Lífið

Börn, kynlíf og íslensk tunga

Hugleikur hefur ekki tíma fyrir stress.
Hugleikur hefur ekki tíma fyrir stress. Fréttablaðið/Stefán
„Þetta verður mjög leiðinlegt. Fólk mun örugglega ganga út eftir tíu mínútur,“ segir spéfuglinn Hugleikur Dagsson um uppistandið sitt Djókaín í Háskólabíói á föstudaginn. „Nei, ég er að sjálfsögðu að grínast. Þetta verður mjög gaman. Ég tækla allt milli himins og jarðar, tala um kynlíf, hið íslenska tungumál, barneignir og allt mögulegt.“

Uppistandið verður tekið upp en Reykjavík Studios sér um framleiðsluna. Afraksturinn verður síðan sýndur á Stöð 2.

„Þetta uppistand er samansafn af því efni sem ég hef flutt síðustu þrjú árin. Ég ætla að klára þetta og halda næst uppistand þegar ég verð búinn að semja nýtt efni,“ segir Hugleikur sem treður líka upp í Hofi á Akureyri 19. desember.

„Ég held að þetta sé stærsta uppistand sem íslenskur uppistandari hefur haldið einn á Íslandi. Ég er í raun ekkert stressaður enda of upptekinn til að spá í því. Ég er búinn að vera að fínstilla þetta efni fram að þessu þannig að þetta verður frábært.“

Aðspurður hvort framhald verði á grínþáttunum Hulla sem sýndir voru á RÚV segir Hugleikur það tiltölulega öruggt.

„Ég held að það sé alls staðar áhugi á að það komi meira. Framleiðsluferlið er hægt og eiginlega hægara núna vegna ríkisstjórnarinnar. Ef fólk þarf að bíða of lengi eftir þáttunum er það ríkisstjórninni að kenna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.