Lífið

Höfundaeinvígi á Kexi

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Björg Magnúsdóttir er einn skipuleggjenda höfundaeinvígisins.
Björg Magnúsdóttir er einn skipuleggjenda höfundaeinvígisins. Fréttablaðið/Daníel
„Dómnefndin er mjög hörð í horn að taka,“ segir Björg Magnúsdóttir, einn skipuleggjenda Literary Death Match, sem er upplestrarkeppni á milli rithöfunda.

Þannig keppa höfundar í upplestri á verkum sínum og eru svo dæmdir af dómnefnd sem slær hvergi af kröfum.

„Dómnefndin tekur einnig við mútum fram að keppni,“ segir Björg, en dómnefndina skipa Egill Helgason, Ugla Egilsdóttir og Halla Margrét Jóhannesdóttir.

Keppendur í Literary Death Match, sem er haldin í kvöld á Kex Hostel klukkan átta, eru þau Vigdís Grímsdóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir, Dagur Hjartarson og Eiríkur Örn Norðdahl.

„Allt eru þetta auðvitað margverðlaunaðir og landsþekktir höfundar þannig að væntingastuðullinn er hár,“ segir Björg jafnframt og hvetur sem flesta til að koma og horfa á einvígið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.