Inni í mér berjast tískudrottningin og græni hippinn Marín Manda skrifar 29. nóvember 2013 09:36 Myndir/ Hildur Maria Valgardsdottir Eva Dögg er upprennandi hönnuður með stóra drauma. Hún hefur búið í Danmörku um tíu ára skeið og segist elska litla samfélagið sem hún býr í á Nørrebro.Hún lærði fatahönnun og tækifærin hafa komið henni skemmtilega á óvart undanfarin ár. Lífið ræddi við Evu Dögg um verslunina Ampersand, skólínuna sem hún hannaði fyrir Shoe the Bear og umhverfisvitund sem stundum er erfitt að samhæfa tískuheiminum. Hvaða drauma áttir þú sem lítil stelpa? „Mig hefur alltaf langað að vera fatahönnuður, síðan ég man eftir mér. Auðvitað átti ég mér einhver tímabil þar sem ég þráði að verða fræg leikkona í Hollywood, príma ballerína og söngkona, en fatahönnun og allt henni tengt hefur alltaf staðið upp úr. Frá því að ég man eftir mér hef ég verið sjúk í tískublöð og safnað mér fyrir þeim. Fyrst Seventeen og svo Vogue. Svo settist ég niður, tók glósur úr þeim og merkti þau öll með „post its“, bara til að vera með allt á hreinu. Móðuramma mín var alveg einstaklega skapandi og hæfileikarík kona og mamma og systur hennar erfðu það frá henni. Fríður, móðursystir mín, er fatahönnuður og dóttir hennar, Hrönn, er það einnig. Ég hef alltaf litið alveg gríðarlega upp til þeirra, alveg síðan ég man eftir mér. Allt sem þær gerðu var svo spennandi og að koma heim til þeirra var eins og að koma inn í ævintýraheim.“ Eva Dögg RúnarsdóttirMynd/ Hildur María ValgardsdottirHvenær fluttir þú svo til Danmerkur og hvers vegna?„Ég flutti til Danmerkur fyrir tíu árum til að fara í Lýðháskóla, Den Skandinaviske Designhøjskole. Mig langaði svo að búa einhvers staðar annars staðar en á Íslandi. Námið stóð í hálft ár og ég var með stór plön um að fara til New York eða Parísar. Mér fannst Danmörk vera fínn viðkomustaður til byrja á þar sem ég var viss um að hér gæti ég aðlagast fljótt. Núna, tíu árum seinna, er ég hér enn.“Tækifærin eru í DanmörkuHvernig líkar þér þar? „Ég elska Danmörku og ég elska Kaupmannahöfn og þá Nørrebro sérstaklega. Ég bjó á Jótlandi áður svo það er stór munur að vera komin til Kaupmannahafnar. Hér á Nørrebro bý ég í mínum litla heimi og líður svo vel hérna. Þetta er eins konar lítið samfélag, sem er svo huggulegt. Danir eru auðvitað mjög frábrugðnir Íslendingum og allt tekur sinn tíma. Þeir þurfa að ræða málin fram og til baka og hugsa sig um á meðan Íslendingar eru oftast tilbúnir að skella sér út í djúpu laugina. Hér eru líka aðeins fleiri möguleikar hvað varðar mína vinnu.“Hvert fórstu að læra fatahönnun? „Ég lærði í Teko í Herning. Ég ætlaði að sækja um skóla annars staðar en svo voru nokkrar stelpur úr lýðháskólanum að sækja um svo ég sló bara til. Ég bjóst alls ekki við því að komast inn. Ég ákvað síðan að upplifa meira og bæta við mig svo ég fór í sumarskóla í Flórens. Þegar ég kom til baka bauðst mér starf hjá dönsku „street wear“ merki í Árósum en þá stofnaði ég fyrir þá merkið Red Issue sem hefur verið fáanlegt í NTC. Ég kláraði því aldrei BSc-námið mitt í háskólanum og velti oft fyrir mér hvort það sé ekki kominn tími á það.“Litla fjölskyldan saman í Kaupmannahöfn.Eftir tveggja ára samstarf við Red Issue var Eva Dögg ráðin til Samsøe og Samsøe til að hanna fyrir annað nýtt og ferskt merki. „Ég var fyrsti hönnuðurinn sem vann að merki sem heitir Envii og er orðið ansi vinsælt í dag. Ég var að gera yfir tíu fatalínur á ári og var hætt að vera hugmyndarík. Mér fannst það ekki gefa mér nógu mikið svo að ég var hálffegin þegar þeim kafla lauk. Hins vegar var þetta ótrúlega mikil reynsla, ég ferðaðist um Asíu á tveggja mánaða fresti og við opnuðum fullt af búðum svo ég upplifði margt spennandi.“ Nú ertu svo komin í verslunarrekstur ásamt vinkonu þinni, Önnu Sóleyju Viðarsdóttur. Verslunin heitir Ampersand, hvaðan kemur nafnið? „Nafnið kemur af og-merkinu, &, en það heitir „ampersand“ á ensku. Okkur fannst það ná fullkomlega utan um það sem við stöndum fyrir, fyrir utan að vera einstaklega fallegt orð. Við erum Eva og Anna, stúdíó og búð, við gerum hitt og þetta og meira til. Nafnið býður einnig upp á þann möguleika að bæta endalaust við, svona ef við horfum til framtíðar. Við stefnum á að bæta alltaf við fleiri og fleiri &-um og þannig viðhalda áhuganum og ögruninni.“ Eva Dögg er flottur hönnuður.Mynd/ Hildur María ValgardsdottirHvað kom til að þið vinkonurnar opnuðuð verslun saman? „Það var næstum því alveg óvart. Við höfðum oft rætt það hvað það gæti orðið mikið ævintýri en höfðum svo sem eins og oft vill verða bara látið okkur dreyma um það. Svo bauðst okkur að taka við þessu húsnæði og þá gátum við náttúrulega ekki annað en látið slag standa. Við þráðum báðar vinnustofu og stað til að skapa svo við fengum það og gott betur. Húsnæðið er í uppáhaldsgötunni okkar í allri Kaupmannahöfn og við búum báðar í undir þriggja mínútna fjarlægð frá búðinni og um það bil mínútu fjarlægð hvor frá annarri. Þarna gripu örlögin í taumana svo við gátum hreinlega ekki annað.“Eruð þið Anna Sóley æskuvinkonur?„Nei, við kynntumst hér úti þegar hún bjó hjá mér og kærasta mínum í nokkra mánuði. Þau þekktust áður og hana vantaði samastað þegar hún flutti hingað út. Þetta var ótrúlegt, hún var bara sálufélagi minn sem ég hafði ekki hitt. Við áttum allt sameiginlegt og það small allt þegar við hittumst. Hún lærði skapandi skrif og er mikil tískudrottning svo við vinnum mjög vel saman. Við erum ekki búnar að þekkjast nema í tvö ár en okkur líður eins og við séum búnar að þekkjast í gegnum mörg líf. Við erum alltaf saman svo hún er hálfpartinn auka-mamma barnsins míns. Stundum höldum við vinkonurnar heimadekurdaga þar sem að við búum okkur til maska, ilmolíur og allt það helsta og dekrum við hvor aðra en ég er mikil dekurdrottning.“Mikil skóáhugamanneskja Þú hefur einnig verið að hanna skólínu fyrir Shoe the Bear. Hvernig kom það til? „Ég hitti Thomas og Jakob, eigendur Shoe the Bear, á tískuvikunni í Tókýó árið 2008 þegar ég var að vinna fyrir Red Issue. Annar þeirra á íslenska kærustu og við náðum því strax vel saman. Þá var ég búin að vera ein í Tókýó, algjörlega „lost in translation“ í nokkra daga en svo hitti ég þá og þeir tóku mig upp á sína arma. Ég hélt síðan alltaf sambandinu við þá. Ég aðstoðaði þá fyrst við undirbúning á einni herralínu en það var svo mikið að gera hjá mér þá svo að ég gat ekki hellt mér í það. Svo þegar ég var kasólétt að syni mínum höfðu þeir samband og þá hafði ég tíma, sem var frábært. Þeir báðu mig um að hanna fyrir sig dömulínuna sína og ég ákvað að slá til þar sem mig hefur alltaf dreymt um að hanna skó, enda mikil skó-áhugakona. Núna er ég búin að vinna fyrir þá á „freelance-basis“ í tvö ár og gert með þeim fjórar skólínur.“Hvernig myndir þú lýsa nýjustu línunni? „Hún er fersk og í litum sem fanga augað samstundis án þess þó að vera bundin nokkurri ákveðinni týpu eða klæðaburði. Hún hentar konum á öllum aldri sem sitja ekki endilega allan daginn með skóna upp á punt. Ég lagði mikið upp úr því að þeir væru þægilegir því annað er ómögulegt hérna í Kaupmannahöfn og í rauninni alls staðar. Litirnir eru sterkir en það er mjög auðvelt að klæða í kringum þá og blanda þeim við aðra liti. Með svörtu skóna lagði ég áherslu á að áferðin og efnin væru mismunandi. Ég var undir frönskum áhrifum þegar unnið var að línunni, nýbúin að horfa á Midnight in Paris sem útskýrir kannski frönsku nöfnin á skónum.“Áttu sjálf alla skóna í nýjustu skólínunni? „Já, ég á allavega eitt par í hverjum stíl, en mig langaði svo mikið í fleiri liti þannig að við Anna Sóley deilum líka litum, svo að á milli okkar eigum við meira en alla skólínuna.“ Verður þú áfram í samstarfi við Shoe the Bear? „Já, alveg örugglega. Ég var að leggja lokahönd á haustlínuna 2014 sem gekk mjög vel og hún er uppáhaldslínan mín hingað til. Við í Ampersand erum einnig að gera flotta strigaskólínu með þeim sem verður sýnd á tískuvikunni í Berlín og í Kaupmannhöfn í lok janúar. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig það fer.“Opna Ampersand-vefverslunHvað fleira er svo fram undan? „Við vinnum hörðum höndum að nýju og stærra bloggi sem við opnum hér á næstu dögum og við munum einnig opna okkar eigin vefverslun á sama tíma, sem við erum ótrúlega spenntar yfir. Þannig getur fólk hvaðanæva úr heiminum verslað hjá okkur. Danir eru frekar trendí en það skera sig kannski ekki margir úr þótt þeir séu með puttann á púlsinum. Við bjóðum upp á sérstaka hluti í versluninni sem ekki endilega er til mikið af og dönsku kúnnarnir okkar eiga það til að koma og skoða í mánuð áður en þeir versla. Íslenskar konur hugsa allt öðruvísi. Þær kaupa hlutinn strax því að það kemur kannski ekki annað tækifæri. Við værum eflaust í blómstrandi bissness ef verslunin væri á Laugaveginum,“ segir hún hlæjandi.„Annars erum við einnig á fullu að vinna að Ampersand-merkinu okkar sem verður sent í framleiðslu á næsta ári. Hugmyndin er eitthvað sem stendur hjarta okkar nær og er mjög mikilvægt fyrir okkur. Enda erum við konur sem vinnum hart að því að breyta heiminum til hins betra, eitt skref í einu. Við höfum verið að vinna að smærri verkefnum á vinnustofunni, sýnishornum, „one of a kind“ hlutum, höfuðdjásnum og klútum sem við framleiðum sjálfar. Það finnst okkur afar skemmtilegt og gefandi og við munum gera enn meira af því í framtíðinni. Þegar við opnuðum búðina var ég í barneignarorlofi og allt gerðist svo hratt og því einbeittum við okkur að því að selja vörur eftir aðra og vinna „freelance“ með.“ Sonurinn breytti lífinu Hvað veitir þér innblástur í daglega lífinu? „Sonur minn hefur gefið mér það að í dag lít ég á heiminn í allt öðru ljósi en ég gerði áður. Það hefur óendanlega góð áhrif á sköpunargleðina að ég mæti í vinnuna á hverjum degi á stað sem ég elska og það er ekki verra að eyða hverjum degi með bestu vinkonu minni og sálufélaga. Anna Sóley veitir mér alltaf innblástur. Gústi, kærasti minn, dregur mig stundum niður úr skýjunum þegar ég er komin á of mikið flug. Annars eru það allar bækurnar mínar, löngu hjólatúrarnir mínir hérna í Köben, list og annað skapandi og gefandi fólk.“Eva Dögg og Bastian Nói sonur hennar.Hverjir eru uppáhaldshönnuðir þínir? „Ég dáist óendanlega mikið að Stellu McCartney og öllu því sem hún stendur fyrir. Ég lít upp til hennar meðal annars vegna þess að hún er tilbúin að reyna að breyta tískuheiminum til hins betra. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að gera slíkt hið sama. Þó er ég búin að sjá og læra að allt tekur sinn tíma og ég breyti hvorki sjálfri mér né þeim sem ég vinn með á einum degi. Mér finnst ólýsanlega frábært að svona stór hönnuður neiti að nota leður, pels og PVC í sinni línu og leggi mikla áherslu á sjálfbærni, að efnin hennar komi frá góðum stað þannig að hvorki dýr né börn eða annað fólk þjáist. Það finnst mér mjög mikilvægt. Einnig finnst mér Alexander Wang algjör snillingur. Bæði merkið hans og það sem hann er að gera fyrir Balenciaga. Phoebe Philo, hönnuður fyrir Céline, Rick Owens, Isabel Marant og danski hönnuðurinn Anne Sofie Madsen. Þau eru öll miklir listamenn og ótrúlega dugleg í sínu fagi. Ég get heldur ekki lifað án gallabuxna frá sænska merkinu Acne.“Hverjir eru svo framtíðardraumarnir? „Þá verðum við komið með eigið merki og Ampersand verður komið með heimsyfirráð,“ segir hún skellir upp úr. „Við vinnum hörðum höndum að því að starta okkar eigin merki en nú erum við að gera allt þetta praktíska, viðskiptaplön og svo kemur hitt allt á næsta ári, framleiðslan og fleira. Við erum báðar þannig týpur að okkur er annt um heiminn og umhverfið sem stangast oft á við að vera tískudrottning. Það að vera umhverfisvænar og grænar án þess að vera í einhverjum hippamussum og hamp-buxum er stundum erfitt. Það eru þessar tvær persónur sem berjast inni í mér, tískudrottningin og græni hippinn, sem oft og tíðum er erfitt að sameina.“ Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Sjá meira
Eva Dögg er upprennandi hönnuður með stóra drauma. Hún hefur búið í Danmörku um tíu ára skeið og segist elska litla samfélagið sem hún býr í á Nørrebro.Hún lærði fatahönnun og tækifærin hafa komið henni skemmtilega á óvart undanfarin ár. Lífið ræddi við Evu Dögg um verslunina Ampersand, skólínuna sem hún hannaði fyrir Shoe the Bear og umhverfisvitund sem stundum er erfitt að samhæfa tískuheiminum. Hvaða drauma áttir þú sem lítil stelpa? „Mig hefur alltaf langað að vera fatahönnuður, síðan ég man eftir mér. Auðvitað átti ég mér einhver tímabil þar sem ég þráði að verða fræg leikkona í Hollywood, príma ballerína og söngkona, en fatahönnun og allt henni tengt hefur alltaf staðið upp úr. Frá því að ég man eftir mér hef ég verið sjúk í tískublöð og safnað mér fyrir þeim. Fyrst Seventeen og svo Vogue. Svo settist ég niður, tók glósur úr þeim og merkti þau öll með „post its“, bara til að vera með allt á hreinu. Móðuramma mín var alveg einstaklega skapandi og hæfileikarík kona og mamma og systur hennar erfðu það frá henni. Fríður, móðursystir mín, er fatahönnuður og dóttir hennar, Hrönn, er það einnig. Ég hef alltaf litið alveg gríðarlega upp til þeirra, alveg síðan ég man eftir mér. Allt sem þær gerðu var svo spennandi og að koma heim til þeirra var eins og að koma inn í ævintýraheim.“ Eva Dögg RúnarsdóttirMynd/ Hildur María ValgardsdottirHvenær fluttir þú svo til Danmerkur og hvers vegna?„Ég flutti til Danmerkur fyrir tíu árum til að fara í Lýðháskóla, Den Skandinaviske Designhøjskole. Mig langaði svo að búa einhvers staðar annars staðar en á Íslandi. Námið stóð í hálft ár og ég var með stór plön um að fara til New York eða Parísar. Mér fannst Danmörk vera fínn viðkomustaður til byrja á þar sem ég var viss um að hér gæti ég aðlagast fljótt. Núna, tíu árum seinna, er ég hér enn.“Tækifærin eru í DanmörkuHvernig líkar þér þar? „Ég elska Danmörku og ég elska Kaupmannahöfn og þá Nørrebro sérstaklega. Ég bjó á Jótlandi áður svo það er stór munur að vera komin til Kaupmannahafnar. Hér á Nørrebro bý ég í mínum litla heimi og líður svo vel hérna. Þetta er eins konar lítið samfélag, sem er svo huggulegt. Danir eru auðvitað mjög frábrugðnir Íslendingum og allt tekur sinn tíma. Þeir þurfa að ræða málin fram og til baka og hugsa sig um á meðan Íslendingar eru oftast tilbúnir að skella sér út í djúpu laugina. Hér eru líka aðeins fleiri möguleikar hvað varðar mína vinnu.“Hvert fórstu að læra fatahönnun? „Ég lærði í Teko í Herning. Ég ætlaði að sækja um skóla annars staðar en svo voru nokkrar stelpur úr lýðháskólanum að sækja um svo ég sló bara til. Ég bjóst alls ekki við því að komast inn. Ég ákvað síðan að upplifa meira og bæta við mig svo ég fór í sumarskóla í Flórens. Þegar ég kom til baka bauðst mér starf hjá dönsku „street wear“ merki í Árósum en þá stofnaði ég fyrir þá merkið Red Issue sem hefur verið fáanlegt í NTC. Ég kláraði því aldrei BSc-námið mitt í háskólanum og velti oft fyrir mér hvort það sé ekki kominn tími á það.“Litla fjölskyldan saman í Kaupmannahöfn.Eftir tveggja ára samstarf við Red Issue var Eva Dögg ráðin til Samsøe og Samsøe til að hanna fyrir annað nýtt og ferskt merki. „Ég var fyrsti hönnuðurinn sem vann að merki sem heitir Envii og er orðið ansi vinsælt í dag. Ég var að gera yfir tíu fatalínur á ári og var hætt að vera hugmyndarík. Mér fannst það ekki gefa mér nógu mikið svo að ég var hálffegin þegar þeim kafla lauk. Hins vegar var þetta ótrúlega mikil reynsla, ég ferðaðist um Asíu á tveggja mánaða fresti og við opnuðum fullt af búðum svo ég upplifði margt spennandi.“ Nú ertu svo komin í verslunarrekstur ásamt vinkonu þinni, Önnu Sóleyju Viðarsdóttur. Verslunin heitir Ampersand, hvaðan kemur nafnið? „Nafnið kemur af og-merkinu, &, en það heitir „ampersand“ á ensku. Okkur fannst það ná fullkomlega utan um það sem við stöndum fyrir, fyrir utan að vera einstaklega fallegt orð. Við erum Eva og Anna, stúdíó og búð, við gerum hitt og þetta og meira til. Nafnið býður einnig upp á þann möguleika að bæta endalaust við, svona ef við horfum til framtíðar. Við stefnum á að bæta alltaf við fleiri og fleiri &-um og þannig viðhalda áhuganum og ögruninni.“ Eva Dögg er flottur hönnuður.Mynd/ Hildur María ValgardsdottirHvað kom til að þið vinkonurnar opnuðuð verslun saman? „Það var næstum því alveg óvart. Við höfðum oft rætt það hvað það gæti orðið mikið ævintýri en höfðum svo sem eins og oft vill verða bara látið okkur dreyma um það. Svo bauðst okkur að taka við þessu húsnæði og þá gátum við náttúrulega ekki annað en látið slag standa. Við þráðum báðar vinnustofu og stað til að skapa svo við fengum það og gott betur. Húsnæðið er í uppáhaldsgötunni okkar í allri Kaupmannahöfn og við búum báðar í undir þriggja mínútna fjarlægð frá búðinni og um það bil mínútu fjarlægð hvor frá annarri. Þarna gripu örlögin í taumana svo við gátum hreinlega ekki annað.“Eruð þið Anna Sóley æskuvinkonur?„Nei, við kynntumst hér úti þegar hún bjó hjá mér og kærasta mínum í nokkra mánuði. Þau þekktust áður og hana vantaði samastað þegar hún flutti hingað út. Þetta var ótrúlegt, hún var bara sálufélagi minn sem ég hafði ekki hitt. Við áttum allt sameiginlegt og það small allt þegar við hittumst. Hún lærði skapandi skrif og er mikil tískudrottning svo við vinnum mjög vel saman. Við erum ekki búnar að þekkjast nema í tvö ár en okkur líður eins og við séum búnar að þekkjast í gegnum mörg líf. Við erum alltaf saman svo hún er hálfpartinn auka-mamma barnsins míns. Stundum höldum við vinkonurnar heimadekurdaga þar sem að við búum okkur til maska, ilmolíur og allt það helsta og dekrum við hvor aðra en ég er mikil dekurdrottning.“Mikil skóáhugamanneskja Þú hefur einnig verið að hanna skólínu fyrir Shoe the Bear. Hvernig kom það til? „Ég hitti Thomas og Jakob, eigendur Shoe the Bear, á tískuvikunni í Tókýó árið 2008 þegar ég var að vinna fyrir Red Issue. Annar þeirra á íslenska kærustu og við náðum því strax vel saman. Þá var ég búin að vera ein í Tókýó, algjörlega „lost in translation“ í nokkra daga en svo hitti ég þá og þeir tóku mig upp á sína arma. Ég hélt síðan alltaf sambandinu við þá. Ég aðstoðaði þá fyrst við undirbúning á einni herralínu en það var svo mikið að gera hjá mér þá svo að ég gat ekki hellt mér í það. Svo þegar ég var kasólétt að syni mínum höfðu þeir samband og þá hafði ég tíma, sem var frábært. Þeir báðu mig um að hanna fyrir sig dömulínuna sína og ég ákvað að slá til þar sem mig hefur alltaf dreymt um að hanna skó, enda mikil skó-áhugakona. Núna er ég búin að vinna fyrir þá á „freelance-basis“ í tvö ár og gert með þeim fjórar skólínur.“Hvernig myndir þú lýsa nýjustu línunni? „Hún er fersk og í litum sem fanga augað samstundis án þess þó að vera bundin nokkurri ákveðinni týpu eða klæðaburði. Hún hentar konum á öllum aldri sem sitja ekki endilega allan daginn með skóna upp á punt. Ég lagði mikið upp úr því að þeir væru þægilegir því annað er ómögulegt hérna í Kaupmannahöfn og í rauninni alls staðar. Litirnir eru sterkir en það er mjög auðvelt að klæða í kringum þá og blanda þeim við aðra liti. Með svörtu skóna lagði ég áherslu á að áferðin og efnin væru mismunandi. Ég var undir frönskum áhrifum þegar unnið var að línunni, nýbúin að horfa á Midnight in Paris sem útskýrir kannski frönsku nöfnin á skónum.“Áttu sjálf alla skóna í nýjustu skólínunni? „Já, ég á allavega eitt par í hverjum stíl, en mig langaði svo mikið í fleiri liti þannig að við Anna Sóley deilum líka litum, svo að á milli okkar eigum við meira en alla skólínuna.“ Verður þú áfram í samstarfi við Shoe the Bear? „Já, alveg örugglega. Ég var að leggja lokahönd á haustlínuna 2014 sem gekk mjög vel og hún er uppáhaldslínan mín hingað til. Við í Ampersand erum einnig að gera flotta strigaskólínu með þeim sem verður sýnd á tískuvikunni í Berlín og í Kaupmannhöfn í lok janúar. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig það fer.“Opna Ampersand-vefverslunHvað fleira er svo fram undan? „Við vinnum hörðum höndum að nýju og stærra bloggi sem við opnum hér á næstu dögum og við munum einnig opna okkar eigin vefverslun á sama tíma, sem við erum ótrúlega spenntar yfir. Þannig getur fólk hvaðanæva úr heiminum verslað hjá okkur. Danir eru frekar trendí en það skera sig kannski ekki margir úr þótt þeir séu með puttann á púlsinum. Við bjóðum upp á sérstaka hluti í versluninni sem ekki endilega er til mikið af og dönsku kúnnarnir okkar eiga það til að koma og skoða í mánuð áður en þeir versla. Íslenskar konur hugsa allt öðruvísi. Þær kaupa hlutinn strax því að það kemur kannski ekki annað tækifæri. Við værum eflaust í blómstrandi bissness ef verslunin væri á Laugaveginum,“ segir hún hlæjandi.„Annars erum við einnig á fullu að vinna að Ampersand-merkinu okkar sem verður sent í framleiðslu á næsta ári. Hugmyndin er eitthvað sem stendur hjarta okkar nær og er mjög mikilvægt fyrir okkur. Enda erum við konur sem vinnum hart að því að breyta heiminum til hins betra, eitt skref í einu. Við höfum verið að vinna að smærri verkefnum á vinnustofunni, sýnishornum, „one of a kind“ hlutum, höfuðdjásnum og klútum sem við framleiðum sjálfar. Það finnst okkur afar skemmtilegt og gefandi og við munum gera enn meira af því í framtíðinni. Þegar við opnuðum búðina var ég í barneignarorlofi og allt gerðist svo hratt og því einbeittum við okkur að því að selja vörur eftir aðra og vinna „freelance“ með.“ Sonurinn breytti lífinu Hvað veitir þér innblástur í daglega lífinu? „Sonur minn hefur gefið mér það að í dag lít ég á heiminn í allt öðru ljósi en ég gerði áður. Það hefur óendanlega góð áhrif á sköpunargleðina að ég mæti í vinnuna á hverjum degi á stað sem ég elska og það er ekki verra að eyða hverjum degi með bestu vinkonu minni og sálufélaga. Anna Sóley veitir mér alltaf innblástur. Gústi, kærasti minn, dregur mig stundum niður úr skýjunum þegar ég er komin á of mikið flug. Annars eru það allar bækurnar mínar, löngu hjólatúrarnir mínir hérna í Köben, list og annað skapandi og gefandi fólk.“Eva Dögg og Bastian Nói sonur hennar.Hverjir eru uppáhaldshönnuðir þínir? „Ég dáist óendanlega mikið að Stellu McCartney og öllu því sem hún stendur fyrir. Ég lít upp til hennar meðal annars vegna þess að hún er tilbúin að reyna að breyta tískuheiminum til hins betra. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að gera slíkt hið sama. Þó er ég búin að sjá og læra að allt tekur sinn tíma og ég breyti hvorki sjálfri mér né þeim sem ég vinn með á einum degi. Mér finnst ólýsanlega frábært að svona stór hönnuður neiti að nota leður, pels og PVC í sinni línu og leggi mikla áherslu á sjálfbærni, að efnin hennar komi frá góðum stað þannig að hvorki dýr né börn eða annað fólk þjáist. Það finnst mér mjög mikilvægt. Einnig finnst mér Alexander Wang algjör snillingur. Bæði merkið hans og það sem hann er að gera fyrir Balenciaga. Phoebe Philo, hönnuður fyrir Céline, Rick Owens, Isabel Marant og danski hönnuðurinn Anne Sofie Madsen. Þau eru öll miklir listamenn og ótrúlega dugleg í sínu fagi. Ég get heldur ekki lifað án gallabuxna frá sænska merkinu Acne.“Hverjir eru svo framtíðardraumarnir? „Þá verðum við komið með eigið merki og Ampersand verður komið með heimsyfirráð,“ segir hún skellir upp úr. „Við vinnum hörðum höndum að því að starta okkar eigin merki en nú erum við að gera allt þetta praktíska, viðskiptaplön og svo kemur hitt allt á næsta ári, framleiðslan og fleira. Við erum báðar þannig týpur að okkur er annt um heiminn og umhverfið sem stangast oft á við að vera tískudrottning. Það að vera umhverfisvænar og grænar án þess að vera í einhverjum hippamussum og hamp-buxum er stundum erfitt. Það eru þessar tvær persónur sem berjast inni í mér, tískudrottningin og græni hippinn, sem oft og tíðum er erfitt að sameina.“
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Sjá meira