Naumhyggja í leikskólanum, ofgnótt heima…eða öfugt Fanný Heimisdóttir skrifar 3. desember 2013 06:00 Það er athyglisvert hversu margt fjársterkt fólk virðist aðhyllast Hjallastefnuna. Á nýlegri mynd frá stjórnarfundi stefnunnar má sjá nokkra gamla víkinga, fulltrúa í stjórn. Margrét Pála er sterkur foringi og hefur haslað sér völl sem leiðtogi um skólamál og uppeldi hér og jafnvel erlendis. Eitt af því sem mjög einkennir Hjallastefnuna er ákveðin naumhyggja; efniviður er af skornum skammti en áhersla á félagsleg samskipti sem er líka meginstef í Aðalnámskrá leikskóla (2011). Margrét Pála er höfundur Hjallastefnunnar og hefur m.a. búið til sérstakt orðfæri sem notað er í Hjallaskólum og af þeim sem aðhyllast þessi fræði. Margt af því er býsna gott en annað virðist mér fela í sér sterkt valdboð, tryggja hlýðni og hóphegðun frekar en að ýta undir sjálfstæða hugsun. Ég velti fyrir mér hvort víkingar sæki í þessa stefnu sem ákveðna aflausn og fái möguleika á að „kjarna sig“ í skjóli hennar. Þessar vangaveltur urðu innblástur að þessum skrifum þó að hvorki víkingar né Hjallastefna sé hér aðalatriði heldur er þetta ákall um aukið fé til efniskaupa fyrir leikskólabörn svo við megum stuðla að víðsýni og eflingu barna en ekki síst jöfnun.Jöfnun uppeldisskilyrða Í lögum um leikskóla kom áður fram að markmið leikskólastarfs væri m.a. að jafna uppeldisskilyrði barna, „að stuðla að umburðarlyndi og víðsýni barna og jafna uppeldisaðstöðu þeirra í hvívetna“ (1994). Þessi áhersla um jöfnun skilaði sér m.a. inn í Aðalnámskrá leikskóla með þeim hætti að talað var um að aðgengi barna að tölvum í leikskóla skyldi tryggja jöfnuð því „aðeins hluti barna hefur aðgang að tölvu á heimili sínu“ (1999). Leikskólasamfélögum var þá ætlað að tryggja öllum börnum ákveðið tölvulæsi. Þessi áhersla um jöfnuð féll út í nýjum lögum um leikskóla og eftir stendur setningin „að stuðla að víðsýni barna og efla siðferðisvitund þeirra“ (2008). Þetta er miður því við þurfum að gæta að jöfnuði, tryggja öllum börnum ákveðið ríkidæmi sem sumir hafa völ á heima en aðrir ekki. Í skólum tryggir samfélagið sér samskipti við þegna sína frá unga aldri. Þar leiðum við saman börn frá heimilum þar sem ofgnótt er af öllu; hljóðfæri, bækur, tölvur, kubbar, bílar, dúkkur, málverk, sérhönnuð húsgögn, stækkunargler, sjónaukar, grasflatir, ljósaborð, utanlandsferðir, sumarbústaðir…svo margt að það verður sérstök aðgerð að „kjarna sig“ í framboðinu. Önnur börn eiga minna og hafa ekki þann lágmarksaðgang sem æskilegt getur talist til náms og örvunar.Leikur krefst leikefnis Leikur er mikilvægasta námsleið barna (Aðalnámskrá leikskóla, 2011). Eins og við tölum um bóknám má líka tala um leiknám. Góðar bækur hvetja til hugsunar og ýta undir nám, bækur opna okkur víddir sem við missum annars af; öflugt leikefni styður börn í samleik, ýtir undir hugsun og þekkingarsköpun. Leikur barna með gott leikefni getur tryggt þeim færni í samvinnu, þekkingu og nám. Leikefni á ekki að koma í staðinn fyrir kennara en félagsleg samskipti þurfa efnislegan stuðning og það er viðurkennt í bóknámi en þarf aukna viðurkenningu í leiknámi. Í núverandi fjárhagsáætlun borgarinnar er gert ráð fyrir u.þ.b. 35 þúsund krónum til efniskaupa fyrir hverja leikskóladeild árlega. Þetta er lág upphæð og margt sem verður „ekki í boði“. Barnabók kostar nokkur þúsund krónur, góð alfræðibók kostar meira, litir, perlur og pappír kostar. Kubbar, sem styðja við formskyn, stærðfræði og hugtakaþekkingu ásamt margs konar úrvinnslu og samvinnu, kosta nokkur hundruð þúsund. Mottur, sem afmarka leik, kosta, hillur, sem styðja við aðgengi, kosta, efniviður til sköpunar eyðist og kostar því mikið. Leikefni gengur úr sér við notkun margra barna og eðlileg endurnýjun er stöðugt nauðsynleg.Rjátl með leikefni eða öflugt leiknám Við þurfum fjölbreytt leikefni fyrir leikskólabörnin okkar og það þarf að áætla fjármagn til þess. Öflugt umhverfi er stuðningur við félagslegt nám. Stundum er talað um efnislegt umhverfi sem „þriðja kennarann“, þá eru hinn eiginlegi kennari og barnið, hinir tveir og þessir þrír kennarar skapa þekkingu saman, kenna og nema í samspili. Við þurfum að tryggja börnum bestu aðstæður og leiknám í leikskólunum. Þeir sem kjósa naumhyggju eiga völ á að skapa sér hana heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Það er athyglisvert hversu margt fjársterkt fólk virðist aðhyllast Hjallastefnuna. Á nýlegri mynd frá stjórnarfundi stefnunnar má sjá nokkra gamla víkinga, fulltrúa í stjórn. Margrét Pála er sterkur foringi og hefur haslað sér völl sem leiðtogi um skólamál og uppeldi hér og jafnvel erlendis. Eitt af því sem mjög einkennir Hjallastefnuna er ákveðin naumhyggja; efniviður er af skornum skammti en áhersla á félagsleg samskipti sem er líka meginstef í Aðalnámskrá leikskóla (2011). Margrét Pála er höfundur Hjallastefnunnar og hefur m.a. búið til sérstakt orðfæri sem notað er í Hjallaskólum og af þeim sem aðhyllast þessi fræði. Margt af því er býsna gott en annað virðist mér fela í sér sterkt valdboð, tryggja hlýðni og hóphegðun frekar en að ýta undir sjálfstæða hugsun. Ég velti fyrir mér hvort víkingar sæki í þessa stefnu sem ákveðna aflausn og fái möguleika á að „kjarna sig“ í skjóli hennar. Þessar vangaveltur urðu innblástur að þessum skrifum þó að hvorki víkingar né Hjallastefna sé hér aðalatriði heldur er þetta ákall um aukið fé til efniskaupa fyrir leikskólabörn svo við megum stuðla að víðsýni og eflingu barna en ekki síst jöfnun.Jöfnun uppeldisskilyrða Í lögum um leikskóla kom áður fram að markmið leikskólastarfs væri m.a. að jafna uppeldisskilyrði barna, „að stuðla að umburðarlyndi og víðsýni barna og jafna uppeldisaðstöðu þeirra í hvívetna“ (1994). Þessi áhersla um jöfnun skilaði sér m.a. inn í Aðalnámskrá leikskóla með þeim hætti að talað var um að aðgengi barna að tölvum í leikskóla skyldi tryggja jöfnuð því „aðeins hluti barna hefur aðgang að tölvu á heimili sínu“ (1999). Leikskólasamfélögum var þá ætlað að tryggja öllum börnum ákveðið tölvulæsi. Þessi áhersla um jöfnuð féll út í nýjum lögum um leikskóla og eftir stendur setningin „að stuðla að víðsýni barna og efla siðferðisvitund þeirra“ (2008). Þetta er miður því við þurfum að gæta að jöfnuði, tryggja öllum börnum ákveðið ríkidæmi sem sumir hafa völ á heima en aðrir ekki. Í skólum tryggir samfélagið sér samskipti við þegna sína frá unga aldri. Þar leiðum við saman börn frá heimilum þar sem ofgnótt er af öllu; hljóðfæri, bækur, tölvur, kubbar, bílar, dúkkur, málverk, sérhönnuð húsgögn, stækkunargler, sjónaukar, grasflatir, ljósaborð, utanlandsferðir, sumarbústaðir…svo margt að það verður sérstök aðgerð að „kjarna sig“ í framboðinu. Önnur börn eiga minna og hafa ekki þann lágmarksaðgang sem æskilegt getur talist til náms og örvunar.Leikur krefst leikefnis Leikur er mikilvægasta námsleið barna (Aðalnámskrá leikskóla, 2011). Eins og við tölum um bóknám má líka tala um leiknám. Góðar bækur hvetja til hugsunar og ýta undir nám, bækur opna okkur víddir sem við missum annars af; öflugt leikefni styður börn í samleik, ýtir undir hugsun og þekkingarsköpun. Leikur barna með gott leikefni getur tryggt þeim færni í samvinnu, þekkingu og nám. Leikefni á ekki að koma í staðinn fyrir kennara en félagsleg samskipti þurfa efnislegan stuðning og það er viðurkennt í bóknámi en þarf aukna viðurkenningu í leiknámi. Í núverandi fjárhagsáætlun borgarinnar er gert ráð fyrir u.þ.b. 35 þúsund krónum til efniskaupa fyrir hverja leikskóladeild árlega. Þetta er lág upphæð og margt sem verður „ekki í boði“. Barnabók kostar nokkur þúsund krónur, góð alfræðibók kostar meira, litir, perlur og pappír kostar. Kubbar, sem styðja við formskyn, stærðfræði og hugtakaþekkingu ásamt margs konar úrvinnslu og samvinnu, kosta nokkur hundruð þúsund. Mottur, sem afmarka leik, kosta, hillur, sem styðja við aðgengi, kosta, efniviður til sköpunar eyðist og kostar því mikið. Leikefni gengur úr sér við notkun margra barna og eðlileg endurnýjun er stöðugt nauðsynleg.Rjátl með leikefni eða öflugt leiknám Við þurfum fjölbreytt leikefni fyrir leikskólabörnin okkar og það þarf að áætla fjármagn til þess. Öflugt umhverfi er stuðningur við félagslegt nám. Stundum er talað um efnislegt umhverfi sem „þriðja kennarann“, þá eru hinn eiginlegi kennari og barnið, hinir tveir og þessir þrír kennarar skapa þekkingu saman, kenna og nema í samspili. Við þurfum að tryggja börnum bestu aðstæður og leiknám í leikskólunum. Þeir sem kjósa naumhyggju eiga völ á að skapa sér hana heima.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun