Lífið

Íslensk netverslun í útrás til Finnlands

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Rakel Sævarsdóttir.
Rakel Sævarsdóttir. Fréttablaðið/Vilhelm
„Þetta er metnaðarfullur, rafrænn vettvangur þar sem íslenskir hönnuðir fá tækifæri til þess að sýna og selja vörur sínar. Smart netverslun með íslenska hönnun. Mér fannst einfaldlega vanta metnaðarfullan vettvang fyrir íslenska hönnuði þar sem þeir geta sýnt og auðvitað selt vörurnar sínar,“ segir Rakel Sævarsdóttir. Hún byrjaði að vinna að netversluninni Kaupstaður.is snemma árs 2012 og fékk Aldísi Maríu Valdimarsdóttur í lið með sér í október sama ár.

„Upprunalega kom hugmyndin að Kaupstað í framhaldsnámi mínu en þá ákvað ég að stofna rafrænan vettvang fyrir myndlist, hönnun og handverk. Ég byrjaði að þróa myndlistarvettvanginn og árið 2010 opnaði Muses.is, en þar eru upprennandi listamenn að sýna og selja verk sín. Snemma árs 2012 var ég orðin eirðarlaus og gat ekki beðið lengur svo ég hætti í launuðu dagvinnunni sem ég var í og hellti mér á fullu í undirbúningsvinnu fyrir Kaupstað,“ segir Rakel en Kaupstaður.is var opnaður 6. júní síðastliðinn. Viðtökurnar hafa verið framar björtustu vonum og stefna þær stöllur á útrás til Finnlands.

„Við erum byrjaðar að láta þýða Kaupstað yfir á finnsku. Á næsta ári munum við einbeita okkur að kynningu í Finnlandi. Aldís bjó þar um árabil og hefur sterkt tengslanet á hönnunarsviðinu þar. Við teljum okkur eiga góða möguleika þar sem mætti segja að Finnar séu hálfgerð hönnunarþjóð sem hefur áhuga á Íslandi og íslenskri menningu,“ segir Rakel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.