Lífið

Raunveruleg Dúkkubörn í jólapakkann?

Marín Manda skrifar
Dúkkubörnin koma í nokkrum stærðum og gerðum.
Dúkkubörnin koma í nokkrum stærðum og gerðum.
Dúkkubörnin frá Antonio Juan eru komin til landsins. Dúkkurnar segja mama, baba og hlæja.

Draumur margra ungra stúlkna verður að veruleika þessi jól þar sem spænsku dúkkubörnin frá Antonio Juan verða eflaust í þó nokkrum pökkum. „Ég var búin að vera að leita að fallegri dúkku fyrir þriggja ára dóttur mína sem elskar dúkkur þegar ég sá þessar dúkkur á Spáni fyrir ári og féll kylliflöt fyrir þeim,“ segir Petra Dís Magnúsdóttir, sem ákvað í kjölfarið að flytja inn nokkrar dúkkur ásamt eiginmanni sínum til að kanna viðbrögðin.

Petra Dís segir það hafa verið ákveðinn skortur á slíkum dúkkum á íslenskan markað því úrvalið sé ekki mikið. „Dúkkurnar fást í tveimur stærðum og eru handgerðar úr mjúkum vínil, með mjúkan búk og segja mama, baba og hlæja. Þær eru framleiddar á Spáni af sömu fjölskyldu síðan árið 1958 og eru alveg einstaklega fallegar og vel gerðar.“

Petra Dís, sem á von á sínu þriðja barni er margmiðlunarfræðingur að mennt en segir að draumurinn sé að opna eina litla sæta dúkkubúð. Sjálf eignaðist hún svipaða dúkku þegar hún var fimm ára og á enn. Hún segir áhugann fyrir dúkkunum hafa verið geysilegan en fyrsta pöntun þeirra hjóna seldist upp á skömmum tíma. Fleiri dúkkur eru væntanlegar en hægt er að panta þær á Facebook-síðunni Dúkkubörn.

Petra Dís með dúkkubörnin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.