Íslendingar tilnefndir til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. október 2013 10:00 Barrokksveitin Nordic Affect. fréttablaðið/anton „Þetta er mikill heiður fyrir okkur og það er mjög gaman að þessu,“ segir Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari fusion-hljómsveitarinnar Mezzoforte, sem er ásamt barrokk-sveitinni Nordic Affect tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Verðlaunin verða afhent í Óperuhúsinu í Osló í Noregi 30. október næstkomandi. „Þetta eru líklega stærstu tónlistarverðlaunin í okkar heimshluta,“ segir Eyþór um verðlaunin.Eyþór Gunnarsson og hljómsveit hans, Mezzoforte er tilnefnd til verðlaunanna.Mynd/Ulla C. BinderTónlistarverðlaun Norðurlandaráðs eru ein fimm verðlauna sem veitt eru árlega af Norðurlandaráði. Annað hvert ár eru verðlaunin veitt fyrir tónverk eftir núlifandi tónskáld og hitt árið hópum tónlistarmanna sem sýna mikla listræna og faglega færni. „Ég og Gulli Briem verðum viðstaddir verðlaunaafhendinguna en við í Mezzoforte förum svo í mikið tónleikaferðlag um Evrópu og Asíu, daginn eftir hátíðina.“ Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1965. Færeyska tónlistarkonana Eivør Pálsdóttir er tilnefnd til sömu verðlauna fyrir hönd Færeyinga. Nokkrir Íslendingar hafa hlotið verðlaunin, en á meðal þeirra eru Björk Guðmundsdóttir sem hlaut verðlaunin árið 1997 og Anna Þorvaldsdóttir sem hlaut þau í fyrra. Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er mikill heiður fyrir okkur og það er mjög gaman að þessu,“ segir Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari fusion-hljómsveitarinnar Mezzoforte, sem er ásamt barrokk-sveitinni Nordic Affect tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Verðlaunin verða afhent í Óperuhúsinu í Osló í Noregi 30. október næstkomandi. „Þetta eru líklega stærstu tónlistarverðlaunin í okkar heimshluta,“ segir Eyþór um verðlaunin.Eyþór Gunnarsson og hljómsveit hans, Mezzoforte er tilnefnd til verðlaunanna.Mynd/Ulla C. BinderTónlistarverðlaun Norðurlandaráðs eru ein fimm verðlauna sem veitt eru árlega af Norðurlandaráði. Annað hvert ár eru verðlaunin veitt fyrir tónverk eftir núlifandi tónskáld og hitt árið hópum tónlistarmanna sem sýna mikla listræna og faglega færni. „Ég og Gulli Briem verðum viðstaddir verðlaunaafhendinguna en við í Mezzoforte förum svo í mikið tónleikaferðlag um Evrópu og Asíu, daginn eftir hátíðina.“ Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1965. Færeyska tónlistarkonana Eivør Pálsdóttir er tilnefnd til sömu verðlauna fyrir hönd Færeyinga. Nokkrir Íslendingar hafa hlotið verðlaunin, en á meðal þeirra eru Björk Guðmundsdóttir sem hlaut verðlaunin árið 1997 og Anna Þorvaldsdóttir sem hlaut þau í fyrra.
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira