Þáttur foreldra í offitu barna er afgerandi Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 14. nóvember 2013 10:00 Pétur Benedikt Júlíusson, yfirlæknir á háskólasjúkrahúsinu í Bergen í Noregi segir mikilvægt er að finna út hvaðan aukakaloríurnar í fæði barnanna koma. NORDICPHOTOS/AFP Þáttur foreldra í þyngd barna er afgerandi. Þetta segir Pétur Benedikt Júlíusson, yfirlæknir á deild Haukeland-háskólasjúkrahússins í Bergen í Noregi fyrir of feit börn. „Það þarf að gefa þætti foreldra meiri gaum. Foreldrarnir bera ábyrgð á því hvað börnin borða og hvað þau gera í frístundum, einkum þegar þau eru lítil,“ segir hann. Pétur bendir á að vægi erfða og umhverfis sé líklega jafnt. Þá segi það sig sjálft að þáttur foreldra sé mikill. Niðurstöður vaxtarmælinga Péturs á 8.300 börnum í Bergen frá 2003 til 2006 og viðhorfum foreldra þeirra leiddu í ljós að foreldrar gera sér ekki alltaf grein fyrir ofþyngd barna sinna. „Í 90 prósentum tilfella, þegar um var að ræða ofþyngd leikskólabarna, fannst foreldrunum þyngd barnsins eðlileg. Í 61 prósenti tilfella ofþyngdar hjá 6 til 12 ára börnum gerðu foreldrar sér ekki grein fyrir henni. „Skýringin á því kann að vera sú að börn þeirra skera sig ekki úr þar sem svo mörg börn eru of þung,“ segir Pétur. Hann tekur það fram að einnig geti verið að foreldrar líti á það sem hraustleikamerki að barnið sé í þyngri kantinum. Þetta undirstriki mikilvægi þess að vera með rútínumælingar. Vinnuhópur á vegum norska heilbrigðisráðuneytisins, sem Pétur var í, lagði til fleiri skylduþyngdarmælingar en höfðu verið. „Áður var aðeins ein skylduþyngdarmæling þegar barnið var sex vikna. Nú eru börnin vigtuð sjö sinnum á fyrsta árinu, tvisvar sinnum á öðru ári, þegar þau eru fjögurra ára og í 1., 3. og áttunda bekk. Þar með er hægt að grípa fyrr inn í. Það er erfiðara að losna við offitu þegar maður er orðinn fullorðinn.“ Pétur segir alveg hættulaust að taka þessi mál upp við börn. „Við höfum meðhöndlað of feit börn frá 2004 og höfum ekki upplifað neitt tilvik af lystarstoli. Heilsugæsluhjúkrunarfræðingar hér hafa verið hræddir við að taka þetta upp en engar rannsóknar hafa sýnt fram á að slík nálgun leiði af sér lystarstol.“ Foreldrar taka þátt í meðferð of feitra barna á sjúkrahúsinu hjá Pétri. „Það er mikilvægt að finna út hvaðan aukakaloríurnar í fæði barnanna koma auk þess sem koma þarf á góðum venjum tengdum matmálstímum. Við mælum ekki með því að fjölskyldan borði fyrir framan sjónvarpið og tölvuna. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að hægt er að hafa það „huggulegt“ á annan hátt en að borða. Börn sem hafa sjónvarp inni í herberginu sínu eða eyða of miklum tíma fyrir framan skjá eiga einnig á hættu að verða of þung. Slíkt leiðir auðveldlega til aðgerðaleysis. Pétur segir að til séu rannsóknir sem sýni að allt að 70 prósent barna séu of þung ef báðir foreldrarnir eru of þungir. Sé annað foreldrið of þungt eru 40 prósent barnanna of þung. „Lífsstílsmeðferð fjallar eiginlega um að koma á þeim lífsstíl sem passar okkar náttúru.“ Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Þáttur foreldra í þyngd barna er afgerandi. Þetta segir Pétur Benedikt Júlíusson, yfirlæknir á deild Haukeland-háskólasjúkrahússins í Bergen í Noregi fyrir of feit börn. „Það þarf að gefa þætti foreldra meiri gaum. Foreldrarnir bera ábyrgð á því hvað börnin borða og hvað þau gera í frístundum, einkum þegar þau eru lítil,“ segir hann. Pétur bendir á að vægi erfða og umhverfis sé líklega jafnt. Þá segi það sig sjálft að þáttur foreldra sé mikill. Niðurstöður vaxtarmælinga Péturs á 8.300 börnum í Bergen frá 2003 til 2006 og viðhorfum foreldra þeirra leiddu í ljós að foreldrar gera sér ekki alltaf grein fyrir ofþyngd barna sinna. „Í 90 prósentum tilfella, þegar um var að ræða ofþyngd leikskólabarna, fannst foreldrunum þyngd barnsins eðlileg. Í 61 prósenti tilfella ofþyngdar hjá 6 til 12 ára börnum gerðu foreldrar sér ekki grein fyrir henni. „Skýringin á því kann að vera sú að börn þeirra skera sig ekki úr þar sem svo mörg börn eru of þung,“ segir Pétur. Hann tekur það fram að einnig geti verið að foreldrar líti á það sem hraustleikamerki að barnið sé í þyngri kantinum. Þetta undirstriki mikilvægi þess að vera með rútínumælingar. Vinnuhópur á vegum norska heilbrigðisráðuneytisins, sem Pétur var í, lagði til fleiri skylduþyngdarmælingar en höfðu verið. „Áður var aðeins ein skylduþyngdarmæling þegar barnið var sex vikna. Nú eru börnin vigtuð sjö sinnum á fyrsta árinu, tvisvar sinnum á öðru ári, þegar þau eru fjögurra ára og í 1., 3. og áttunda bekk. Þar með er hægt að grípa fyrr inn í. Það er erfiðara að losna við offitu þegar maður er orðinn fullorðinn.“ Pétur segir alveg hættulaust að taka þessi mál upp við börn. „Við höfum meðhöndlað of feit börn frá 2004 og höfum ekki upplifað neitt tilvik af lystarstoli. Heilsugæsluhjúkrunarfræðingar hér hafa verið hræddir við að taka þetta upp en engar rannsóknar hafa sýnt fram á að slík nálgun leiði af sér lystarstol.“ Foreldrar taka þátt í meðferð of feitra barna á sjúkrahúsinu hjá Pétri. „Það er mikilvægt að finna út hvaðan aukakaloríurnar í fæði barnanna koma auk þess sem koma þarf á góðum venjum tengdum matmálstímum. Við mælum ekki með því að fjölskyldan borði fyrir framan sjónvarpið og tölvuna. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að hægt er að hafa það „huggulegt“ á annan hátt en að borða. Börn sem hafa sjónvarp inni í herberginu sínu eða eyða of miklum tíma fyrir framan skjá eiga einnig á hættu að verða of þung. Slíkt leiðir auðveldlega til aðgerðaleysis. Pétur segir að til séu rannsóknir sem sýni að allt að 70 prósent barna séu of þung ef báðir foreldrarnir eru of þungir. Sé annað foreldrið of þungt eru 40 prósent barnanna of þung. „Lífsstílsmeðferð fjallar eiginlega um að koma á þeim lífsstíl sem passar okkar náttúru.“
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira