Eru undanskot frá skatti stundum liðin? Elías Ólafsson skrifar 14. desember 2013 07:00 Stundum heyrist í fjölmiðlum að ýmis fyrirtæki og einstaklingar séu sótt til saka fyrir undanskot frá sköttum. Við skattalagabrotum eru þung viðurlög í formi hárra sekta og jafnvel fangelsisvistar. Þessi lög gilda líka um opinbera aðila eins og Reykjavíkurborg og önnur sveitafélög. Allir eru jafnir fyrir lögunum eða er ekki svo? Fyrir um það bil sex árum hóf Gámaþjónustan að bjóða íbúum Reykjavíkur upp á Endurvinnslutunnuna en í hana má setja sjö flokka endurvinnsluefna. Tunnan er síðan losuð á fjögurra vikna fresti. Fyrir það greiða notendur fast gjald auk virðisaukaskatts. Nokkrum misserum síðar hóf Reykjavíkurborg að bjóða upp á bláa tunnu fyrir pappír og fleira og innheimti fyrir þjónustuna með hækkuðum fasteignagjöldum og var enginn virðisaukaskattur lagður á. Gámaþjónustan benti yfirvöldum samkeppnismála á þetta en ekkert var aðhafst á þeim tíma. Fyrir tæpum tveimur árum vakti Gámaþjónustan aftur máls á þessu, nú í bréfi til Ríkisskattstjóra. Í svari Ríkisskattstjóra frá í október sl. segir m.a.: „…fellur söfnun sveitarfélaga á efni til endurvinnslu undir skattskyldusvið laga nr. 50/1988, þegar sveitarfélög inna þjónustuna sjálf af hendi og teljast vera í samkeppni við atvinnufyrirtæki. Af því tilefni ritaði ríkisskattstjóri bréf dags. 27. september 2013, þar sem Reykjavíkurborg er greint frá framangreindri niðurstöðu ríkisskattstjóra varðandi virðisaukaskattskyldu umræddrar starfsemi.“Viðbrögð borgarinnar Hver skyldu viðbrögð Reykjavíkurborgar vera við þessu bréfi Ríkisskattstjóra? Þau koma líklega best fram í nýlegri fjárhagsáætlun Reykjavíkur hvað varðar sorphirðugjöld. Í fyrra hækkaði almennt sorphirðugjald Reykjavíkurborgar um 14% en þjónustugjald fyrir blátunnu lækkaði um 12%. Nú á almennt sorphirðugjald að hækka um næstum því 10% samkvæmt fjárhagsáætlun enda engin samkeppni þar á ferðinni en gjald fyrir blátunnu á enn að lækka um 2%. Ekki benda þessi viðbrögð til þess að hefja eigi innheimtu á virðisaukaskatti af þessari þjónustu í bráð þrátt fyrir bréf Ríkisskattstjóra nema þetta sé bara „taxfree tilboð Reykjavíkurborgar“. Skilaboð Reykjavíkurborgar eru skýr: Áfram skal haldið að útrýma öllum samkeppnisaðilum og frumkvöðlum þessarar þjónustu af markaði. Gámaþjónustan hefur um skeið sótt um starfsleyfi til Reykjavíkurborgar til að auka þjónustu við heimili í Reykjavík. Þar er um að ræða sérstaka söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi til jarðgerðar. Umsóknum hefur ítrekað verið hafnað og ýmsu borið við og er sumt af því tæplega svara vert eða hafandi eftir svo fjarstæðukennt er það. Reykjavíkurborg er samkeppnisaðili Gámaþjónustunnar á sumum sviðum þjónustu við borgarbúa eins og að framan greinir. Er ekki svolítið einkennilegt að fyrirtækið þurfi að sæta því að sækja um starfsleyfi til samkeppnisaðila síns? Í Rómaveldi var einhvern tíma spurt: „Hver á að gæta varðanna?“ (Quis custodiet ipsos custodes?). Spurningin á svo sannarlega enn við. Er eðlilegt að sömu embættismenn gefi út starfsleyfi til fyrirtækja en séu um leið starfsmenn aðila sem keppa á sama markaði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir Skoðun Halldór 22.03.2025 Halldór Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng Skoðun Skoðun Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra skrifar Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Stundum heyrist í fjölmiðlum að ýmis fyrirtæki og einstaklingar séu sótt til saka fyrir undanskot frá sköttum. Við skattalagabrotum eru þung viðurlög í formi hárra sekta og jafnvel fangelsisvistar. Þessi lög gilda líka um opinbera aðila eins og Reykjavíkurborg og önnur sveitafélög. Allir eru jafnir fyrir lögunum eða er ekki svo? Fyrir um það bil sex árum hóf Gámaþjónustan að bjóða íbúum Reykjavíkur upp á Endurvinnslutunnuna en í hana má setja sjö flokka endurvinnsluefna. Tunnan er síðan losuð á fjögurra vikna fresti. Fyrir það greiða notendur fast gjald auk virðisaukaskatts. Nokkrum misserum síðar hóf Reykjavíkurborg að bjóða upp á bláa tunnu fyrir pappír og fleira og innheimti fyrir þjónustuna með hækkuðum fasteignagjöldum og var enginn virðisaukaskattur lagður á. Gámaþjónustan benti yfirvöldum samkeppnismála á þetta en ekkert var aðhafst á þeim tíma. Fyrir tæpum tveimur árum vakti Gámaþjónustan aftur máls á þessu, nú í bréfi til Ríkisskattstjóra. Í svari Ríkisskattstjóra frá í október sl. segir m.a.: „…fellur söfnun sveitarfélaga á efni til endurvinnslu undir skattskyldusvið laga nr. 50/1988, þegar sveitarfélög inna þjónustuna sjálf af hendi og teljast vera í samkeppni við atvinnufyrirtæki. Af því tilefni ritaði ríkisskattstjóri bréf dags. 27. september 2013, þar sem Reykjavíkurborg er greint frá framangreindri niðurstöðu ríkisskattstjóra varðandi virðisaukaskattskyldu umræddrar starfsemi.“Viðbrögð borgarinnar Hver skyldu viðbrögð Reykjavíkurborgar vera við þessu bréfi Ríkisskattstjóra? Þau koma líklega best fram í nýlegri fjárhagsáætlun Reykjavíkur hvað varðar sorphirðugjöld. Í fyrra hækkaði almennt sorphirðugjald Reykjavíkurborgar um 14% en þjónustugjald fyrir blátunnu lækkaði um 12%. Nú á almennt sorphirðugjald að hækka um næstum því 10% samkvæmt fjárhagsáætlun enda engin samkeppni þar á ferðinni en gjald fyrir blátunnu á enn að lækka um 2%. Ekki benda þessi viðbrögð til þess að hefja eigi innheimtu á virðisaukaskatti af þessari þjónustu í bráð þrátt fyrir bréf Ríkisskattstjóra nema þetta sé bara „taxfree tilboð Reykjavíkurborgar“. Skilaboð Reykjavíkurborgar eru skýr: Áfram skal haldið að útrýma öllum samkeppnisaðilum og frumkvöðlum þessarar þjónustu af markaði. Gámaþjónustan hefur um skeið sótt um starfsleyfi til Reykjavíkurborgar til að auka þjónustu við heimili í Reykjavík. Þar er um að ræða sérstaka söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi til jarðgerðar. Umsóknum hefur ítrekað verið hafnað og ýmsu borið við og er sumt af því tæplega svara vert eða hafandi eftir svo fjarstæðukennt er það. Reykjavíkurborg er samkeppnisaðili Gámaþjónustunnar á sumum sviðum þjónustu við borgarbúa eins og að framan greinir. Er ekki svolítið einkennilegt að fyrirtækið þurfi að sæta því að sækja um starfsleyfi til samkeppnisaðila síns? Í Rómaveldi var einhvern tíma spurt: „Hver á að gæta varðanna?“ (Quis custodiet ipsos custodes?). Spurningin á svo sannarlega enn við. Er eðlilegt að sömu embættismenn gefi út starfsleyfi til fyrirtækja en séu um leið starfsmenn aðila sem keppa á sama markaði?
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar
Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar