Þáttur foreldra í offitu barna er afgerandi Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 14. nóvember 2013 10:00 Pétur Benedikt Júlíusson, yfirlæknir á háskólasjúkrahúsinu í Bergen í Noregi segir mikilvægt er að finna út hvaðan aukakaloríurnar í fæði barnanna koma. NORDICPHOTOS/AFP Þáttur foreldra í þyngd barna er afgerandi. Þetta segir Pétur Benedikt Júlíusson, yfirlæknir á deild Haukeland-háskólasjúkrahússins í Bergen í Noregi fyrir of feit börn. „Það þarf að gefa þætti foreldra meiri gaum. Foreldrarnir bera ábyrgð á því hvað börnin borða og hvað þau gera í frístundum, einkum þegar þau eru lítil,“ segir hann. Pétur bendir á að vægi erfða og umhverfis sé líklega jafnt. Þá segi það sig sjálft að þáttur foreldra sé mikill. Niðurstöður vaxtarmælinga Péturs á 8.300 börnum í Bergen frá 2003 til 2006 og viðhorfum foreldra þeirra leiddu í ljós að foreldrar gera sér ekki alltaf grein fyrir ofþyngd barna sinna. „Í 90 prósentum tilfella, þegar um var að ræða ofþyngd leikskólabarna, fannst foreldrunum þyngd barnsins eðlileg. Í 61 prósenti tilfella ofþyngdar hjá 6 til 12 ára börnum gerðu foreldrar sér ekki grein fyrir henni. „Skýringin á því kann að vera sú að börn þeirra skera sig ekki úr þar sem svo mörg börn eru of þung,“ segir Pétur. Hann tekur það fram að einnig geti verið að foreldrar líti á það sem hraustleikamerki að barnið sé í þyngri kantinum. Þetta undirstriki mikilvægi þess að vera með rútínumælingar. Vinnuhópur á vegum norska heilbrigðisráðuneytisins, sem Pétur var í, lagði til fleiri skylduþyngdarmælingar en höfðu verið. „Áður var aðeins ein skylduþyngdarmæling þegar barnið var sex vikna. Nú eru börnin vigtuð sjö sinnum á fyrsta árinu, tvisvar sinnum á öðru ári, þegar þau eru fjögurra ára og í 1., 3. og áttunda bekk. Þar með er hægt að grípa fyrr inn í. Það er erfiðara að losna við offitu þegar maður er orðinn fullorðinn.“ Pétur segir alveg hættulaust að taka þessi mál upp við börn. „Við höfum meðhöndlað of feit börn frá 2004 og höfum ekki upplifað neitt tilvik af lystarstoli. Heilsugæsluhjúkrunarfræðingar hér hafa verið hræddir við að taka þetta upp en engar rannsóknar hafa sýnt fram á að slík nálgun leiði af sér lystarstol.“ Foreldrar taka þátt í meðferð of feitra barna á sjúkrahúsinu hjá Pétri. „Það er mikilvægt að finna út hvaðan aukakaloríurnar í fæði barnanna koma auk þess sem koma þarf á góðum venjum tengdum matmálstímum. Við mælum ekki með því að fjölskyldan borði fyrir framan sjónvarpið og tölvuna. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að hægt er að hafa það „huggulegt“ á annan hátt en að borða. Börn sem hafa sjónvarp inni í herberginu sínu eða eyða of miklum tíma fyrir framan skjá eiga einnig á hættu að verða of þung. Slíkt leiðir auðveldlega til aðgerðaleysis. Pétur segir að til séu rannsóknir sem sýni að allt að 70 prósent barna séu of þung ef báðir foreldrarnir eru of þungir. Sé annað foreldrið of þungt eru 40 prósent barnanna of þung. „Lífsstílsmeðferð fjallar eiginlega um að koma á þeim lífsstíl sem passar okkar náttúru.“ Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Þáttur foreldra í þyngd barna er afgerandi. Þetta segir Pétur Benedikt Júlíusson, yfirlæknir á deild Haukeland-háskólasjúkrahússins í Bergen í Noregi fyrir of feit börn. „Það þarf að gefa þætti foreldra meiri gaum. Foreldrarnir bera ábyrgð á því hvað börnin borða og hvað þau gera í frístundum, einkum þegar þau eru lítil,“ segir hann. Pétur bendir á að vægi erfða og umhverfis sé líklega jafnt. Þá segi það sig sjálft að þáttur foreldra sé mikill. Niðurstöður vaxtarmælinga Péturs á 8.300 börnum í Bergen frá 2003 til 2006 og viðhorfum foreldra þeirra leiddu í ljós að foreldrar gera sér ekki alltaf grein fyrir ofþyngd barna sinna. „Í 90 prósentum tilfella, þegar um var að ræða ofþyngd leikskólabarna, fannst foreldrunum þyngd barnsins eðlileg. Í 61 prósenti tilfella ofþyngdar hjá 6 til 12 ára börnum gerðu foreldrar sér ekki grein fyrir henni. „Skýringin á því kann að vera sú að börn þeirra skera sig ekki úr þar sem svo mörg börn eru of þung,“ segir Pétur. Hann tekur það fram að einnig geti verið að foreldrar líti á það sem hraustleikamerki að barnið sé í þyngri kantinum. Þetta undirstriki mikilvægi þess að vera með rútínumælingar. Vinnuhópur á vegum norska heilbrigðisráðuneytisins, sem Pétur var í, lagði til fleiri skylduþyngdarmælingar en höfðu verið. „Áður var aðeins ein skylduþyngdarmæling þegar barnið var sex vikna. Nú eru börnin vigtuð sjö sinnum á fyrsta árinu, tvisvar sinnum á öðru ári, þegar þau eru fjögurra ára og í 1., 3. og áttunda bekk. Þar með er hægt að grípa fyrr inn í. Það er erfiðara að losna við offitu þegar maður er orðinn fullorðinn.“ Pétur segir alveg hættulaust að taka þessi mál upp við börn. „Við höfum meðhöndlað of feit börn frá 2004 og höfum ekki upplifað neitt tilvik af lystarstoli. Heilsugæsluhjúkrunarfræðingar hér hafa verið hræddir við að taka þetta upp en engar rannsóknar hafa sýnt fram á að slík nálgun leiði af sér lystarstol.“ Foreldrar taka þátt í meðferð of feitra barna á sjúkrahúsinu hjá Pétri. „Það er mikilvægt að finna út hvaðan aukakaloríurnar í fæði barnanna koma auk þess sem koma þarf á góðum venjum tengdum matmálstímum. Við mælum ekki með því að fjölskyldan borði fyrir framan sjónvarpið og tölvuna. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að hægt er að hafa það „huggulegt“ á annan hátt en að borða. Börn sem hafa sjónvarp inni í herberginu sínu eða eyða of miklum tíma fyrir framan skjá eiga einnig á hættu að verða of þung. Slíkt leiðir auðveldlega til aðgerðaleysis. Pétur segir að til séu rannsóknir sem sýni að allt að 70 prósent barna séu of þung ef báðir foreldrarnir eru of þungir. Sé annað foreldrið of þungt eru 40 prósent barnanna of þung. „Lífsstílsmeðferð fjallar eiginlega um að koma á þeim lífsstíl sem passar okkar náttúru.“
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira