Lífið

Fer á svið með skoskum þjóðlagahetjum

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Benni kemur fram í Skotlandi.
Benni kemur fram í Skotlandi. Fréttablaðið/GVA
Benedikt Hermannsson, forsprakki sveitarinnar Benni Hemm Hemm, spilar á stórri tónlistarhátíð í Skotlandi, sem heitir Celtic Connection og fer fram í janúar.

„Á hátíðinni er þjóðlagatónlistarþema og munum við spila með þekktum skoskum þjóðlagahetjum,“ segir Benedikt.

Nóg er um að vera hjá Benedikt og félögum, en sveitin sendir nú frá sér sína fimmtu plötu sem ber titilinn Eliminate the Evil Relive the Good Times. Platan er tekin upp í Skotlandi.

„Við tókum þetta upp í pínulitlu hljóðveri í Glasgow. Þetta er öðru vísi en hinar plöturnar sem við höfum gert, aðeins þyngra, aðeins meira myrkur yfir þessu,“ segir Benedikt. Platan var tekin upp á segulband, sem er óvanalegt. „Þetta er allt öðru vísi. Maður getur ekki tekið hverja línu upp oft og skeytt því saman. Maður þarf að gera þetta almennilega,“ útskýrir Benedikt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.