Lífið

Helgarmaturinn - Sænskar kjötbollur

Marín Manda skrifar
Sænskar kjötbollur
Sænskar kjötbollur
Freyja Rúnarsdóttir hefur mikinn áhuga á Ítalíu og er að klára BA í ítölsku í vor. Hún hefur einnig gaman af því að elda góðan og hollan fjölskyldumat og prófa sig áfram með nýjar uppskriftir. Hér býður hún upp á einfalda uppskrift að sænskum kjötbollum fyrir fjóra.

Ofninn stilltur á 190°C



Hráefni


500 g nautahakk

1 dl brauðmylsna/rasp

1 laukur (saxaður)

1 egg

Chili Explosion-krydd (eða annað krydd)

Salt og pipar 1 dós tómatmauk (mér finnst best að nota maukið frá Sollu, 200 g)

Púrrulaukur

500 g kartöflur Um 8 dl vatn



Aðferð



Kryddið nautahakkið með salti og pipar, bætið brauðmylsnu (raspi), chili-kryddinu, lauknum og egginu saman við. Blandið mjög vel saman (ég nota yfirleitt matvinnsluvélina) og mótið um átta bollur. Afhýðið kartöflurnar (val) og skerið þær í mjög þunnar sneiðar. Púrrulaukurinn er svo skorinn niður, settur í eldfast mót ásamt kartöflunum. Blandið tómatmaukinu við vatn og piprið og hellið svo yfir kartöflurnar og púrrulaukinn þannig að lögurinn hylji kartöflurnar og laukinn. Raðið svo bollunum í eldfasta mótið og setjið inn í ofninn í um 40 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar.

Kjötbollurnar eru svo bornar fram með nýbökuðu naan-brauði, hrísgrjónum eða fersku salati.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.