Lífið

Ég er ástfangin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Britney svífur um á bleiku skýi.
Britney svífur um á bleiku skýi.
Söngkonan Britney Spears byrjaði með David Lucado í mars á þessu ári en hún tilkynnti um sambandsslit sín við Jason Trawick í janúar. Í viðtali við Entertainment Tonight segist Britney vera afar hamingjusöm.

„Ég er ástfangin. Ég elska að hann er mjög þrjóskur og vanafastur. Hann er einfaldur maður. Ég dái hann. Hann er mjög fyndinn og ástríðufullur,“ segir Britney með stjörnur í augunum.





Kærustuparið.
Britney á tvo drengi með fyrrverandi eiginmanni sínum Kevin Federline, Sean, átta ára og Jayden, sjö ára. Hún segir enn fremur í viðtalinu að hún væri til í að eignast fleiri börn með David þó hún sé ekki tilbúin til að ganga upp að altarinu aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.