Lífið

Opin búð á Kex í kvöld

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ghostigital opnar Andefnabúð í kvöld.
Ghostigital opnar Andefnabúð í kvöld.
Andefnabúðin er titill á safndisk með alls kyns andefni sem ekki hefur ratað inn á stúdíóplötur hljómsveitarinnar Ghostigital.

Andefnabúðin er full af skemmtilegu góðgæti, eins og „remixum,“ samstarfsverkefnum og einstæðum og einstökum villilömbum. Tónlist Ghostigital er skoðuð frá annarri hlið í fjörugum endurhljóðblöndunum helstu danshljómsveita landsins og forvitnileg samstarfsverkefni dregin í sviðsljósið.

„Stundum eru þetta „remix“ af okkar lögum eftir aðra listamenn á borð við Gus Gus og Captain Fufanu, eða „remix“ eftir okkur af lögum eftir aðra eins og Björk. Svo er slatti af samstarfsverkefnum, líkt og með Sóleyju og Skúla Sverrissyni,“ segir Curver Thoroddsen meðlimur sveitarinnar.

Síðastliðin ellefu ár hefur Ghostigital heillað, hrellt og hrist upp í íslensku tónlistarlífi með afdráttarlausri og uppátækjasamri tónlist sinni. Herlegheitin hefjast með glæsibrag klukkan 21.00 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.