Lífið

Fagna útgáfu Strákabókar

Höfundar bókarinnar Strákar, Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttir eru með útgáfupartý í kvöld.
Höfundar bókarinnar Strákar, Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttir eru með útgáfupartý í kvöld.
Í tilefni þess að bókin Strákar er komin út, verður haldið útgáfupartý á Bast Reykjavík í dag klukkan 17.00.

Þar verður boðið upp á léttar huggulegar veitingar, gleði og glens. Höfundar bókarinnar, þau Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttir, munu kynna bókina á einkar stuttan og skemmtilega máta.

Þá má ekki gleyma því að bókin verður til sölu á sérstökum afslætti í tilefni útgáfupartýsins og ætla höfundarnir að sjálfsögðu árita eintök ef beðið er um slíkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.