Lífið

Trúður í felum

Þetta er önnur plata söngkonunnar og lagasmiðsins.
Þetta er önnur plata söngkonunnar og lagasmiðsins. Mynd/Óskar Pétur Friðriksson
Söngvarinn og baráttukonan Stella Hauks gaf út aðra plötu sína á dögunum en hún ber nafnið Trúður í felum. Stella fer þar um víðan völl og gerir að sögn upp viðburðaríka ævi sína.

„Þetta er svona yfirferð yfir lífið,“ segir Stella sem vakið hefur athygli fyrir opinskáa og hreinskilna textasmíð.

„Nafnið Trúður í felum er tilvísun í það að vera miðaldra kona í samfélaginu,“ segir hún um heiti plötunnar, sem er jafnframt heiti eins laga hennar. „Það er svolítið þannig að maður gengur um bæinn og finnur að maður er bara ekki á sama tíma og aðrir.“

Söngkonan neitar því ekki að hún sé farin að finna svolítið fyrir árunum og hefur hún glímt við veikindi undanfarið.

„Það bara fylgir aldrinum,“ segir Stella sem er astmasjúklingur.

Stella kláraði plötuna á æskuslóðum sínum í Vestmannaeyjum, en þangað flutti hún aftur nýlega. Platan var unnin með hjálp nokkurra þekktra tónlistarmanna, en meðal þeirra má nefna Andreu Gylfadóttur og Tómas Tómasson úr Stuðmönnum. Hún segir það koma sér mjög vel að hafa svona hæfileikaríka kunningja innan handar.

„Þetta eru bara vinir mínir,“ segir Stella. „Ég hefði nú ekki gert neitt án þeirra.“

Fyrri plata Stellu kom út árið 1999 og bar einfaldlega nafnið Stella. Á þeirri plötu söng Stella á áhrifaríkan átt um samkynhneigð sína og var trúbadorstíl hennar líkt við tónlist Hauks Torfasonar og Bubba Morthens.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.