Nýtt kennaranám, tækifæri og áskoranir Jóhanna Einarsdóttir skrifar 6. nóvember 2013 00:00 Árið 2008 sameinuðust Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands (HÍ) og þar með varð til Menntavísindasvið (MVS) sem eitt af fimm fræðasviðum HÍ. Á MVS eru þrjár deildir: Kennaradeild, sem menntar leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, Uppeldis- og menntunarfræðideild og Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild. Við MVS starfa helstu sérfræðingar þjóðarinnar í menntamálum og gegna þeir mikilvægu hlutverki við mótun íslensks samfélags. Akademískir starfsmenn á Menntavísindasviði stunda rannsóknir sem geta haft mikla þýðingu fyrir starfshætti í skólum og stefnumótun í menntamálum. Þeir leggja sig fram um að birta rannsóknarniðurstöður sínar, ekki einungis í ritrýndum erlendum tímaritum, heldur ekki síður á innlendum vettvangi svo niðurstöðurnar geti betur nýst íslenskum kennurum og samfélaginu í heild. Kennarar við MVS eru höfundar námsefnis sem kennt er í skólum landsins, þeir taka þátt í þróun aðalnámskrár og eru kallaðir til ráðgjafar í skólum, á vettvangi sveitarfélaga og menntamálaráðuneytis.Betri kennarar Með lögum frá Alþingi árið 2008 var nám kennara á öllum skólastigum lengt í fimm ára meistaranám. Sú lagasetning endurspeglar skilning yfirvalda á mikilvægi menntunar kennara fyrir gæði skólastarfs og með þeim lögum skipuðu Íslendingar sér í forystusveit í menntamálum á Norðurlöndum, ásamt Finnum. Samhliða lengingu kennaranámsins og sameiningu KHÍ við Háskóla Íslands hefur námið verið endurskoðað. Auk áherslu á kennslufræði og tengsla við skólakerfið eru rannsóknir og fræðileg vinnubrögð ríkur þáttur í náminu, einkum á meistarastigi. Einnig stunda nú um áttatíu kandídatar doktorsnám við sviðið. Samstarf milli sviða og deilda HÍ hefur aukist og sömuleiðis samstarf við erlenda háskóla og eiga nemendur þess kost að sækja hluta af námi sínu við erlenda samstarfsháskóla.Færri umsækjendur Samfara lengingu kennaranámsins fækkaði töluvert umsóknum um nám við Kennaradeild. Á árunum 2003-2007 hófu að meðaltali 235 nemendur grunnskólakennaranám árlega og 102 leikskólakennaranám. Ef tímabilið frá 2008-2012 er skoðað til samanburðar, kemur í ljós að veruleg fækkun hefur orðið en á því tímabili innrituðust að meðaltali 174 nemendur árlega í grunnskólakennaranám og að meðaltali 51 í leikskólakennaranám. Þetta eru uggvænlegar tölur sem sýna að fækkun nýnema í grunnskólakennaranámi nemur 35% og 50% meðal nýnema í leikskólakennaranámi. Á sama tíma hefur börnum á leik- og grunnskólaaldri fjölgað hratt. Á næstu árum munum við jafnframt kveðja stóra árganga af starfandi kennurum sem fara munu á eftirlaun.Snúum vörn í sókn Öllum sem til þekkja má vera ljós brýn nauðsyn þess að tryggja nægilegt framboð af vel menntuðum kennurum á næstu árum. Hér þarf að snúa vörn í sókn. Allir foreldrar vilja vel menntaða kennara fyrir börnin sín og stjórnvöld vilja góða skóla. Til að svo megi verða þarf að tryggja nægilega nýliðun í þeim stéttum sem mennta börn og ungmenni þessa lands. Til þess þarf að breyta viðhorfum til kennarastarfsins. Afar áríðandi er að kennaramenntastofnanir, sveitarfélög, fræðsluyfirvöld og samtök kennara taki höndum saman um átak til að vekja athygli ungs fólks á þeim fjölbreyttu og mikilvægu störfum sem kennarar vinna. Hér eru ótal sóknarfæri í þágu barna í þessu landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Árið 2008 sameinuðust Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands (HÍ) og þar með varð til Menntavísindasvið (MVS) sem eitt af fimm fræðasviðum HÍ. Á MVS eru þrjár deildir: Kennaradeild, sem menntar leik-, grunn- og framhaldsskólakennara, Uppeldis- og menntunarfræðideild og Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild. Við MVS starfa helstu sérfræðingar þjóðarinnar í menntamálum og gegna þeir mikilvægu hlutverki við mótun íslensks samfélags. Akademískir starfsmenn á Menntavísindasviði stunda rannsóknir sem geta haft mikla þýðingu fyrir starfshætti í skólum og stefnumótun í menntamálum. Þeir leggja sig fram um að birta rannsóknarniðurstöður sínar, ekki einungis í ritrýndum erlendum tímaritum, heldur ekki síður á innlendum vettvangi svo niðurstöðurnar geti betur nýst íslenskum kennurum og samfélaginu í heild. Kennarar við MVS eru höfundar námsefnis sem kennt er í skólum landsins, þeir taka þátt í þróun aðalnámskrár og eru kallaðir til ráðgjafar í skólum, á vettvangi sveitarfélaga og menntamálaráðuneytis.Betri kennarar Með lögum frá Alþingi árið 2008 var nám kennara á öllum skólastigum lengt í fimm ára meistaranám. Sú lagasetning endurspeglar skilning yfirvalda á mikilvægi menntunar kennara fyrir gæði skólastarfs og með þeim lögum skipuðu Íslendingar sér í forystusveit í menntamálum á Norðurlöndum, ásamt Finnum. Samhliða lengingu kennaranámsins og sameiningu KHÍ við Háskóla Íslands hefur námið verið endurskoðað. Auk áherslu á kennslufræði og tengsla við skólakerfið eru rannsóknir og fræðileg vinnubrögð ríkur þáttur í náminu, einkum á meistarastigi. Einnig stunda nú um áttatíu kandídatar doktorsnám við sviðið. Samstarf milli sviða og deilda HÍ hefur aukist og sömuleiðis samstarf við erlenda háskóla og eiga nemendur þess kost að sækja hluta af námi sínu við erlenda samstarfsháskóla.Færri umsækjendur Samfara lengingu kennaranámsins fækkaði töluvert umsóknum um nám við Kennaradeild. Á árunum 2003-2007 hófu að meðaltali 235 nemendur grunnskólakennaranám árlega og 102 leikskólakennaranám. Ef tímabilið frá 2008-2012 er skoðað til samanburðar, kemur í ljós að veruleg fækkun hefur orðið en á því tímabili innrituðust að meðaltali 174 nemendur árlega í grunnskólakennaranám og að meðaltali 51 í leikskólakennaranám. Þetta eru uggvænlegar tölur sem sýna að fækkun nýnema í grunnskólakennaranámi nemur 35% og 50% meðal nýnema í leikskólakennaranámi. Á sama tíma hefur börnum á leik- og grunnskólaaldri fjölgað hratt. Á næstu árum munum við jafnframt kveðja stóra árganga af starfandi kennurum sem fara munu á eftirlaun.Snúum vörn í sókn Öllum sem til þekkja má vera ljós brýn nauðsyn þess að tryggja nægilegt framboð af vel menntuðum kennurum á næstu árum. Hér þarf að snúa vörn í sókn. Allir foreldrar vilja vel menntaða kennara fyrir börnin sín og stjórnvöld vilja góða skóla. Til að svo megi verða þarf að tryggja nægilega nýliðun í þeim stéttum sem mennta börn og ungmenni þessa lands. Til þess þarf að breyta viðhorfum til kennarastarfsins. Afar áríðandi er að kennaramenntastofnanir, sveitarfélög, fræðsluyfirvöld og samtök kennara taki höndum saman um átak til að vekja athygli ungs fólks á þeim fjölbreyttu og mikilvægu störfum sem kennarar vinna. Hér eru ótal sóknarfæri í þágu barna í þessu landi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun