Verjum aukinn hlut kvenna í bæjar- og sveitarstjórnum Eygló Harðardóttir skrifar 11. desember 2013 06:00 Um þessar mundir standa allar Norðurlandaþjóðirnar á þeim merku tímamótum að öld er liðin frá því að konur fengu fyrst kosningarétt og kjörgengi til jafns við karla. Við Íslendingar fögnum þessum tímamótum árið 2015. Jafn kosningaréttur og kjörgengi kynja var einn mikilvægasti áfangi lýðræðisþróunar okkar. Þessi réttur felur í sér þau grundvallarmannréttindi að geta haft áhrif og hann endurspeglar sýn okkar á réttlætis- og jafnréttismál. Við Íslendingar viljum halda myndarlega upp á 100 ára afmæli kosningaréttar og nýta tímamótin til að horfa um öxl og ígrunda hvernig þær miklu breytingar sem orðið hafa á sviði jafnréttismála hafa átt sér stað. Við eigum og þurfum að kortleggja þátttöku kvenna í stjórnmálum og greina þá áhrifaþætti sem skýrt geta kynjaskekkjuna sem enn birtist okkur á vettvangi stjórnmálanna. Hér á landi eru konur nú um 40% kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstiginu og á Alþingi þar sem þær urðu mest tæplega 43% þingmanna eftir kosningarnar 2009. Áður hafði hlutfall kvenna farið hæst í 35 af hundraði árið 1999. Hlutur kvenna í stjórnmálum hefur vaxið hægt hér á landi og er nú í fyrsta skipti sambærilegur við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Líta ber á þennan árangur sem áfangasigur í átt að því markmiði að ná sem jöfnustu hlutfalli kynja meðal kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Höfum hugfast að þessi árangur hefur ekki náðst af sjálfu sér heldur er hann afrakstur rúmlega 100 ára þrotlausrar baráttu kvenna fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Við vitum af reynslu að við þurfum að halda vöku okkar til að ekki verði bakslag og við eigum að stefna að jöfnum hlut kynjanna þar sem ákvarðanir eru teknar. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þurfum við að minna á að það er ekki nóg að konum hafi fjölgað á framboðslistum stjórnmálaflokka þegar þeim fækkar hlutfallslega eftir því sem ofar dregur á framboðslistum. Ef markmið okkar er jafnt hlutfall kynja meðal kjörinna fulltrúa þurfa konur að vera til jafns við karla í forystusætunum. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum skipuðu karlar fyrsta sæti á 139 framboðslistum (75%) á meðan konur skipuðu fyrsta sæti á 46 (25%) framboðslistum. Ábyrgð flokkanna Stjórnmálaflokkarnir bera hér mesta ábyrgð. Þeir þurfa að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur og jafna hlut kynja enn frekar við stjórn málefna nærsamfélagsins. Það er staðreynd að konur staldra skemur við í stjórnum bæjar- og sveitarfélaga en eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar var hlutfall nýkjörinna sveitarstjórnarkvenna af heildarfjölda kjörinna kvenna 13% hærra en sama hlutfall meðal karla. Þetta er sterk vísbending um að konur staldra skemur við en karlar í sveitarstjórnum en ástæður þessa má rekja til ýmissa þátta sem hafa töluvert með hefðbundið starfsumhverfi sveitarstjórna og viðhorf samfélagsins til hlutverka kynjanna bæði innan og utan stjórnmálaflokka að gera. Hefðbundnar hugmyndir um hlutverk kynjanna endurspeglast m.a. í nefndaskipan á sveitarstjórnarstiginu þar sem karlar sinna einkum skipulagsmálum og konur velferðarmálum. Byggðamál þarf að skipuleggja með jafnréttissjónarmið í huga. Stjórnun á vettvangi bæjar- og sveitarstjórnarmála felur í sér mikilvæga þjónustu við almenning, karla og konur. Stefnumótun, umræða og ákvarðanataka um byggðaþróun, skipulagsmál og velferð íbúa sveitarfélaganna á að vera viðfangsefni beggja kynja. Búseta, atvinna og nýsköpun um allt land verða ekki tryggð nema með virkri þátttöku kvenna sem vilja störf sem hæfa háu menntunarstigi þeirra. Þannig er jafn hlutur kvenna og karla þar sem ákvarðanir eru teknar ekki eingöngu réttlætismál heldur efnahagsleg nauðsyn fyrir byggðirnar í landinu. Sem ráðherra jafnréttismála hvet ég konur til þátttöku í stjórnmálum og mótun nærsamfélags okkar. Ég höfða einnig til ábyrgðar stjórnmálaflokkanna því vilji þeirra til að fjölga konum í stjórnmálum og sérstaklega í forystusætum framboðslista er afgerandi. Til að vekja máls á mikilvægi jafnrar þátttöku kvenna og karla í sveitarstjórunum eftir komandi sveitarstjórnarkosningar hef ég í samstarfi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og nýskipaða framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna boðað til fundar með forystu stjórnmálaflokkanna og forsvarsmönnum kvennahreyfinga þeirra. Ég vona að sá fundur færi okkur nær markmiðinu um jafnan hlut kvenna og karla í íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir standa allar Norðurlandaþjóðirnar á þeim merku tímamótum að öld er liðin frá því að konur fengu fyrst kosningarétt og kjörgengi til jafns við karla. Við Íslendingar fögnum þessum tímamótum árið 2015. Jafn kosningaréttur og kjörgengi kynja var einn mikilvægasti áfangi lýðræðisþróunar okkar. Þessi réttur felur í sér þau grundvallarmannréttindi að geta haft áhrif og hann endurspeglar sýn okkar á réttlætis- og jafnréttismál. Við Íslendingar viljum halda myndarlega upp á 100 ára afmæli kosningaréttar og nýta tímamótin til að horfa um öxl og ígrunda hvernig þær miklu breytingar sem orðið hafa á sviði jafnréttismála hafa átt sér stað. Við eigum og þurfum að kortleggja þátttöku kvenna í stjórnmálum og greina þá áhrifaþætti sem skýrt geta kynjaskekkjuna sem enn birtist okkur á vettvangi stjórnmálanna. Hér á landi eru konur nú um 40% kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstiginu og á Alþingi þar sem þær urðu mest tæplega 43% þingmanna eftir kosningarnar 2009. Áður hafði hlutfall kvenna farið hæst í 35 af hundraði árið 1999. Hlutur kvenna í stjórnmálum hefur vaxið hægt hér á landi og er nú í fyrsta skipti sambærilegur við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndunum. Líta ber á þennan árangur sem áfangasigur í átt að því markmiði að ná sem jöfnustu hlutfalli kynja meðal kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Höfum hugfast að þessi árangur hefur ekki náðst af sjálfu sér heldur er hann afrakstur rúmlega 100 ára þrotlausrar baráttu kvenna fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Við vitum af reynslu að við þurfum að halda vöku okkar til að ekki verði bakslag og við eigum að stefna að jöfnum hlut kynjanna þar sem ákvarðanir eru teknar. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þurfum við að minna á að það er ekki nóg að konum hafi fjölgað á framboðslistum stjórnmálaflokka þegar þeim fækkar hlutfallslega eftir því sem ofar dregur á framboðslistum. Ef markmið okkar er jafnt hlutfall kynja meðal kjörinna fulltrúa þurfa konur að vera til jafns við karla í forystusætunum. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum skipuðu karlar fyrsta sæti á 139 framboðslistum (75%) á meðan konur skipuðu fyrsta sæti á 46 (25%) framboðslistum. Ábyrgð flokkanna Stjórnmálaflokkarnir bera hér mesta ábyrgð. Þeir þurfa að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur og jafna hlut kynja enn frekar við stjórn málefna nærsamfélagsins. Það er staðreynd að konur staldra skemur við í stjórnum bæjar- og sveitarfélaga en eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar var hlutfall nýkjörinna sveitarstjórnarkvenna af heildarfjölda kjörinna kvenna 13% hærra en sama hlutfall meðal karla. Þetta er sterk vísbending um að konur staldra skemur við en karlar í sveitarstjórnum en ástæður þessa má rekja til ýmissa þátta sem hafa töluvert með hefðbundið starfsumhverfi sveitarstjórna og viðhorf samfélagsins til hlutverka kynjanna bæði innan og utan stjórnmálaflokka að gera. Hefðbundnar hugmyndir um hlutverk kynjanna endurspeglast m.a. í nefndaskipan á sveitarstjórnarstiginu þar sem karlar sinna einkum skipulagsmálum og konur velferðarmálum. Byggðamál þarf að skipuleggja með jafnréttissjónarmið í huga. Stjórnun á vettvangi bæjar- og sveitarstjórnarmála felur í sér mikilvæga þjónustu við almenning, karla og konur. Stefnumótun, umræða og ákvarðanataka um byggðaþróun, skipulagsmál og velferð íbúa sveitarfélaganna á að vera viðfangsefni beggja kynja. Búseta, atvinna og nýsköpun um allt land verða ekki tryggð nema með virkri þátttöku kvenna sem vilja störf sem hæfa háu menntunarstigi þeirra. Þannig er jafn hlutur kvenna og karla þar sem ákvarðanir eru teknar ekki eingöngu réttlætismál heldur efnahagsleg nauðsyn fyrir byggðirnar í landinu. Sem ráðherra jafnréttismála hvet ég konur til þátttöku í stjórnmálum og mótun nærsamfélags okkar. Ég höfða einnig til ábyrgðar stjórnmálaflokkanna því vilji þeirra til að fjölga konum í stjórnmálum og sérstaklega í forystusætum framboðslista er afgerandi. Til að vekja máls á mikilvægi jafnrar þátttöku kvenna og karla í sveitarstjórunum eftir komandi sveitarstjórnarkosningar hef ég í samstarfi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og nýskipaða framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna boðað til fundar með forystu stjórnmálaflokkanna og forsvarsmönnum kvennahreyfinga þeirra. Ég vona að sá fundur færi okkur nær markmiðinu um jafnan hlut kvenna og karla í íslenskum stjórnmálum.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar