Kaupa faðernispróf á netinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2013 09:58 Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á kvennadeild Landspítalans, minnir á að faðernispróf er ekki einkamál móðurinnar. Mynd/Daníel „Við ráðleggjum öllum að fara í erfðapróf ef einhver vafi leikur á faðerni. Við mælum með því barnsins vegna og allra vegna. Það er betra að fara í próf en að efast alla ævina um líffræðileg tengsl,“ segir Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á kvennadeild Landspítalans. Hún segir konur reglulega koma í viðtal vegna faðernismála. „Og það eru örugglega mun fleiri sem eru í þessari stöðu án þess að leita sér hjálpar. Barn á rétt á að vita hverjir foreldrar þess eru samkvæmt barnalögum og ef fólk vill ekki fara í gegnum ferlið hjá sýslumanni þá getur það nýtt sér erlend fyrirtæki sem gera erfðapróf á einfaldan hátt. Ég vil taka það fram í þessu samhengi að ábyrgðin er líka í höndum karlmanna. Ef þeir vilja ekki verða pabbar eiga þeir að nota smokk, og frá byrjun.“ Mörg dæmi eru um að Íslendingar nýti sér þjónustu erlendra fyrirtækja sem framkvæma erfðapróf og selja í gegnum netsíður. Framkvæmdin er nokkuð einföld. Viðkomandi fær senda pinna sem nota á til að taka sýni úr munnholi. Sýnið er sent með venjulegum pósti til fyrirtækisins og niðurstaða berst með tölvupósti eftir um það bil viku. Faðernispróf kostar rúmlega 25 þúsund en ýmis önnur próf eru líka í boði, svo sem tvíburapróf, systkinapróf, afa- og ömmupróf og fósturpróf sem er dýrasta prófið. Inga Reynisdóttir, forstöðumaður faðernisrannsókna á Landspítalanum, staðfestir að óhætt sé að treysta slíkum erfðaprófum ef fyrirtækin sem selja þau eru með gæðavottun. Hér á Íslandi kostar tvö hundruð þúsund krónur að fara í erfðapróf og þarf að fara í gegnum sýslumann til að prófið sé framkvæmt. Prófin á netinu eru því ódýrari, taka skemmri tíma og eru einfaldari í framkvæmd. „En þegar sanna á faðerni þurfa bæði konan og maðurinn að vera sátt við þessa aðferð og treysta niðurstöðunni. Faðirinn skrifar þá undir faðernisviðurkenningu þegar niðurstaða fæst og málið er leyst. Ekki er hægt að krefjast þess að mögulegur faðir taki þetta próf og því þarf að fara í gegnum sýslumann ef hann neitar því,“ segir Helga Sól.Erna Guðrún Stefánsdóttir ásamt fjögurra vikna dóttur sinni.Mynd/DaníelVildi útkljá faðernismál sem fyrst „Það komu tveir menn til greina sem faðir dóttur minnar. Ég var nýhætt í sambandi og byrjaði fljótt með öðrum þannig að ég gat ekki treyst á dagsetningu,“ segir Erna Guðrún Stefánsdóttir sem ákvað að senda erfðapróf í gegnum dönsku síðuna dnatest.dk. „Ég vildi gera þetta svona því ég vildi að réttur faðir gæti tengst barninu sem fyrst. Það er búið að vera nógu erfitt fyrir báða mennina að ganga í gegnum alla meðgönguna án þess að þora að tengjast barninu. Ég vildi bara útkljá þetta mál sem fyrst.“ Erna Guðrún segir sig alltaf hafa grunað hver faðirinn væri en vildi fá grun sinn staðfestan. „Ég þekkti sjálf aldrei raunverulegan pabba minn. Mér fannst það ekki sanngjarnt að það léki nokkur vafi á því hver faðir barnsins míns væri. En vissulega hefði það verið auðveldari leið. Meðgangan var erfið í ljósi þessa og ég fann fyrir smáfordómum. En mögulega voru þeir mest frá sjálfri mér.“Rebekka Ingadóttir ásamt tvíburadætrum sínum. Mynd/ValliFékk staðfest að tvíburadætur væru eineggja Ýmis annars konar próf er einnig hægt að kaupa í gegnum netið. Rebekka Ingadóttir og maðurinn hennar vildu fá staðfest hvort tvíburadætur þeirra væru ein- eða tvíeggja. „Við fengum ábendingu um þessa síðu frá tvíburamömmum sem höfðu góða reynslu af henni og sögðu hana gæðavottaða,“ segir Rebekka Ingadóttir, sem keypti erfðapróf af bandarísku síðunni progenactive. „Við héldum alla meðgönguna að þær væru tvíeggja en svo kom í ljós við fæðingu að það var bara ein fylgja. En þær voru svo ólíkar og misstórar að við ákváðum að fá þetta á hreint.“ Rebekka segir að prófið hafi verið einfalt og eingöngu kostað sextán þúsund. „Við fengum pinna og dollur send heim. Tókum sýni úr kinnunum á þeim og sendum svo út. Fengum svo 99% örugga niðurstöðu um að þær væru eineggja og það er bara gott að fá það staðfest.“ Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
„Við ráðleggjum öllum að fara í erfðapróf ef einhver vafi leikur á faðerni. Við mælum með því barnsins vegna og allra vegna. Það er betra að fara í próf en að efast alla ævina um líffræðileg tengsl,“ segir Helga Sól Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á kvennadeild Landspítalans. Hún segir konur reglulega koma í viðtal vegna faðernismála. „Og það eru örugglega mun fleiri sem eru í þessari stöðu án þess að leita sér hjálpar. Barn á rétt á að vita hverjir foreldrar þess eru samkvæmt barnalögum og ef fólk vill ekki fara í gegnum ferlið hjá sýslumanni þá getur það nýtt sér erlend fyrirtæki sem gera erfðapróf á einfaldan hátt. Ég vil taka það fram í þessu samhengi að ábyrgðin er líka í höndum karlmanna. Ef þeir vilja ekki verða pabbar eiga þeir að nota smokk, og frá byrjun.“ Mörg dæmi eru um að Íslendingar nýti sér þjónustu erlendra fyrirtækja sem framkvæma erfðapróf og selja í gegnum netsíður. Framkvæmdin er nokkuð einföld. Viðkomandi fær senda pinna sem nota á til að taka sýni úr munnholi. Sýnið er sent með venjulegum pósti til fyrirtækisins og niðurstaða berst með tölvupósti eftir um það bil viku. Faðernispróf kostar rúmlega 25 þúsund en ýmis önnur próf eru líka í boði, svo sem tvíburapróf, systkinapróf, afa- og ömmupróf og fósturpróf sem er dýrasta prófið. Inga Reynisdóttir, forstöðumaður faðernisrannsókna á Landspítalanum, staðfestir að óhætt sé að treysta slíkum erfðaprófum ef fyrirtækin sem selja þau eru með gæðavottun. Hér á Íslandi kostar tvö hundruð þúsund krónur að fara í erfðapróf og þarf að fara í gegnum sýslumann til að prófið sé framkvæmt. Prófin á netinu eru því ódýrari, taka skemmri tíma og eru einfaldari í framkvæmd. „En þegar sanna á faðerni þurfa bæði konan og maðurinn að vera sátt við þessa aðferð og treysta niðurstöðunni. Faðirinn skrifar þá undir faðernisviðurkenningu þegar niðurstaða fæst og málið er leyst. Ekki er hægt að krefjast þess að mögulegur faðir taki þetta próf og því þarf að fara í gegnum sýslumann ef hann neitar því,“ segir Helga Sól.Erna Guðrún Stefánsdóttir ásamt fjögurra vikna dóttur sinni.Mynd/DaníelVildi útkljá faðernismál sem fyrst „Það komu tveir menn til greina sem faðir dóttur minnar. Ég var nýhætt í sambandi og byrjaði fljótt með öðrum þannig að ég gat ekki treyst á dagsetningu,“ segir Erna Guðrún Stefánsdóttir sem ákvað að senda erfðapróf í gegnum dönsku síðuna dnatest.dk. „Ég vildi gera þetta svona því ég vildi að réttur faðir gæti tengst barninu sem fyrst. Það er búið að vera nógu erfitt fyrir báða mennina að ganga í gegnum alla meðgönguna án þess að þora að tengjast barninu. Ég vildi bara útkljá þetta mál sem fyrst.“ Erna Guðrún segir sig alltaf hafa grunað hver faðirinn væri en vildi fá grun sinn staðfestan. „Ég þekkti sjálf aldrei raunverulegan pabba minn. Mér fannst það ekki sanngjarnt að það léki nokkur vafi á því hver faðir barnsins míns væri. En vissulega hefði það verið auðveldari leið. Meðgangan var erfið í ljósi þessa og ég fann fyrir smáfordómum. En mögulega voru þeir mest frá sjálfri mér.“Rebekka Ingadóttir ásamt tvíburadætrum sínum. Mynd/ValliFékk staðfest að tvíburadætur væru eineggja Ýmis annars konar próf er einnig hægt að kaupa í gegnum netið. Rebekka Ingadóttir og maðurinn hennar vildu fá staðfest hvort tvíburadætur þeirra væru ein- eða tvíeggja. „Við fengum ábendingu um þessa síðu frá tvíburamömmum sem höfðu góða reynslu af henni og sögðu hana gæðavottaða,“ segir Rebekka Ingadóttir, sem keypti erfðapróf af bandarísku síðunni progenactive. „Við héldum alla meðgönguna að þær væru tvíeggja en svo kom í ljós við fæðingu að það var bara ein fylgja. En þær voru svo ólíkar og misstórar að við ákváðum að fá þetta á hreint.“ Rebekka segir að prófið hafi verið einfalt og eingöngu kostað sextán þúsund. „Við fengum pinna og dollur send heim. Tókum sýni úr kinnunum á þeim og sendum svo út. Fengum svo 99% örugga niðurstöðu um að þær væru eineggja og það er bara gott að fá það staðfest.“
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira