Eru undanskot frá skatti stundum liðin? Elías Ólafsson skrifar 14. desember 2013 07:00 Stundum heyrist í fjölmiðlum að ýmis fyrirtæki og einstaklingar séu sótt til saka fyrir undanskot frá sköttum. Við skattalagabrotum eru þung viðurlög í formi hárra sekta og jafnvel fangelsisvistar. Þessi lög gilda líka um opinbera aðila eins og Reykjavíkurborg og önnur sveitafélög. Allir eru jafnir fyrir lögunum eða er ekki svo? Fyrir um það bil sex árum hóf Gámaþjónustan að bjóða íbúum Reykjavíkur upp á Endurvinnslutunnuna en í hana má setja sjö flokka endurvinnsluefna. Tunnan er síðan losuð á fjögurra vikna fresti. Fyrir það greiða notendur fast gjald auk virðisaukaskatts. Nokkrum misserum síðar hóf Reykjavíkurborg að bjóða upp á bláa tunnu fyrir pappír og fleira og innheimti fyrir þjónustuna með hækkuðum fasteignagjöldum og var enginn virðisaukaskattur lagður á. Gámaþjónustan benti yfirvöldum samkeppnismála á þetta en ekkert var aðhafst á þeim tíma. Fyrir tæpum tveimur árum vakti Gámaþjónustan aftur máls á þessu, nú í bréfi til Ríkisskattstjóra. Í svari Ríkisskattstjóra frá í október sl. segir m.a.: „…fellur söfnun sveitarfélaga á efni til endurvinnslu undir skattskyldusvið laga nr. 50/1988, þegar sveitarfélög inna þjónustuna sjálf af hendi og teljast vera í samkeppni við atvinnufyrirtæki. Af því tilefni ritaði ríkisskattstjóri bréf dags. 27. september 2013, þar sem Reykjavíkurborg er greint frá framangreindri niðurstöðu ríkisskattstjóra varðandi virðisaukaskattskyldu umræddrar starfsemi.“Viðbrögð borgarinnar Hver skyldu viðbrögð Reykjavíkurborgar vera við þessu bréfi Ríkisskattstjóra? Þau koma líklega best fram í nýlegri fjárhagsáætlun Reykjavíkur hvað varðar sorphirðugjöld. Í fyrra hækkaði almennt sorphirðugjald Reykjavíkurborgar um 14% en þjónustugjald fyrir blátunnu lækkaði um 12%. Nú á almennt sorphirðugjald að hækka um næstum því 10% samkvæmt fjárhagsáætlun enda engin samkeppni þar á ferðinni en gjald fyrir blátunnu á enn að lækka um 2%. Ekki benda þessi viðbrögð til þess að hefja eigi innheimtu á virðisaukaskatti af þessari þjónustu í bráð þrátt fyrir bréf Ríkisskattstjóra nema þetta sé bara „taxfree tilboð Reykjavíkurborgar“. Skilaboð Reykjavíkurborgar eru skýr: Áfram skal haldið að útrýma öllum samkeppnisaðilum og frumkvöðlum þessarar þjónustu af markaði. Gámaþjónustan hefur um skeið sótt um starfsleyfi til Reykjavíkurborgar til að auka þjónustu við heimili í Reykjavík. Þar er um að ræða sérstaka söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi til jarðgerðar. Umsóknum hefur ítrekað verið hafnað og ýmsu borið við og er sumt af því tæplega svara vert eða hafandi eftir svo fjarstæðukennt er það. Reykjavíkurborg er samkeppnisaðili Gámaþjónustunnar á sumum sviðum þjónustu við borgarbúa eins og að framan greinir. Er ekki svolítið einkennilegt að fyrirtækið þurfi að sæta því að sækja um starfsleyfi til samkeppnisaðila síns? Í Rómaveldi var einhvern tíma spurt: „Hver á að gæta varðanna?“ (Quis custodiet ipsos custodes?). Spurningin á svo sannarlega enn við. Er eðlilegt að sömu embættismenn gefi út starfsleyfi til fyrirtækja en séu um leið starfsmenn aðila sem keppa á sama markaði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Stundum heyrist í fjölmiðlum að ýmis fyrirtæki og einstaklingar séu sótt til saka fyrir undanskot frá sköttum. Við skattalagabrotum eru þung viðurlög í formi hárra sekta og jafnvel fangelsisvistar. Þessi lög gilda líka um opinbera aðila eins og Reykjavíkurborg og önnur sveitafélög. Allir eru jafnir fyrir lögunum eða er ekki svo? Fyrir um það bil sex árum hóf Gámaþjónustan að bjóða íbúum Reykjavíkur upp á Endurvinnslutunnuna en í hana má setja sjö flokka endurvinnsluefna. Tunnan er síðan losuð á fjögurra vikna fresti. Fyrir það greiða notendur fast gjald auk virðisaukaskatts. Nokkrum misserum síðar hóf Reykjavíkurborg að bjóða upp á bláa tunnu fyrir pappír og fleira og innheimti fyrir þjónustuna með hækkuðum fasteignagjöldum og var enginn virðisaukaskattur lagður á. Gámaþjónustan benti yfirvöldum samkeppnismála á þetta en ekkert var aðhafst á þeim tíma. Fyrir tæpum tveimur árum vakti Gámaþjónustan aftur máls á þessu, nú í bréfi til Ríkisskattstjóra. Í svari Ríkisskattstjóra frá í október sl. segir m.a.: „…fellur söfnun sveitarfélaga á efni til endurvinnslu undir skattskyldusvið laga nr. 50/1988, þegar sveitarfélög inna þjónustuna sjálf af hendi og teljast vera í samkeppni við atvinnufyrirtæki. Af því tilefni ritaði ríkisskattstjóri bréf dags. 27. september 2013, þar sem Reykjavíkurborg er greint frá framangreindri niðurstöðu ríkisskattstjóra varðandi virðisaukaskattskyldu umræddrar starfsemi.“Viðbrögð borgarinnar Hver skyldu viðbrögð Reykjavíkurborgar vera við þessu bréfi Ríkisskattstjóra? Þau koma líklega best fram í nýlegri fjárhagsáætlun Reykjavíkur hvað varðar sorphirðugjöld. Í fyrra hækkaði almennt sorphirðugjald Reykjavíkurborgar um 14% en þjónustugjald fyrir blátunnu lækkaði um 12%. Nú á almennt sorphirðugjald að hækka um næstum því 10% samkvæmt fjárhagsáætlun enda engin samkeppni þar á ferðinni en gjald fyrir blátunnu á enn að lækka um 2%. Ekki benda þessi viðbrögð til þess að hefja eigi innheimtu á virðisaukaskatti af þessari þjónustu í bráð þrátt fyrir bréf Ríkisskattstjóra nema þetta sé bara „taxfree tilboð Reykjavíkurborgar“. Skilaboð Reykjavíkurborgar eru skýr: Áfram skal haldið að útrýma öllum samkeppnisaðilum og frumkvöðlum þessarar þjónustu af markaði. Gámaþjónustan hefur um skeið sótt um starfsleyfi til Reykjavíkurborgar til að auka þjónustu við heimili í Reykjavík. Þar er um að ræða sérstaka söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi til jarðgerðar. Umsóknum hefur ítrekað verið hafnað og ýmsu borið við og er sumt af því tæplega svara vert eða hafandi eftir svo fjarstæðukennt er það. Reykjavíkurborg er samkeppnisaðili Gámaþjónustunnar á sumum sviðum þjónustu við borgarbúa eins og að framan greinir. Er ekki svolítið einkennilegt að fyrirtækið þurfi að sæta því að sækja um starfsleyfi til samkeppnisaðila síns? Í Rómaveldi var einhvern tíma spurt: „Hver á að gæta varðanna?“ (Quis custodiet ipsos custodes?). Spurningin á svo sannarlega enn við. Er eðlilegt að sömu embættismenn gefi út starfsleyfi til fyrirtækja en séu um leið starfsmenn aðila sem keppa á sama markaði?
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun