Hvað vildi Samorka? Mörður Árnason skrifar 21. október 2013 06:00 Gústaf Adolf Níelsson, framkvæmdastjóri Samorku, kvartar undan því í Fréttablaðsgrein 17. október að ekki hafi farið mikið fyrir samráði við gerð og afgreiðslu náttúruverndarlaganna sem núverandi umhverfisráðherra ætlar nú að „afturkalla“. Vissulega hafi verið tekið við athugasemdum á ýmsum stigum vinnunnar og hlustað á gagnrýni – en síðan þegar til átti að taka hafi ekkert verið gert með sjónarmið aðila á borð við sjálfa Samorku. Þetta er athyglisvert framlag til umræðunnar um „afturkallið“. Nú vill svo til að athugasemdir Samorku liggja fyrir í umsögn samtakanna til þingnefndarinnar sem fjallaði um málið síðasta vetur. Þar eru – fyrir utan almennt spjall um yfirsýn, flækjustig og þarfleysi frekari náttúruverndar á Íslandi – sjö eiginlegar athugasemdir við frumvarpið. Þær varða: þinglega meðferð náttúruverndaráætlunar, tengsl við rammaáætlun, vernd jarðmyndana sem þykja merkilegar á svæðisvísu, heimild ráðherra til að banna framkvæmdir á viðkvæmum svæðum tiltekinn tíma, bótarétt landeigenda – og svo tvö meginatriði, annars vegar sérstaka vernd merkilegra vistkerfa og jarðminja, hins vegar meginreglur umhverfisréttarins sem settar eru fram í upphafi lagatextans. Í fimm atriðum af þessum sjö voru lagðar til breytingar þar sem ýmist var fallist á rök Samorku og annarra umsegjenda eða komið verulega til móts við þau. Aðeins tvær athugasemdir Samorku reyndust árangurslausar þegar alþingi hafði gert frumvarpið að lögum: 28–0, 17 sátu hjá. Varúðarreglan Í annarri þeirra lagðist Samorka gegn meginreglum umhverfisréttarins, sérstaklega varúðarreglunni svokölluðu þar sem segir að náttúran eigi að njóta vafans: Þegar hætta er á alvarlegum spjöllum má ekki beita þekkingarskorti sem afsökun fyrir því að láta vaða. Þeir sem um frumvarpið véluðu við frumvarpsgerðina og á þinginu kusu að taka ekki mark á Samorku að þessu leyti en taka í staðinn mark á Ríósamningnum um líffræðilega fjölbreytni frá 1992, EES-samningnum og OSPAR-samningnum um Atlantshafið norðaustanvert og lífríki þess, þar sem alls staðar er vísað til þessarar alþjóðlega viðurkenndu meginreglu. Samorka er greinilega ósátt við þetta. Merkir það að Gústav Adolf, Landsvirkjun, Rarik og Orkuveita Reykjavíkur vilji hafa þetta öfugt – að þau geti ráðist í hvaða framkvæmd sem er ef ekki hefur verið sýnt fram á með 100% vissu að hún skaði náttúruna til ólífis – svo sem ef það er hægt að finna einn fræðimann sem efast? Til dæmis á skrifstofum Samorku, Landsvirkjunar, OR og Rariks? Sérstaka verndin Greinin í lögunum frá 1999 um sérstaka vernd ákveðinna vistkerfa og jarðminja – svo sem eldhrauna, hvera, votlendis, fossa – hefur reynst haldlítil. Þessari grein var því breytt með nýju lögunum. Í stað þess orðalags í gömlu lögunum sem dró tennurnar úr lagagreininni, að röskun þessara náttúrufyrirbæra skuli forðast „eins og kostur er“, kemur ákvæði um að þeim verði ekki raskað „nema brýna nauðsyn beri til og aðrir kostir séu ekki fyrir hendi“. Samkvæmt gamla orðalaginu nægði að sá sem taldi sig af einhverjum ástæðum þurfa að eyðileggja náttúrufyrirbæri reyndi að gera það með lagni. Eins og kostur er. Samkvæmt nýja orðalaginu verða stórfelldir almannahagsmunir að búa að baki – til dæmis þörf á vatnsveitu – og áhugamenn um verkið verða að sýna fram á að aðrar leiðir að markmiðinu séu ekki færar. Samorka vill halda gömlu lagagreininni. Það hlýtur að merkja að Gústav Adolf, Landsvirkjun, OR, HS og Rarik vilja fá að meta það sjálf hver kosturinn er við að forðast röskun. Sá sem kaupir sér jarðýtu og telur æskilegt að eyðileggja goshver, eldhraun, flæðiengjar, sjávarleirur, gervigíga, birkiskóga, vötn og tjarnir, fossa og hraunhella – hann þurfi ekki að íþyngjast við að sýna fram á að það sé óhjákvæmilegt í þágu almannahagsmuna. Afturkall – til hvers? Þetta eru þau tvö atriði sem eftir standa af athugasemdum Samorku, bæði afar mikilvæg. Ég þakka Gústafi Adolfi Níelssyni, framkvæmdastjóra samtakanna, kærlega fyrir að hafa bent alþjóð á það sem afturkallsmálið snýst um í raun og veru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Gústaf Adolf Níelsson, framkvæmdastjóri Samorku, kvartar undan því í Fréttablaðsgrein 17. október að ekki hafi farið mikið fyrir samráði við gerð og afgreiðslu náttúruverndarlaganna sem núverandi umhverfisráðherra ætlar nú að „afturkalla“. Vissulega hafi verið tekið við athugasemdum á ýmsum stigum vinnunnar og hlustað á gagnrýni – en síðan þegar til átti að taka hafi ekkert verið gert með sjónarmið aðila á borð við sjálfa Samorku. Þetta er athyglisvert framlag til umræðunnar um „afturkallið“. Nú vill svo til að athugasemdir Samorku liggja fyrir í umsögn samtakanna til þingnefndarinnar sem fjallaði um málið síðasta vetur. Þar eru – fyrir utan almennt spjall um yfirsýn, flækjustig og þarfleysi frekari náttúruverndar á Íslandi – sjö eiginlegar athugasemdir við frumvarpið. Þær varða: þinglega meðferð náttúruverndaráætlunar, tengsl við rammaáætlun, vernd jarðmyndana sem þykja merkilegar á svæðisvísu, heimild ráðherra til að banna framkvæmdir á viðkvæmum svæðum tiltekinn tíma, bótarétt landeigenda – og svo tvö meginatriði, annars vegar sérstaka vernd merkilegra vistkerfa og jarðminja, hins vegar meginreglur umhverfisréttarins sem settar eru fram í upphafi lagatextans. Í fimm atriðum af þessum sjö voru lagðar til breytingar þar sem ýmist var fallist á rök Samorku og annarra umsegjenda eða komið verulega til móts við þau. Aðeins tvær athugasemdir Samorku reyndust árangurslausar þegar alþingi hafði gert frumvarpið að lögum: 28–0, 17 sátu hjá. Varúðarreglan Í annarri þeirra lagðist Samorka gegn meginreglum umhverfisréttarins, sérstaklega varúðarreglunni svokölluðu þar sem segir að náttúran eigi að njóta vafans: Þegar hætta er á alvarlegum spjöllum má ekki beita þekkingarskorti sem afsökun fyrir því að láta vaða. Þeir sem um frumvarpið véluðu við frumvarpsgerðina og á þinginu kusu að taka ekki mark á Samorku að þessu leyti en taka í staðinn mark á Ríósamningnum um líffræðilega fjölbreytni frá 1992, EES-samningnum og OSPAR-samningnum um Atlantshafið norðaustanvert og lífríki þess, þar sem alls staðar er vísað til þessarar alþjóðlega viðurkenndu meginreglu. Samorka er greinilega ósátt við þetta. Merkir það að Gústav Adolf, Landsvirkjun, Rarik og Orkuveita Reykjavíkur vilji hafa þetta öfugt – að þau geti ráðist í hvaða framkvæmd sem er ef ekki hefur verið sýnt fram á með 100% vissu að hún skaði náttúruna til ólífis – svo sem ef það er hægt að finna einn fræðimann sem efast? Til dæmis á skrifstofum Samorku, Landsvirkjunar, OR og Rariks? Sérstaka verndin Greinin í lögunum frá 1999 um sérstaka vernd ákveðinna vistkerfa og jarðminja – svo sem eldhrauna, hvera, votlendis, fossa – hefur reynst haldlítil. Þessari grein var því breytt með nýju lögunum. Í stað þess orðalags í gömlu lögunum sem dró tennurnar úr lagagreininni, að röskun þessara náttúrufyrirbæra skuli forðast „eins og kostur er“, kemur ákvæði um að þeim verði ekki raskað „nema brýna nauðsyn beri til og aðrir kostir séu ekki fyrir hendi“. Samkvæmt gamla orðalaginu nægði að sá sem taldi sig af einhverjum ástæðum þurfa að eyðileggja náttúrufyrirbæri reyndi að gera það með lagni. Eins og kostur er. Samkvæmt nýja orðalaginu verða stórfelldir almannahagsmunir að búa að baki – til dæmis þörf á vatnsveitu – og áhugamenn um verkið verða að sýna fram á að aðrar leiðir að markmiðinu séu ekki færar. Samorka vill halda gömlu lagagreininni. Það hlýtur að merkja að Gústav Adolf, Landsvirkjun, OR, HS og Rarik vilja fá að meta það sjálf hver kosturinn er við að forðast röskun. Sá sem kaupir sér jarðýtu og telur æskilegt að eyðileggja goshver, eldhraun, flæðiengjar, sjávarleirur, gervigíga, birkiskóga, vötn og tjarnir, fossa og hraunhella – hann þurfi ekki að íþyngjast við að sýna fram á að það sé óhjákvæmilegt í þágu almannahagsmuna. Afturkall – til hvers? Þetta eru þau tvö atriði sem eftir standa af athugasemdum Samorku, bæði afar mikilvæg. Ég þakka Gústafi Adolfi Níelssyni, framkvæmdastjóra samtakanna, kærlega fyrir að hafa bent alþjóð á það sem afturkallsmálið snýst um í raun og veru.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun