Leikur að orðum Jóhannes Benediktsson skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Byrjum á að kynna til sögunnar orðskrípið raðfail. Fáir þekkja það, en segja má að orðið lýsi erfiðleikunum sem stundum fylgja því að setja saman hluti. Dæmi: „Mér gengur ekkert að setja saman nýju IKEA-hilluna. Þetta er algjört raðfail!“ Áhugamenn um skrafl (e. Scrabble) gætu haft gaman af duldum eiginleika þessa vafasama orðs: Hægt er að búa til sautján ný orð, ef stöfum þess er raðað upp á nýtt. Ekkert annað sjöstafa-stafarugl kemst nálægt orðinu hvað enduruppröðunarmöguleika varðar. Þeir sem vilja spreyta sig á orðinu raðfail skulu hætta lestri hér, því öll sautján tilbrigðin verða tínd til í lok þessara skrifa. Góðir skraflarar komast upp í tíu. Minna verður að teljast raðfail. Beygingarlýsing íslensks nútímamáls (BÍN) er safn beygingardæma og hefur verið í vinnslu á Stofnun Árna Magnússonar í rúman áratug. Efnið er öllum aðgengilegt á vefsíðu stofnunarinnar. BÍN hefur reynst Skraflfélagi Íslands öflugt verkfæri, þegar höggva þarf á hnútinn í deilumálum sem snúa að íslensku máli. Við í Skraflfélaginu höfum einnig verið dugleg að rannsaka eiginleika BÍN og orðið ýmiss vísari. Til gamans verður hér farið yfir helstu niðurstöður. Orðið bananasala hefur oft verið talið lengsta orðið í íslensku, þar sem a og samhljóði skiptast á. Í BÍN er þó að finna lengra orð, en þar er minnst á danahatarana. Ekkert er þó talað um bananasalahatarana, enda eru Íslendingar með umburðarlyndari þjóðum þegar ávaxtasalar eru annars vegar. Stundum er fróðlegt að bera niðurstöðurnar saman við önnur tungumál. Til dæmis er lengsta orðið í ensku, þar sem sérhljóði og samhljóði skiptast á, honorificabilitudinitatibus. Shakespeare notaði það eitt sinn í verki sínu, þar sem það lýsir þeim æruverðuga. Lengsta samsvarandi orð í íslensku er árabátatímabilunum. Íslendingar geta einnig státað af Húsavíkurapótekinu, risaletidýrunum og uxahalasúpunum, sem virðast þó heldur rýr við hlið 27 stafa orðs Shakespeares. Nokkur orð eru þeirrar náttúru, að þau halda áfram að vera orð, þó að stafirnir séu teknir burt einn af öðrum af endum þess. Dæmi: Ástarfar – starfar – tarfar – arfar – arfa – arf – ar. Fleiri orð af sama meiði: Aflagarpar, hámarkaðir, óflokkaðir, sólundaðir og þjóðliðinu. Samliggjandi samhljóðar í íslenskum orðum eru aldrei fleiri en sex, samkvæmt BÍN. Meðal þeirra má finna barnshljóð, prestsskrúða, tunglgrjót og útvarpsstjóra. Að sama skapi eru samliggjandi sérhljóðar fjórir að hámarki, en þar má m.a. finna olíuauð, bíóeigendur og stúdentaóeirðir. Ekki þarf þó mikið ímyndunarafl til þess að búa til orð með fimm samliggjandi sérhljóðum, til dæmis væri hægt að rifja upp Ítalíuóeirðirnar fyrir nokkrum árum sem blossuðu upp í kjölfar mikillar íbúaóeiningar þar í landi. Við ljúkum þessari merkilegu samantekt með því að vekja athygli á Íslandsmótinu í skrafli, sem verður haldið í húsakynnum Happs á Höfðatorgi helgina 9. og 10. nóvember. Leikar hefjast klukkan ellefu, en nánari upplýsingar um mótið er að finna á Facebook síðu Skraflfélags Íslands P.S. Eftirfarandi orð fást með því að endurraða stöfunum í raðfail: Aðalrif, aflaðir, aflaðri, afliðar, afriðla, alfaðir, alfarið, alfriða, falaðir, falaðri, fiðlara, lafraði, larfaði, lifaðra, lifaðar, lifraða og rafliða. (Orðin alfiðra og riflaða finnast ekki í orðasafninu). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Byrjum á að kynna til sögunnar orðskrípið raðfail. Fáir þekkja það, en segja má að orðið lýsi erfiðleikunum sem stundum fylgja því að setja saman hluti. Dæmi: „Mér gengur ekkert að setja saman nýju IKEA-hilluna. Þetta er algjört raðfail!“ Áhugamenn um skrafl (e. Scrabble) gætu haft gaman af duldum eiginleika þessa vafasama orðs: Hægt er að búa til sautján ný orð, ef stöfum þess er raðað upp á nýtt. Ekkert annað sjöstafa-stafarugl kemst nálægt orðinu hvað enduruppröðunarmöguleika varðar. Þeir sem vilja spreyta sig á orðinu raðfail skulu hætta lestri hér, því öll sautján tilbrigðin verða tínd til í lok þessara skrifa. Góðir skraflarar komast upp í tíu. Minna verður að teljast raðfail. Beygingarlýsing íslensks nútímamáls (BÍN) er safn beygingardæma og hefur verið í vinnslu á Stofnun Árna Magnússonar í rúman áratug. Efnið er öllum aðgengilegt á vefsíðu stofnunarinnar. BÍN hefur reynst Skraflfélagi Íslands öflugt verkfæri, þegar höggva þarf á hnútinn í deilumálum sem snúa að íslensku máli. Við í Skraflfélaginu höfum einnig verið dugleg að rannsaka eiginleika BÍN og orðið ýmiss vísari. Til gamans verður hér farið yfir helstu niðurstöður. Orðið bananasala hefur oft verið talið lengsta orðið í íslensku, þar sem a og samhljóði skiptast á. Í BÍN er þó að finna lengra orð, en þar er minnst á danahatarana. Ekkert er þó talað um bananasalahatarana, enda eru Íslendingar með umburðarlyndari þjóðum þegar ávaxtasalar eru annars vegar. Stundum er fróðlegt að bera niðurstöðurnar saman við önnur tungumál. Til dæmis er lengsta orðið í ensku, þar sem sérhljóði og samhljóði skiptast á, honorificabilitudinitatibus. Shakespeare notaði það eitt sinn í verki sínu, þar sem það lýsir þeim æruverðuga. Lengsta samsvarandi orð í íslensku er árabátatímabilunum. Íslendingar geta einnig státað af Húsavíkurapótekinu, risaletidýrunum og uxahalasúpunum, sem virðast þó heldur rýr við hlið 27 stafa orðs Shakespeares. Nokkur orð eru þeirrar náttúru, að þau halda áfram að vera orð, þó að stafirnir séu teknir burt einn af öðrum af endum þess. Dæmi: Ástarfar – starfar – tarfar – arfar – arfa – arf – ar. Fleiri orð af sama meiði: Aflagarpar, hámarkaðir, óflokkaðir, sólundaðir og þjóðliðinu. Samliggjandi samhljóðar í íslenskum orðum eru aldrei fleiri en sex, samkvæmt BÍN. Meðal þeirra má finna barnshljóð, prestsskrúða, tunglgrjót og útvarpsstjóra. Að sama skapi eru samliggjandi sérhljóðar fjórir að hámarki, en þar má m.a. finna olíuauð, bíóeigendur og stúdentaóeirðir. Ekki þarf þó mikið ímyndunarafl til þess að búa til orð með fimm samliggjandi sérhljóðum, til dæmis væri hægt að rifja upp Ítalíuóeirðirnar fyrir nokkrum árum sem blossuðu upp í kjölfar mikillar íbúaóeiningar þar í landi. Við ljúkum þessari merkilegu samantekt með því að vekja athygli á Íslandsmótinu í skrafli, sem verður haldið í húsakynnum Happs á Höfðatorgi helgina 9. og 10. nóvember. Leikar hefjast klukkan ellefu, en nánari upplýsingar um mótið er að finna á Facebook síðu Skraflfélags Íslands P.S. Eftirfarandi orð fást með því að endurraða stöfunum í raðfail: Aðalrif, aflaðir, aflaðri, afliðar, afriðla, alfaðir, alfarið, alfriða, falaðir, falaðri, fiðlara, lafraði, larfaði, lifaðra, lifaðar, lifraða og rafliða. (Orðin alfiðra og riflaða finnast ekki í orðasafninu).
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun