlun Reykjavíkur hvað varðar sorphirðugjöld. Í fyrra hækkaði almennt sorphirðugjald Reykjavíkurborgar um 14% en þjónustugjald fyrir blátunnu lækkaði um 12%. Nú á almennt sorphirðugjald að hækka um næstum því 10% samkvæmt fjárhagsáætlun enda engin samkeppni þar á ferðinni en gjald fyrir blátunnu á enn að lækka um 2%. Ekki benda þessi viðbrögð til þess að hefja eigi innheimtu á virðisaukaskatti af þessari þjónustu í bráð þrátt fyrir bréf Ríkisskattstjóra nema þetta sé bara „taxfree tilboð Reykjavíkurborgar“. Skilaboð Reykjavíkurborgar eru skýr: Áfram skal haldið að útrýma öllum samkeppnisaðilum og frumkvöðlum þessarar þjónustu af markaði. Gámaþjónustan hefur um skeið sótt um starfsleyfi til Reykjavíkurborgar til að auka þjónustu við heimili í Reykjavík. Þar er um að ræða sérstaka söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi til jarðgerðar. Umsóknum hefur ítrekað verið hafnað og ýmsu borið við og er sumt af því tæplega svara vert eða hafandi eftir svo fjarstæðukennt er það. Reykjavíkurborg er samkeppnisaðili Gámaþjónustunnar á sumum sviðum þjónustu við borgarbúa eins og að framan greinir. Er ekki svolítið einkennilegt að fyrirtækið þurfi að sæta því að sækja um starfsleyfi til samkeppnisaðila síns? Í Rómaveldi var einhvern tíma spurt: „Hver á að gæta varðanna?“ (Quis custodiet ipsos custodes?). Spurningin á svo sannarlega enn við. Er eðlilegt að sömu embættismenn gefi út starfsleyfi til fyrirtækja en séu um leið starfsmenn aðila sem keppa á sama markaði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum heyrist í fjölmiðlum að ýmis fyrirtæki og einstaklingar séu sótt til saka fyrir undanskot frá sköttum. Við skattalagabrotum eru þung viðurlög í formi hárra sekta og jafnvel fangelsisvistar. Þessi lög gilda líka um opinbera aðila eins og Reykjavíkurborg og önnur sveitafélög. Allir eru jafnir fyrir lögunum eða er ekki svo? Fyrir um það bil sex árum hóf Gámaþjónustan að bjóða íbúum Reykjavíkur upp á Endurvinnslutunnuna en í hana má setja sjö flokka endurvinnsluefna. Tunnan er síðan losuð á fjögurra vikna fresti. Fyrir það greiða notendur fast gjald auk virðisaukaskatts. Nokkrum misserum síðar hóf Reykjavíkurborg að bjóða upp á bláa tunnu fyrir pappír og fleira og innheimti fyrir þjónustuna með hækkuðum fasteignagjöldum og var enginn virðisaukaskattur lagður á. Gámaþjónustan benti yfirvöldum samkeppnismála á þetta en ekkert var aðhafst á þeim tíma. Fyrir tæpum tveimur árum vakti Gámaþjónustan aftur máls á þessu, nú í bréfi til Ríkisskattstjóra. Í svari Ríkisskattstjóra frá í október sl. segir m.a.: „…fellur söfnun sveitarfélaga á efni til endurvinnslu undir skattskyldusvið laga nr. 50/1988, þegar sveitarfélög inna þjónustuna sjálf af hendi og teljast vera í samkeppni við atvinnufyrirtæki. Af því tilefni ritaði ríkisskattstjóri bréf dags. 27. september 2013, þar sem Reykjavíkurborg er greint frá framangreindri niðurstöðu ríkisskattstjóra varðandi virðisaukaskattskyldu umræddrar starfsemi.“Viðbrögð borgarinnar Hver skyldu viðbrögð Reykjavíkurborgar vera við þessu bréfi Ríkisskattstjóra? Þau koma líklega best fram í nýlegri fjárhagsáætlun Reykjavíkur hvað varðar sorphirðugjöld. Í fyrra hækkaði almennt sorphirðugjald Reykjavíkurborgar um 14% en þjónustugjald fyrir blátunnu lækkaði um 12%. Nú á almennt sorphirðugjald að hækka um næstum því 10% samkvæmt fjárhagsáætlun enda engin samkeppni þar á ferðinni en gjald fyrir blátunnu á enn að lækka um 2%. Ekki benda þessi viðbrögð til þess að hefja eigi innheimtu á virðisaukaskatti af þessari þjónustu í bráð þrátt fyrir bréf Ríkisskattstjóra nema þetta sé bara „taxfree tilboð Reykjavíkurborgar“. Skilaboð Reykjavíkurborgar eru skýr: Áfram skal haldið að útrýma öllum samkeppnisaðilum og frumkvöðlum þessarar þjónustu af markaði. Gámaþjónustan hefur um skeið sótt um starfsleyfi til Reykjavíkurborgar til að auka þjónustu við heimili í Reykjavík. Þar er um að ræða sérstaka söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi til jarðgerðar. Umsóknum hefur ítrekað verið hafnað og ýmsu borið við og er sumt af því tæplega svara vert eða hafandi eftir svo fjarstæðukennt er það. Reykjavíkurborg er samkeppnisaðili Gámaþjónustunnar á sumum sviðum þjónustu við borgarbúa eins og að framan greinir. Er ekki svolítið einkennilegt að fyrirtækið þurfi að sæta því að sækja um starfsleyfi til samkeppnisaðila síns? Í Rómaveldi var einhvern tíma spurt: „Hver á að gæta varðanna?“ (Quis custodiet ipsos custodes?). Spurningin á svo sannarlega enn við. Er eðlilegt að sömu embættismenn gefi út starfsleyfi til fyrirtækja en séu um leið starfsmenn aðila sem keppa á sama markaði?
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun