Eru undanskot frá skatti stundum liðin? Elías Ólafsson skrifar 14. desember 2013 07:00 Stundum heyrist í fjölmiðlum að ýmis fyrirtæki og einstaklingar séu sótt til saka fyrir undanskot frá sköttum. Við skattalagabrotum eru þung viðurlög í formi hárra sekta og jafnvel fangelsisvistar. Þessi lög gilda líka um opinbera aðila eins og Reykjavíkurborg og önnur sveitafélög. Allir eru jafnir fyrir lögunum eða er ekki svo? Fyrir um það bil sex árum hóf Gámaþjónustan að bjóða íbúum Reykjavíkur upp á Endurvinnslutunnuna en í hana má setja sjö flokka endurvinnsluefna. Tunnan er síðan losuð á fjögurra vikna fresti. Fyrir það greiða notendur fast gjald auk virðisaukaskatts. Nokkrum misserum síðar hóf Reykjavíkurborg að bjóða upp á bláa tunnu fyrir pappír og fleira og innheimti fyrir þjónustuna með hækkuðum fasteignagjöldum og var enginn virðisaukaskattur lagður á. Gámaþjónustan benti yfirvöldum samkeppnismála á þetta en ekkert var aðhafst á þeim tíma. Fyrir tæpum tveimur árum vakti Gámaþjónustan aftur máls á þessu, nú í bréfi til Ríkisskattstjóra. Í svari Ríkisskattstjóra frá í október sl. segir m.a.: „…fellur söfnun sveitarfélaga á efni til endurvinnslu undir skattskyldusvið laga nr. 50/1988, þegar sveitarfélög inna þjónustuna sjálf af hendi og teljast vera í samkeppni við atvinnufyrirtæki. Af því tilefni ritaði ríkisskattstjóri bréf dags. 27. september 2013, þar sem Reykjavíkurborg er greint frá framangreindri niðurstöðu ríkisskattstjóra varðandi virðisaukaskattskyldu umræddrar starfsemi.“Viðbrögð borgarinnar Hver skyldu viðbrögð Reykjavíkurborgar vera við þessu bréfi Ríkisskattstjóra? Þau koma líklega best fram í nýlegri fjárhagsáætlun Reykjavíkur hvað varðar sorphirðugjöld. Í fyrra hækkaði almennt sorphirðugjald Reykjavíkurborgar um 14% en þjónustugjald fyrir blátunnu lækkaði um 12%. Nú á almennt sorphirðugjald að hækka um næstum því 10% samkvæmt fjárhagsáætlun enda engin samkeppni þar á ferðinni en gjald fyrir blátunnu á enn að lækka um 2%. Ekki benda þessi viðbrögð til þess að hefja eigi innheimtu á virðisaukaskatti af þessari þjónustu í bráð þrátt fyrir bréf Ríkisskattstjóra nema þetta sé bara „taxfree tilboð Reykjavíkurborgar“. Skilaboð Reykjavíkurborgar eru skýr: Áfram skal haldið að útrýma öllum samkeppnisaðilum og frumkvöðlum þessarar þjónustu af markaði. Gámaþjónustan hefur um skeið sótt um starfsleyfi til Reykjavíkurborgar til að auka þjónustu við heimili í Reykjavík. Þar er um að ræða sérstaka söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi til jarðgerðar. Umsóknum hefur ítrekað verið hafnað og ýmsu borið við og er sumt af því tæplega svara vert eða hafandi eftir svo fjarstæðukennt er það. Reykjavíkurborg er samkeppnisaðili Gámaþjónustunnar á sumum sviðum þjónustu við borgarbúa eins og að framan greinir. Er ekki svolítið einkennilegt að fyrirtækið þurfi að sæta því að sækja um starfsleyfi til samkeppnisaðila síns? Í Rómaveldi var einhvern tíma spurt: „Hver á að gæta varðanna?“ (Quis custodiet ipsos custodes?). Spurningin á svo sannarlega enn við. Er eðlilegt að sömu embættismenn gefi út starfsleyfi til fyrirtækja en séu um leið starfsmenn aðila sem keppa á sama markaði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Stundum heyrist í fjölmiðlum að ýmis fyrirtæki og einstaklingar séu sótt til saka fyrir undanskot frá sköttum. Við skattalagabrotum eru þung viðurlög í formi hárra sekta og jafnvel fangelsisvistar. Þessi lög gilda líka um opinbera aðila eins og Reykjavíkurborg og önnur sveitafélög. Allir eru jafnir fyrir lögunum eða er ekki svo? Fyrir um það bil sex árum hóf Gámaþjónustan að bjóða íbúum Reykjavíkur upp á Endurvinnslutunnuna en í hana má setja sjö flokka endurvinnsluefna. Tunnan er síðan losuð á fjögurra vikna fresti. Fyrir það greiða notendur fast gjald auk virðisaukaskatts. Nokkrum misserum síðar hóf Reykjavíkurborg að bjóða upp á bláa tunnu fyrir pappír og fleira og innheimti fyrir þjónustuna með hækkuðum fasteignagjöldum og var enginn virðisaukaskattur lagður á. Gámaþjónustan benti yfirvöldum samkeppnismála á þetta en ekkert var aðhafst á þeim tíma. Fyrir tæpum tveimur árum vakti Gámaþjónustan aftur máls á þessu, nú í bréfi til Ríkisskattstjóra. Í svari Ríkisskattstjóra frá í október sl. segir m.a.: „…fellur söfnun sveitarfélaga á efni til endurvinnslu undir skattskyldusvið laga nr. 50/1988, þegar sveitarfélög inna þjónustuna sjálf af hendi og teljast vera í samkeppni við atvinnufyrirtæki. Af því tilefni ritaði ríkisskattstjóri bréf dags. 27. september 2013, þar sem Reykjavíkurborg er greint frá framangreindri niðurstöðu ríkisskattstjóra varðandi virðisaukaskattskyldu umræddrar starfsemi.“Viðbrögð borgarinnar Hver skyldu viðbrögð Reykjavíkurborgar vera við þessu bréfi Ríkisskattstjóra? Þau koma líklega best fram í nýlegri fjárhagsáætlun Reykjavíkur hvað varðar sorphirðugjöld. Í fyrra hækkaði almennt sorphirðugjald Reykjavíkurborgar um 14% en þjónustugjald fyrir blátunnu lækkaði um 12%. Nú á almennt sorphirðugjald að hækka um næstum því 10% samkvæmt fjárhagsáætlun enda engin samkeppni þar á ferðinni en gjald fyrir blátunnu á enn að lækka um 2%. Ekki benda þessi viðbrögð til þess að hefja eigi innheimtu á virðisaukaskatti af þessari þjónustu í bráð þrátt fyrir bréf Ríkisskattstjóra nema þetta sé bara „taxfree tilboð Reykjavíkurborgar“. Skilaboð Reykjavíkurborgar eru skýr: Áfram skal haldið að útrýma öllum samkeppnisaðilum og frumkvöðlum þessarar þjónustu af markaði. Gámaþjónustan hefur um skeið sótt um starfsleyfi til Reykjavíkurborgar til að auka þjónustu við heimili í Reykjavík. Þar er um að ræða sérstaka söfnun á lífrænum eldhúsúrgangi til jarðgerðar. Umsóknum hefur ítrekað verið hafnað og ýmsu borið við og er sumt af því tæplega svara vert eða hafandi eftir svo fjarstæðukennt er það. Reykjavíkurborg er samkeppnisaðili Gámaþjónustunnar á sumum sviðum þjónustu við borgarbúa eins og að framan greinir. Er ekki svolítið einkennilegt að fyrirtækið þurfi að sæta því að sækja um starfsleyfi til samkeppnisaðila síns? Í Rómaveldi var einhvern tíma spurt: „Hver á að gæta varðanna?“ (Quis custodiet ipsos custodes?). Spurningin á svo sannarlega enn við. Er eðlilegt að sömu embættismenn gefi út starfsleyfi til fyrirtækja en séu um leið starfsmenn aðila sem keppa á sama markaði?
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun