Konur eru með hundrað hlutverk í dag Marín Manda skrifar 1. nóvember 2013 09:00 Eva Dögg Sigurgeirsdóttir. Myndir/Valli Eva Dögg Sigurgeirsdóttir er stórglæsileg fjögurra barna móðir. Hún rekur sinn eigin tískuvef og á næstunni kemur út fyrsta bókin hennar, Tískubókin – í stíl við þig. Lífið ræddi við Evu Dögg um stórbrotið fjölskyldulíf, barneignir á miðjum aldri, vonbrigði með skólakerfið og listina að lifa fyrir daginn í dag. Eva Dögg er borgarbarn í húð og hár en hún ólst upp í Reykjavík hjá móður sinni, Eddu Björgvinsdóttur leikkonu, og Gísla Rúnari Jónssyni, stjúpföður sínum. Leiklistin heillaði ekki og sem barn þráði hún að ferðast um heiminn og verða flugmaður en fyrst og fremst vildi hún verða ofurskvísa, rétt eins og amma Gréta. Um nokkurra ára skeið bjó Eva Dögg í Santa Fe í Kaliforníu í Bandaríkjunum og lærði Fashion Merchandising og útskrifaðist árið 2011 með MBA-gráðu í viðskiptum og stjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.Hefurðu verið eitthvað í leiklistinni? Lékstu ekki örlítið í myndinni Hrafninn flýgur? „Mín fyrsta reynsla í sjónvarpi var þegar ég var plötuð til að leika í sjónvarpsmynd sex ára gömul og foreldrar mínir lofuðu mér að fara í margar dótabúðir ef ég bara leiddi hermann yfir torg. Ef vel er að gáð þá sést hermaður leiða barn sem lítur út fyrir að vera eskimói sökum grátbólgins andlits. Það var ég. Svo var ég pínd í áramótaskaup og þjáðist fyrir það þegar mér var strítt í skólanum út af því. Mig langaði aldrei að verða leikkona því mér fannst þetta alveg hræðilegt enda alveg nóg af leiklist allt í kringum mig,“ segir hún brosandi.Eva Dögg Sigurgeirsdóttir er stórglæsileg kona.Þú hef gjarnan nefnt að mamma þín, Edda Björgvinsdóttir, sé sú sem að þú lítur mest upp til. Er það ekki rétt? „Ég lít upp til allra jákvæðra dugnaðarforka og mamma tilheyrir þeim hópi. Mér finnst í raun íslenskar konur ótrúlega duglegar konur og í senn þær glæsilegustu í heiminum. Ef konur eru jákvæðar, sjálfum sér samkvæmar og góðar manneskjur þá lít ég upp til þeirra. Mamma er mjög skemmtileg og á það til að ráðleggja mér því hún veit alltaf betur. Það héldu allir að það væri bara áramótaskaup alla daga á mínu heimili þegar ég var barn en, ó nei, mamma mín var ábyggilega strangasta mamman á svæðinu.“ Fyrsta tískublogg landsinsHefur þú ætíð verið meðvituð um tískustrauma? „Það má segja að ég hafi verið meðvituð um tískustrauma frá blautu barnsbeini. Ég man að foreldrar mínir, sem voru róttækir hippar, áttu ekki orð þegar ég fimm ára stóð uppi á steini á leiðinni yfir Kjöl og ímyndaði mér að ég væri á hælaskóm. Ég talaði stanslaust um skó sem ég hafði sé í glugga í verslun Steinars Waage á Laugavegi. Þeir voru úr gallaefni með gulu blómi og smáhæl. Vá hvað mig dreymdi um að eignast þá.“ Nú rekur þú tískuvefinn tíska.is. Hvað varð til þess? „Ég opnaði fyrst tiska.is árið 1999 en þá var þetta í raun fyrsta netverslunin á Íslandi sem seldi fatnað, fylgihluti og snyrtivörur. Þá var orðið blogg ekki til og því má segja að þetta hafi verið fyrsta tískubloggið á Íslandi því við vorum einnig með tískufréttir. Eftir að ég eignaðist litlu prinsana mína ákvað ég að vinna heima í stað þess að fá mér au-pair því ég uppgötvaði að ég gæti ekki unnið fullt starf sem útivinnandi framakona. Ég ákvað að opna vefinn á ný og í dag erum við sjö sem stöndum að honum. Það eru Dóra Lind, Sigga Kling, Edda Björgvins, Ásgeir Hjartarson, Silla Make-up og Harpa Sif ásamt mér. Fram undan eru spennandi nýjungar sem verða komnar þegar vefurinn verður eins árs í desember.“Finnur þú fyrir mikilli útlitsdýrkun hér á landi? „Já, að vissu leyti. Með tilkomu forrita á borð við Photoshop og þess háttar, þá birtir enginn ljóta mynd af sjálfum sér neins staðar. Ég upplifi útlitsdýrkun að hluta til hjá minni kynslóð þar sem fjöldinn allur fer og lætur lyfta, sprauta, græja og gera. Eva ásamt Bjarna Ákasyni og sonum þeirra.Af hverju skyldu konur vilja láta sprauta í allar hrukkur? Vegna þess að umhverfið kallar á það. En ég er þeirrar skoðunar samt að maður eigi að fylgja innsæi sínu og ef fólki líður betur með slétt enni eða stórar varir, þá er það í fínu lagi.“ Nú ertu að fara gefa út Tískubókina – í stíl við þig á næstu vikum. Segðu örlítið frá frá henni. „Ég var búin að ganga lengi með þessa hugmynd í maganum enda hef ég skrifað um tískutengt efni fyrir fjölmiðla í mörg ár. Tíska er mér mikið hjartans mál. Svo elska ég fallega hluti og lykt af nýjum fatnaði. Þetta eru engin geimvísindi og ég vil alls ekki breyta konum en mig langar bara að hjálpa konum til að verða besta útgáfan af sjálfri sér. Bókin er byggð upp á skemmtilegum og góðum ráðum um útlit og klæðaburð og skemmtilega myndskreytt. Þetta er eins og ein stór skvísubók sem hentar breiðum aldurshópi. Bókin mun einnig hjálpa konum að spara peninga og vera smart í leiðinni. Það finnst mér vera mikilvægt.“Eva Dögg er spennt fyrir nýju bókinni, Tískubókin-í stíl við þig.Framinn og fjölskyldan Eva Dögg segist ætla að fylgja bókinni eftir og stefnir á að halda fyrirlestra og veita ýmsa ráðgjöf fyrir konur á öllum aldri. Hún segist hafa fengið mikinn stuðning við verkefnið frá góðu fólki. „Maðurinn minn er búinn að veita mér mjög mikinn stuðning og hvatti mig áfram til að skrifa þessa bók. Nú þarf ég hins vegar á „tölvuafeitrun“ að halda. Ég sit nefnilega oft fram eftir með tölvuna og læt fjölskylduna sitja á hakanum. Nú er ég sem sagt komin í tölvustraff á kvöldin.“Hvernig hefur þér tekist að blanda saman vinnu og fjölskyldulífi? „Þegar ég hef gaman af því sem ég er að gera, þá get ég unnið nótt og dag. Það gerast töfrar þegar það er gaman í vinnunni. Stundum langar mig þó að fara úr ofurkonubúningunum því samfélagið gerir ákveðnar kröfur í dag. Konur eru með hundrað hlutverk og við berum svo mikla ábyrgð. Við eigum að hafa áhugamál, vera góðar vinkonur, kærustur, framakonur, elskhugar og þéna á við karlmennina.Eva Dögg ásamt móður sinnu Eddu Björgvinsdóttur.Mér fallast hendur við að hugsa til þess hvernig ég var að vinna áður en ég átti þessa litlu gæja mína. Mæður okkar voru að berjast fyrir rétti kvenna og því tel ég að gerðar hafi verið óraunhæfar kröfur til okkar kynslóðar. Því er ég oft að vernda börnin mín svo þau upplifi ekki þessa pressu.“ Eva Dögg á stóra fjölskyldu í dag en hún er í sambúð með Bjarna Ákasyni og saman eiga þau tvo drengi. Þegar þau kynntust var hún tveggja barna móðir og hann átti þrjár dætur. Hún segir frá því hvernig samsettar fjölskyldur krefjast mikillar málamiðlunar og oft myndist togstreita. „Stundum hefði maður viljað læra áfangann „fjölskylda 101“,“ segir hún flissandi. „Það er svo margt sem gengur á þegar fjölskyldur tengjast en börnin velja ekki stjúpforeldrana og foreldra sína. Fólk verður að vinna saman með skilning á báða bóga, kurteisi og virðingu án þess að reyna að þóknast. Ég get því vel ímyndað mér að allar ráðgjafarskrifstofur séu fullar af svoleiðis fjölskyldum.“Nýr kafli í lífinuHvernig er svo að eignast lítil börn þegar hin eru uppkomin? „Þessir litlu guttar tengja okkur öll betur saman og það er eins og ég sé bara byrjuð upp á nýtt. Það myndast betri vinskapur og tenging við eldri börnin. Í dag hugsa ég bara að ég vilji njóta barnanna og skítt með þvottinn. Það þarf bæði rigningu og sól til að gera regnboga. Maðurinn minn þarf að ferðast töluvert og ég þarf að standa vaktina 24/7. Þegar maður ákveður að eignast börn á miðjum aldri þá finnst manni nú helvíti skítt að þurfa að vera með þau í pössun allan daginn og líka á kvöldin. Það eru því forréttindi að vinna heima og skapa eitthvað skemmtilegt.“Í stríði við skólakerfiðÞú hefur talað opinskátt um að skólakerfið hafi brugðist syni þínum á unglingsárunum fyrir að hafa verið með sérþarfir? „Ég hef átt margar andvökunætur út af þessu máli en stundum voru símtöl milli mín og skólastjórans fram á nótt. Skólinn og kennararnir eiga stóran þátt í að móta framtíð barnanna okkar og geta hreinlega lagt barn í einelti. Ég barðist fyrir syni mínum í skólakerfinu lengi. Hann fékk ADHD-greiningar en það uppgötvaðist mjög seint. Hann þurfti hjálp en hvatvísir krakkar stjórnast af aðstæðum og eru áhrifagjarnir. Það er hræðilegt að fá athygli fyrir að vera vandamál en hann var bara fyrir í skólanum og mér fannst þau útiloka málin. Það þarf aldeilis að taka til í þessu kerfi því þar er fullt af fólki sem er ekki starfi sínu vaxið. Menntasvið Reykjavíkurborgar stóð með mér en á endanum lét ég hann skipta um skóla rétt fyrir 10. bekk og setti hann á sjálfstyrkingarnámskeið hjá Dale Carnegie.Mæðgurnar Eva Dögg og Sara Ísabella.Ég velti oft fyrir mér hvort ég hefði getað gert eitthvað öðruvísi og hvort ég hefði gert eitthvað vitlaust. Allar mæður vilja hjálpa börnunum sínum og vernda þau. Eftir þessa upplifun sína valdi hann að fara út af beinu brautinni en í dag er hann kominn aftur og stendur sig einstaklega vel og er flottur ungur maður.“ Hver eða hvað veitir þér innblástur í þínu daglega lífi? „Að lesa eitthvað jákvætt og uppbyggilegt og vera innan um skemmtilegt fólk. Maður velur ekki fjölskyldu sína en vinina á maður að velja vel. Að horfa á fallegt listaverk og skoða fallegan atkitektúr veitir mér einnig innblástur. Að hlæja nógu mikið að liðinni fortíð því nútíðin er gjöf og framtíðin er óskrifað blað.“ Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Fleiri fréttir Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Sjá meira
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir er stórglæsileg fjögurra barna móðir. Hún rekur sinn eigin tískuvef og á næstunni kemur út fyrsta bókin hennar, Tískubókin – í stíl við þig. Lífið ræddi við Evu Dögg um stórbrotið fjölskyldulíf, barneignir á miðjum aldri, vonbrigði með skólakerfið og listina að lifa fyrir daginn í dag. Eva Dögg er borgarbarn í húð og hár en hún ólst upp í Reykjavík hjá móður sinni, Eddu Björgvinsdóttur leikkonu, og Gísla Rúnari Jónssyni, stjúpföður sínum. Leiklistin heillaði ekki og sem barn þráði hún að ferðast um heiminn og verða flugmaður en fyrst og fremst vildi hún verða ofurskvísa, rétt eins og amma Gréta. Um nokkurra ára skeið bjó Eva Dögg í Santa Fe í Kaliforníu í Bandaríkjunum og lærði Fashion Merchandising og útskrifaðist árið 2011 með MBA-gráðu í viðskiptum og stjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.Hefurðu verið eitthvað í leiklistinni? Lékstu ekki örlítið í myndinni Hrafninn flýgur? „Mín fyrsta reynsla í sjónvarpi var þegar ég var plötuð til að leika í sjónvarpsmynd sex ára gömul og foreldrar mínir lofuðu mér að fara í margar dótabúðir ef ég bara leiddi hermann yfir torg. Ef vel er að gáð þá sést hermaður leiða barn sem lítur út fyrir að vera eskimói sökum grátbólgins andlits. Það var ég. Svo var ég pínd í áramótaskaup og þjáðist fyrir það þegar mér var strítt í skólanum út af því. Mig langaði aldrei að verða leikkona því mér fannst þetta alveg hræðilegt enda alveg nóg af leiklist allt í kringum mig,“ segir hún brosandi.Eva Dögg Sigurgeirsdóttir er stórglæsileg kona.Þú hef gjarnan nefnt að mamma þín, Edda Björgvinsdóttir, sé sú sem að þú lítur mest upp til. Er það ekki rétt? „Ég lít upp til allra jákvæðra dugnaðarforka og mamma tilheyrir þeim hópi. Mér finnst í raun íslenskar konur ótrúlega duglegar konur og í senn þær glæsilegustu í heiminum. Ef konur eru jákvæðar, sjálfum sér samkvæmar og góðar manneskjur þá lít ég upp til þeirra. Mamma er mjög skemmtileg og á það til að ráðleggja mér því hún veit alltaf betur. Það héldu allir að það væri bara áramótaskaup alla daga á mínu heimili þegar ég var barn en, ó nei, mamma mín var ábyggilega strangasta mamman á svæðinu.“ Fyrsta tískublogg landsinsHefur þú ætíð verið meðvituð um tískustrauma? „Það má segja að ég hafi verið meðvituð um tískustrauma frá blautu barnsbeini. Ég man að foreldrar mínir, sem voru róttækir hippar, áttu ekki orð þegar ég fimm ára stóð uppi á steini á leiðinni yfir Kjöl og ímyndaði mér að ég væri á hælaskóm. Ég talaði stanslaust um skó sem ég hafði sé í glugga í verslun Steinars Waage á Laugavegi. Þeir voru úr gallaefni með gulu blómi og smáhæl. Vá hvað mig dreymdi um að eignast þá.“ Nú rekur þú tískuvefinn tíska.is. Hvað varð til þess? „Ég opnaði fyrst tiska.is árið 1999 en þá var þetta í raun fyrsta netverslunin á Íslandi sem seldi fatnað, fylgihluti og snyrtivörur. Þá var orðið blogg ekki til og því má segja að þetta hafi verið fyrsta tískubloggið á Íslandi því við vorum einnig með tískufréttir. Eftir að ég eignaðist litlu prinsana mína ákvað ég að vinna heima í stað þess að fá mér au-pair því ég uppgötvaði að ég gæti ekki unnið fullt starf sem útivinnandi framakona. Ég ákvað að opna vefinn á ný og í dag erum við sjö sem stöndum að honum. Það eru Dóra Lind, Sigga Kling, Edda Björgvins, Ásgeir Hjartarson, Silla Make-up og Harpa Sif ásamt mér. Fram undan eru spennandi nýjungar sem verða komnar þegar vefurinn verður eins árs í desember.“Finnur þú fyrir mikilli útlitsdýrkun hér á landi? „Já, að vissu leyti. Með tilkomu forrita á borð við Photoshop og þess háttar, þá birtir enginn ljóta mynd af sjálfum sér neins staðar. Ég upplifi útlitsdýrkun að hluta til hjá minni kynslóð þar sem fjöldinn allur fer og lætur lyfta, sprauta, græja og gera. Eva ásamt Bjarna Ákasyni og sonum þeirra.Af hverju skyldu konur vilja láta sprauta í allar hrukkur? Vegna þess að umhverfið kallar á það. En ég er þeirrar skoðunar samt að maður eigi að fylgja innsæi sínu og ef fólki líður betur með slétt enni eða stórar varir, þá er það í fínu lagi.“ Nú ertu að fara gefa út Tískubókina – í stíl við þig á næstu vikum. Segðu örlítið frá frá henni. „Ég var búin að ganga lengi með þessa hugmynd í maganum enda hef ég skrifað um tískutengt efni fyrir fjölmiðla í mörg ár. Tíska er mér mikið hjartans mál. Svo elska ég fallega hluti og lykt af nýjum fatnaði. Þetta eru engin geimvísindi og ég vil alls ekki breyta konum en mig langar bara að hjálpa konum til að verða besta útgáfan af sjálfri sér. Bókin er byggð upp á skemmtilegum og góðum ráðum um útlit og klæðaburð og skemmtilega myndskreytt. Þetta er eins og ein stór skvísubók sem hentar breiðum aldurshópi. Bókin mun einnig hjálpa konum að spara peninga og vera smart í leiðinni. Það finnst mér vera mikilvægt.“Eva Dögg er spennt fyrir nýju bókinni, Tískubókin-í stíl við þig.Framinn og fjölskyldan Eva Dögg segist ætla að fylgja bókinni eftir og stefnir á að halda fyrirlestra og veita ýmsa ráðgjöf fyrir konur á öllum aldri. Hún segist hafa fengið mikinn stuðning við verkefnið frá góðu fólki. „Maðurinn minn er búinn að veita mér mjög mikinn stuðning og hvatti mig áfram til að skrifa þessa bók. Nú þarf ég hins vegar á „tölvuafeitrun“ að halda. Ég sit nefnilega oft fram eftir með tölvuna og læt fjölskylduna sitja á hakanum. Nú er ég sem sagt komin í tölvustraff á kvöldin.“Hvernig hefur þér tekist að blanda saman vinnu og fjölskyldulífi? „Þegar ég hef gaman af því sem ég er að gera, þá get ég unnið nótt og dag. Það gerast töfrar þegar það er gaman í vinnunni. Stundum langar mig þó að fara úr ofurkonubúningunum því samfélagið gerir ákveðnar kröfur í dag. Konur eru með hundrað hlutverk og við berum svo mikla ábyrgð. Við eigum að hafa áhugamál, vera góðar vinkonur, kærustur, framakonur, elskhugar og þéna á við karlmennina.Eva Dögg ásamt móður sinnu Eddu Björgvinsdóttur.Mér fallast hendur við að hugsa til þess hvernig ég var að vinna áður en ég átti þessa litlu gæja mína. Mæður okkar voru að berjast fyrir rétti kvenna og því tel ég að gerðar hafi verið óraunhæfar kröfur til okkar kynslóðar. Því er ég oft að vernda börnin mín svo þau upplifi ekki þessa pressu.“ Eva Dögg á stóra fjölskyldu í dag en hún er í sambúð með Bjarna Ákasyni og saman eiga þau tvo drengi. Þegar þau kynntust var hún tveggja barna móðir og hann átti þrjár dætur. Hún segir frá því hvernig samsettar fjölskyldur krefjast mikillar málamiðlunar og oft myndist togstreita. „Stundum hefði maður viljað læra áfangann „fjölskylda 101“,“ segir hún flissandi. „Það er svo margt sem gengur á þegar fjölskyldur tengjast en börnin velja ekki stjúpforeldrana og foreldra sína. Fólk verður að vinna saman með skilning á báða bóga, kurteisi og virðingu án þess að reyna að þóknast. Ég get því vel ímyndað mér að allar ráðgjafarskrifstofur séu fullar af svoleiðis fjölskyldum.“Nýr kafli í lífinuHvernig er svo að eignast lítil börn þegar hin eru uppkomin? „Þessir litlu guttar tengja okkur öll betur saman og það er eins og ég sé bara byrjuð upp á nýtt. Það myndast betri vinskapur og tenging við eldri börnin. Í dag hugsa ég bara að ég vilji njóta barnanna og skítt með þvottinn. Það þarf bæði rigningu og sól til að gera regnboga. Maðurinn minn þarf að ferðast töluvert og ég þarf að standa vaktina 24/7. Þegar maður ákveður að eignast börn á miðjum aldri þá finnst manni nú helvíti skítt að þurfa að vera með þau í pössun allan daginn og líka á kvöldin. Það eru því forréttindi að vinna heima og skapa eitthvað skemmtilegt.“Í stríði við skólakerfiðÞú hefur talað opinskátt um að skólakerfið hafi brugðist syni þínum á unglingsárunum fyrir að hafa verið með sérþarfir? „Ég hef átt margar andvökunætur út af þessu máli en stundum voru símtöl milli mín og skólastjórans fram á nótt. Skólinn og kennararnir eiga stóran þátt í að móta framtíð barnanna okkar og geta hreinlega lagt barn í einelti. Ég barðist fyrir syni mínum í skólakerfinu lengi. Hann fékk ADHD-greiningar en það uppgötvaðist mjög seint. Hann þurfti hjálp en hvatvísir krakkar stjórnast af aðstæðum og eru áhrifagjarnir. Það er hræðilegt að fá athygli fyrir að vera vandamál en hann var bara fyrir í skólanum og mér fannst þau útiloka málin. Það þarf aldeilis að taka til í þessu kerfi því þar er fullt af fólki sem er ekki starfi sínu vaxið. Menntasvið Reykjavíkurborgar stóð með mér en á endanum lét ég hann skipta um skóla rétt fyrir 10. bekk og setti hann á sjálfstyrkingarnámskeið hjá Dale Carnegie.Mæðgurnar Eva Dögg og Sara Ísabella.Ég velti oft fyrir mér hvort ég hefði getað gert eitthvað öðruvísi og hvort ég hefði gert eitthvað vitlaust. Allar mæður vilja hjálpa börnunum sínum og vernda þau. Eftir þessa upplifun sína valdi hann að fara út af beinu brautinni en í dag er hann kominn aftur og stendur sig einstaklega vel og er flottur ungur maður.“ Hver eða hvað veitir þér innblástur í þínu daglega lífi? „Að lesa eitthvað jákvætt og uppbyggilegt og vera innan um skemmtilegt fólk. Maður velur ekki fjölskyldu sína en vinina á maður að velja vel. Að horfa á fallegt listaverk og skoða fallegan atkitektúr veitir mér einnig innblástur. Að hlæja nógu mikið að liðinni fortíð því nútíðin er gjöf og framtíðin er óskrifað blað.“
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Fleiri fréttir Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Sjá meira