Nokkur orð um rannsóknir og samkeppnissjóði Eiríkur Smári Sigurðarson og Ásta Sif Erlingsdóttir skrifar 15. nóvember 2013 06:00 Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 blasir við sú stefna stjórnvalda að skera fjárframlög til rannsókna verulega niður. Harðast kemur niðurskurðurinn niður á samkeppnissjóðum eins og Rannsóknasjóði, Tækniþróunarsjóði og Markáætlun. Það hefur komið skýrt fram í umfjöllun síðustu vikna hvað verkefni fjármögnuð af samkeppnissjóðum eru mikilvæg fyrir framgang vísinda og rannsóknanáms á Íslandi og hvað rannsóknir og nýsköpun eru mikilvæg fyrir farsæla þróun íslensks samfélags. Við ætlum ekki að endurtaka þau rök hér heldur benda á nokkrar staðreyndir um fjármögnun samkeppnissjóða með áherslu á Rannsóknasjóð Vísinda- og tækniráðs og hvernig hún hefur þróast undanfarin tíu ár. Rannsóknasjóður hóf starfsemi sína í núverandi mynd árið 2004. Fyrsta árið fékk hann 303 umsóknir upp á 827 milljónir og gat úthlutað 191 milljón (24,4%) til 74 verkefna (23%). Árið 2012 fékk hann 267 umsóknir upp á 1.800 milljónir og gat úthlutað 297 milljónum (17,6%) til 47 verkefna (16,5%). Með framlagi úr fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar var sjóðnum gert kleift að mæta betur þörf fyrir styrki og við úthlutun 2013 gat hann veitt styrki sem jöfnuðust á við það sem var 2004. Þá fékk hann 236 umsóknir upp á 1.700 milljónir og gat úthlutað 416 milljónum (27,5%) til 65 verkefna (24,4%). Þessar tölur verður að skoða í ljósi þess að samanborið við samkeppnissjóði í löndum sem við almennt berum okkur saman við eru og voru styrkir til rannsókna á Íslandi allt of lágir. Það sem við viljum leggja áherslu á hér er að sjóðurinn var á þessu ári rétt að ná því bolmagni sem hann hafði fyrsta árið sem hann starfaði.Tækifæri verulega skert Við þetta þarf að bæta að við síðustu áramót sameinaðist Rannsóknarnámssjóður, sem styrkti doktorsnema, Rannsóknasjóði sem þar með hafði tæplega 100 milljónir aukalega til úthlutunar í ár, peninga sem áttu að fara sérstaklega í að styrkja doktorsnema. Fjölgun og hækkun styrkja árið 2013 verður að skoðast í þessu ljósi. Miðað við fjárlagafrumvarpið virðast örlög Rannsóknarnámssjóðs ráðin, sem mun verulega skaða uppbyggingu og gæði doktorsnáms á Íslandi. Boðaður niðurskurður næstu þrjú árin fer, þegar Rannsóknarnámssjóður er tekinn með, úr 1,4 milljörðum í 850 milljónir. Árin 2012 og 2013 hafði Rannsóknasjóður að auki sérstaka fjármögnun úr rammaáætlun Evrópusambandsins um rannsóknir og þróun til að styrkja nýdoktora, en sú tímabundna fjármögnun er ekki lengur til staðar og mun draga enn frekar úr möguleikum sjóðsins til að styrkja verkefni. Með því að draga fjárfestingaráætlunina til baka eru tækifæri sjóðsins til að styrkja ný verkefni á næstu árum verulega skert. Verst er þó að ekkert í frumvarpinu eða stefnu stjórnvalda gefur von um breytingar á næstu árum. Við sem störfum við uppbyggingu rannsókna og rannsóknanáms við íslenskar rannsóknastofnanir og háskóla vitum vel hversu alvarlegar afleiðingar þetta mun hafa. Það verður erfiðara að koma nýjum rannsóknum af stað þar sem bestu nýju verkefnin eru oftast fjármögnuð af samkeppnissjóðum; það verður erfitt að halda áfram með mikilvægar rannsóknir þar sem verulegur hluti fjármögnunar þeirra kemur úr samkeppnissjóðum; það verður mun erfiðara að sækja rannsóknastyrki til Norðurlanda, Evrópu, Bandaríkjanna og annað ef rannsóknaumhverfið á Íslandi er ekki nógu sterkt; það verður erfiðara að fjármagna doktorsnám á landinu þar sem mjög stór hluti doktorsnema framfleytir sér með styrkjum úr samkeppnissjóðum; það verður erfiðara að fá ungt og efnilegt fólk til að hasla sér völl í rannsóknum og þekkingaröflun á Íslandi af því að framtíðarhorfurnar eru daprar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 blasir við sú stefna stjórnvalda að skera fjárframlög til rannsókna verulega niður. Harðast kemur niðurskurðurinn niður á samkeppnissjóðum eins og Rannsóknasjóði, Tækniþróunarsjóði og Markáætlun. Það hefur komið skýrt fram í umfjöllun síðustu vikna hvað verkefni fjármögnuð af samkeppnissjóðum eru mikilvæg fyrir framgang vísinda og rannsóknanáms á Íslandi og hvað rannsóknir og nýsköpun eru mikilvæg fyrir farsæla þróun íslensks samfélags. Við ætlum ekki að endurtaka þau rök hér heldur benda á nokkrar staðreyndir um fjármögnun samkeppnissjóða með áherslu á Rannsóknasjóð Vísinda- og tækniráðs og hvernig hún hefur þróast undanfarin tíu ár. Rannsóknasjóður hóf starfsemi sína í núverandi mynd árið 2004. Fyrsta árið fékk hann 303 umsóknir upp á 827 milljónir og gat úthlutað 191 milljón (24,4%) til 74 verkefna (23%). Árið 2012 fékk hann 267 umsóknir upp á 1.800 milljónir og gat úthlutað 297 milljónum (17,6%) til 47 verkefna (16,5%). Með framlagi úr fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar var sjóðnum gert kleift að mæta betur þörf fyrir styrki og við úthlutun 2013 gat hann veitt styrki sem jöfnuðust á við það sem var 2004. Þá fékk hann 236 umsóknir upp á 1.700 milljónir og gat úthlutað 416 milljónum (27,5%) til 65 verkefna (24,4%). Þessar tölur verður að skoða í ljósi þess að samanborið við samkeppnissjóði í löndum sem við almennt berum okkur saman við eru og voru styrkir til rannsókna á Íslandi allt of lágir. Það sem við viljum leggja áherslu á hér er að sjóðurinn var á þessu ári rétt að ná því bolmagni sem hann hafði fyrsta árið sem hann starfaði.Tækifæri verulega skert Við þetta þarf að bæta að við síðustu áramót sameinaðist Rannsóknarnámssjóður, sem styrkti doktorsnema, Rannsóknasjóði sem þar með hafði tæplega 100 milljónir aukalega til úthlutunar í ár, peninga sem áttu að fara sérstaklega í að styrkja doktorsnema. Fjölgun og hækkun styrkja árið 2013 verður að skoðast í þessu ljósi. Miðað við fjárlagafrumvarpið virðast örlög Rannsóknarnámssjóðs ráðin, sem mun verulega skaða uppbyggingu og gæði doktorsnáms á Íslandi. Boðaður niðurskurður næstu þrjú árin fer, þegar Rannsóknarnámssjóður er tekinn með, úr 1,4 milljörðum í 850 milljónir. Árin 2012 og 2013 hafði Rannsóknasjóður að auki sérstaka fjármögnun úr rammaáætlun Evrópusambandsins um rannsóknir og þróun til að styrkja nýdoktora, en sú tímabundna fjármögnun er ekki lengur til staðar og mun draga enn frekar úr möguleikum sjóðsins til að styrkja verkefni. Með því að draga fjárfestingaráætlunina til baka eru tækifæri sjóðsins til að styrkja ný verkefni á næstu árum verulega skert. Verst er þó að ekkert í frumvarpinu eða stefnu stjórnvalda gefur von um breytingar á næstu árum. Við sem störfum við uppbyggingu rannsókna og rannsóknanáms við íslenskar rannsóknastofnanir og háskóla vitum vel hversu alvarlegar afleiðingar þetta mun hafa. Það verður erfiðara að koma nýjum rannsóknum af stað þar sem bestu nýju verkefnin eru oftast fjármögnuð af samkeppnissjóðum; það verður erfitt að halda áfram með mikilvægar rannsóknir þar sem verulegur hluti fjármögnunar þeirra kemur úr samkeppnissjóðum; það verður mun erfiðara að sækja rannsóknastyrki til Norðurlanda, Evrópu, Bandaríkjanna og annað ef rannsóknaumhverfið á Íslandi er ekki nógu sterkt; það verður erfiðara að fjármagna doktorsnám á landinu þar sem mjög stór hluti doktorsnema framfleytir sér með styrkjum úr samkeppnissjóðum; það verður erfiðara að fá ungt og efnilegt fólk til að hasla sér völl í rannsóknum og þekkingaröflun á Íslandi af því að framtíðarhorfurnar eru daprar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun