Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi 10 ára Barbara J. Kristvinsson skrifar 26. október 2013 06:00 Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi voru stofnuð 24. október 2003 og halda þess vegna upp á 10 ára afmæli sitt. Veisluhöldin verða í dag, laugardaginn 26. október, á Túngötu 14, frá kl. 14-17. Boðið er upp á léttar veitingar og líflega dagskrá með ræðuhöldum og skemmtun. Opið er fyrir heiðursgesti og félagskonur. Hlutverk Samtakanna er að sameina, takast á við og ljá hagsmuna- og áhugamálum kvenna sem sest hafa að á Íslandi rödd. Markmið Samtakanna er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins. 10 ára afmæli er góður tímapunktur að staldra aðeins við í dagsins önn og líta yfir farinn veg, endurskoða eigið hlutverk og meta hvort markmiðin hafa náðst. Svarið þarf víst að vera já, að mörgu leyti, þó enn sé svo margt að gera. Þegar við byrjuðum í þessu starfi voru staðalmyndir kvenna af erlendum uppruna ríkjandi. Ef yfirleitt var tekið eftir þeim var talað um þær en aldrei við þær. Fyrir tíu árum áttu raddir með hreimi ekki heima í fjölmiðlum, en það hefur breyst, fólk af ólíkum uppruna tekur þátt í umræðunni og vonumst við að hafa á einhvern hátt stuðlað að því, en þess má geta að tvær konur af erlendum uppruna, Grazyna Okuniewska og Amal Tamimi, hafa á þeim tíma tekið sæti á Alþingi og hafa báðar tvær verið stjórnarkonur í Samtökum kvenna af erlendum uppruna. Tækifærin til þátttöku hafa verið mörg og oft snertir starfið ekki einungis konur af erlendum uppruna: við höfum sent inn fjölmargar umsagnir um lagabreytingar sem snerta kven- og mannréttindi, haldið ræðu á hverju ári á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, skrifað margar greinar í blöð og farið í fjölmörg viðtöl í sjónvarpi og útvarpi. En slík vinna vinnst ekki í einangrun heldur einungis í samstarfi og það samstarf við önnur félagasamtök, stofnanir og einstaklinga bæði hér og erlendis hefur verið okkur mikil stoð. Þar er varla hægt að gefa upp tæmandi lista af frábærum samstarfsaðilum í gegnum tíðina, en helst ber þar að nefna samtök sem tilheyra kvennahreyfingunni á Íslandi eins og Kvennaathvarfið, Kvenréttindafélag Íslands eða UNIFEM, en einnig Rauða kross Íslands, Fjölmenningarsetrið, Reykjavíkurborg, ýmis ráðuneyti, Alþjóðahús, Borgarbókasafn og Mannréttindaskrifstofu Íslands, og svo mætti lengi telja. Við höfum tekið á móti systrasamtökum frá mörgum löndum og heimsótt þau til að vinna saman, læra af þeim og alls staðar, nú síðast á málþing í boði Institute for Cultural Diplomacy í Berlín, er fólk agndofa yfir þeim árangri sem náðst hefur hér. Einnig erum við með fulltrúa í ýmsum ráðum, stjórnum og teymum, eins og stjórn um Kvennaathvarf, Allar Heimsins Konur, teymi um málefni innflytjenda, Rannsóknarstofu í fjölmenningarfræðum og fleiri. Nokkur dæmi um starfsemi okkar eru tölvunámskeið, bókakynningar, íslensku- og sjálfstyrkingarnámskeið undir heitinu Taktu þátt. Við bjóðum nú reglulega atburði eins og Söguhring kvenna í samstarfi við Borgarbókasafnið sem hefur sett mark sitt á menningarlíf borgarinnar, þjóðlegt eldhús og jafningjaráðgjöf. Enn stöndum við samt frammi fyrir fjölmörgum áskorunum, atvinnuleysi er hæst meðal kvenna af erlendum uppruna og þær sem eru með vinnu fá oft ekki tækifæri að nýta menntun sína og reynslu til fulls. Brottfall úr framhaldsskólum er hátt meðal innflytjenda og konur af erlendum uppruna eru mjög berskjölduð fórnarlömb heimilisofbeldis því þær þekkja ekki alltaf réttindi sín. En við erum tilbúnar að takast á við þær áskoranir og um leið og við þökkum öllum þeim sem hafa staðið með okkur í gegnum tíðina viljum við fagna því hvað konur af erlendum uppruna hafa fram að færa til íslensks samfélags.www.womeniniceland.ishttps://www.facebook.com/groups/womeniniceland/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi voru stofnuð 24. október 2003 og halda þess vegna upp á 10 ára afmæli sitt. Veisluhöldin verða í dag, laugardaginn 26. október, á Túngötu 14, frá kl. 14-17. Boðið er upp á léttar veitingar og líflega dagskrá með ræðuhöldum og skemmtun. Opið er fyrir heiðursgesti og félagskonur. Hlutverk Samtakanna er að sameina, takast á við og ljá hagsmuna- og áhugamálum kvenna sem sest hafa að á Íslandi rödd. Markmið Samtakanna er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins. 10 ára afmæli er góður tímapunktur að staldra aðeins við í dagsins önn og líta yfir farinn veg, endurskoða eigið hlutverk og meta hvort markmiðin hafa náðst. Svarið þarf víst að vera já, að mörgu leyti, þó enn sé svo margt að gera. Þegar við byrjuðum í þessu starfi voru staðalmyndir kvenna af erlendum uppruna ríkjandi. Ef yfirleitt var tekið eftir þeim var talað um þær en aldrei við þær. Fyrir tíu árum áttu raddir með hreimi ekki heima í fjölmiðlum, en það hefur breyst, fólk af ólíkum uppruna tekur þátt í umræðunni og vonumst við að hafa á einhvern hátt stuðlað að því, en þess má geta að tvær konur af erlendum uppruna, Grazyna Okuniewska og Amal Tamimi, hafa á þeim tíma tekið sæti á Alþingi og hafa báðar tvær verið stjórnarkonur í Samtökum kvenna af erlendum uppruna. Tækifærin til þátttöku hafa verið mörg og oft snertir starfið ekki einungis konur af erlendum uppruna: við höfum sent inn fjölmargar umsagnir um lagabreytingar sem snerta kven- og mannréttindi, haldið ræðu á hverju ári á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, skrifað margar greinar í blöð og farið í fjölmörg viðtöl í sjónvarpi og útvarpi. En slík vinna vinnst ekki í einangrun heldur einungis í samstarfi og það samstarf við önnur félagasamtök, stofnanir og einstaklinga bæði hér og erlendis hefur verið okkur mikil stoð. Þar er varla hægt að gefa upp tæmandi lista af frábærum samstarfsaðilum í gegnum tíðina, en helst ber þar að nefna samtök sem tilheyra kvennahreyfingunni á Íslandi eins og Kvennaathvarfið, Kvenréttindafélag Íslands eða UNIFEM, en einnig Rauða kross Íslands, Fjölmenningarsetrið, Reykjavíkurborg, ýmis ráðuneyti, Alþjóðahús, Borgarbókasafn og Mannréttindaskrifstofu Íslands, og svo mætti lengi telja. Við höfum tekið á móti systrasamtökum frá mörgum löndum og heimsótt þau til að vinna saman, læra af þeim og alls staðar, nú síðast á málþing í boði Institute for Cultural Diplomacy í Berlín, er fólk agndofa yfir þeim árangri sem náðst hefur hér. Einnig erum við með fulltrúa í ýmsum ráðum, stjórnum og teymum, eins og stjórn um Kvennaathvarf, Allar Heimsins Konur, teymi um málefni innflytjenda, Rannsóknarstofu í fjölmenningarfræðum og fleiri. Nokkur dæmi um starfsemi okkar eru tölvunámskeið, bókakynningar, íslensku- og sjálfstyrkingarnámskeið undir heitinu Taktu þátt. Við bjóðum nú reglulega atburði eins og Söguhring kvenna í samstarfi við Borgarbókasafnið sem hefur sett mark sitt á menningarlíf borgarinnar, þjóðlegt eldhús og jafningjaráðgjöf. Enn stöndum við samt frammi fyrir fjölmörgum áskorunum, atvinnuleysi er hæst meðal kvenna af erlendum uppruna og þær sem eru með vinnu fá oft ekki tækifæri að nýta menntun sína og reynslu til fulls. Brottfall úr framhaldsskólum er hátt meðal innflytjenda og konur af erlendum uppruna eru mjög berskjölduð fórnarlömb heimilisofbeldis því þær þekkja ekki alltaf réttindi sín. En við erum tilbúnar að takast á við þær áskoranir og um leið og við þökkum öllum þeim sem hafa staðið með okkur í gegnum tíðina viljum við fagna því hvað konur af erlendum uppruna hafa fram að færa til íslensks samfélags.www.womeniniceland.ishttps://www.facebook.com/groups/womeniniceland/
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar