Innlent

Vegagerðarmenn í hættu á Kjalarnesi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ökumenn eru nú myndaðir við hraðakstur á Kjalarnesi.
Ökumenn eru nú myndaðir við hraðakstur á Kjalarnesi. Fréttablaðið/Pjetur
Vegna ógætilegs aksturs um vinnusvæði á Kjalarnesi við Móa hafa hraðamyndavélar á svæðinu verið virkjaðar til að mynda þá sem aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Hann er 50 kílómetrar á klukkustund þar til framkvæmdum lýkur.



„Vélarnar voru virkjaðar á mánudag og sýna því miður að ökumenn virða ekki nægjanlega hraðamerkingar á vinnusvæðum né heldur rétt starfsmanna á svæðinu til öryggis. Tölur sýna að á hverri mínútu að meðaltali er ekið of hratt í gegnum vinnusvæðið,“ segir lögreglan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×