Lífið

Flutti frumsamið lag í Danmörku

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Bergljót nýtur sín í söngnáminu og hlakkar til að sjá hvert það leiðir hana.
Bergljót nýtur sín í söngnáminu og hlakkar til að sjá hvert það leiðir hana. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson
 Leik- og söngkonan Bergljót Arnalds stundar söngnám í Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn.

„Ég er í söngnámi í skólanum Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Á laugardaginn voru tónleikar í salnum í skólanum. Þar flutti ég lag eftir sjálfa mig sem er á ensku og heitir My Broken Chord. Ég ætlaði upprunalega að flytja annað lag en píanistinn var svo hrifinn af laginu sem ég samdi og ýtti á mig að flytja það,“ segir leik- og söngkonan Bergljót Arnalds. Hún sér ekki eftir því.

„Það var rosalega gaman að flytja lag eftir sjálfa mig.“

Bergljót er í framhaldsnámi í Danmörku og byrjaði í því í haust. Hún sækir helgarnámskeið í skólanum og klárar námskeiðið í maí á næsta ári.

„Þetta eru sex helgar allt í allt og er námið mjög spennandi og skemmtilegt. Á milli þess sem ég flýg út í skólann er ég heima að bardúsa við að semja lög sem ég kem svo með í tíma,“ segir Bergljót. Hún segir ekkert ákveðið með framhaldið.

„Ég ætla bara að taka eitt skref í einu og sjá hvert þetta leiðir mig.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.