Samfélag jafnréttis og lýðræðis Eygló Harðardóttir skrifar 1. nóvember 2013 06:00 Í dag legg ég fyrir lögbundið jafnréttisþing skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála 2011-2013. Á þinginu verður fjallað um fjölmargar hliðar jafnréttismála en megináhersla lögð á jafnrétti á vinnumarkaði. Konur fylktu liði á sögufrægum baráttufundi árið 1975 sem aldrei gleymist. Æ síðan hefur 24. október verið helgaður baráttunni fyrir réttindum kvenna á vinnumarkaði. Enn er þó kynbundinn launamunur um 9%. Við getum ekki sætt okkur við slíkar afskriftir á launum dætra okkar, þessum hróplega mun verður að útrýma. Öflug kvennahreyfing er nauðsynleg en ekki næg forsenda framfara í jafnréttismálum. Þekking byggð á rannsóknum er undirstaða þess að við getum haldið áfram að ryðja úr vegi hindrunum á leið okkar að réttlátara samfélagi. Skýrsla ráðherra er afrakstur slíkrar vinnu. Hún sýnir að margt hefur áunnist en dregur einnig fram stórar áskoranir. Þeim munum við mæta og halda áfram að byggja upp samfélag þar sem allir njóta jafnréttis í víðasta skilningi og engin mismunun fær þrifist. Liður í aðgerðum gegn mismunun af öllu tagi eru frumvörp til breytinga á jafnréttislögum sem ég legg fram á Alþingi á næstunni. Framundan eru merk tímamót þegar 100 ár verða liðin frá því að íslenskar konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi. Við þessi tímamót ber að horfa um öxl. Við eigum að skrá helstu vörðurnar í jafnréttissögu landsins, styrkja fræðsluverkefni og rannsóknir sem miðla þekkingu um lýðræðisþróun og baráttu fyrir auknum borgara- og stjórnmálalegum réttindum. Við eigum að kortleggja þátttöku kvenna í stjórnmálum og greina hvað skýrt getur kynjaskekkjuna á vettvangi stjórnmálanna. Það felast sóknarfæri í því að standa myndarlega að verki þegar við höldum upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Við getum sótt fyrirmyndir og unnið með hinum Norðurlandaþjóðunum sem nú minnast sömu tímamóta. Höfum að leiðarljósi orð Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sem hún ritaði í fyrstu opinberu baráttugreinina fyrir réttindum kvenna – þekking er veldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Í dag legg ég fyrir lögbundið jafnréttisþing skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála 2011-2013. Á þinginu verður fjallað um fjölmargar hliðar jafnréttismála en megináhersla lögð á jafnrétti á vinnumarkaði. Konur fylktu liði á sögufrægum baráttufundi árið 1975 sem aldrei gleymist. Æ síðan hefur 24. október verið helgaður baráttunni fyrir réttindum kvenna á vinnumarkaði. Enn er þó kynbundinn launamunur um 9%. Við getum ekki sætt okkur við slíkar afskriftir á launum dætra okkar, þessum hróplega mun verður að útrýma. Öflug kvennahreyfing er nauðsynleg en ekki næg forsenda framfara í jafnréttismálum. Þekking byggð á rannsóknum er undirstaða þess að við getum haldið áfram að ryðja úr vegi hindrunum á leið okkar að réttlátara samfélagi. Skýrsla ráðherra er afrakstur slíkrar vinnu. Hún sýnir að margt hefur áunnist en dregur einnig fram stórar áskoranir. Þeim munum við mæta og halda áfram að byggja upp samfélag þar sem allir njóta jafnréttis í víðasta skilningi og engin mismunun fær þrifist. Liður í aðgerðum gegn mismunun af öllu tagi eru frumvörp til breytinga á jafnréttislögum sem ég legg fram á Alþingi á næstunni. Framundan eru merk tímamót þegar 100 ár verða liðin frá því að íslenskar konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi. Við þessi tímamót ber að horfa um öxl. Við eigum að skrá helstu vörðurnar í jafnréttissögu landsins, styrkja fræðsluverkefni og rannsóknir sem miðla þekkingu um lýðræðisþróun og baráttu fyrir auknum borgara- og stjórnmálalegum réttindum. Við eigum að kortleggja þátttöku kvenna í stjórnmálum og greina hvað skýrt getur kynjaskekkjuna á vettvangi stjórnmálanna. Það felast sóknarfæri í því að standa myndarlega að verki þegar við höldum upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Við getum sótt fyrirmyndir og unnið með hinum Norðurlandaþjóðunum sem nú minnast sömu tímamóta. Höfum að leiðarljósi orð Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sem hún ritaði í fyrstu opinberu baráttugreinina fyrir réttindum kvenna – þekking er veldi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun